Og þangað var förinni heitið....

Uss...  og við sem ætluðum að flytja til Danmerkur!!

Ég spyr nú bara; getur þetta verið satt?

Hefur þetta ekki einhver eftirköst ef satt er?

Er svona framkoma við fólk í sjávarháska ekki hreinlega ÓLÖGLEG??

Hvað ætlar Valrún að gera í málinu? Eða Ellarósa?

ómægodd.....


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara bull í honum. Skv. fréttum í DK, þá strandaði hann á laugseftirmiðdegi og var lóðsað af strandstað á sunnudegi kl. 15:10. Svo var hann með skæting og læti. Var hvorki með sjókort né staðsetningartæki sem á að sigla eftir. Sjá http://amtsavisen.dk/apps/pbcs.dll/article?AID=/20081027/RAM/720471670/1142/AMTSAVISEN S

amkvæmt því sem ég þekki, þá á maður ekki að sigla eftir baujum hér í DK, heldur einungis nota þær til aðstoðar, en maður á að nota sjókort. Félagi minn sem siglir mjög mikið á Limafjarðarsvæðinu segir að vegna þess hve grunnt það er á mörgum stöðum hérna, leggja hreinlega ekki allir í að aðstoða fólk sem hefur strandað, og danir gera hreinlega ráð fyrir því að fólk hafi samband við yfirvöld til að láta draga sig út. Það eru jú lóðsbátar hjá flestum höfnum. (ég bý við Limafjörðin og hef sjálf siglt um hann)

Það er margt sem hægt er að kenna kreppunni um.....en þetta finnst mér einum of langt gengið.

Námsmaður í DK (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þessi frétt er töluvert öðruvísi en hin íslenska, ágæti námsmaður. Mikið er ég fegin. Mér sem hefur alltaf þótt hið danska viðmót svo þægilegt og gott.

Og rétt er það, kreppunni er kennt um ýmislegt. Íslendingar verða ægilega sárir ef verið er að gera grín að okkur á erlendum vettvangi, t.a.m. á einhverri geðhjúkrunanrráðstefnu nýlega. Ég held að við ættum bara að brosa með hinum. aðstaða okkar er auðvitað spaugileg í ljósi þess að fyrir einungis hálfu til einu ári bókstaflega vorum við að leggja undir okkur heiminn;o)

Auðvitað má segja sem svo að ljótt sé að hlæja að ógæfu annarra en við höfum áræðanlega gert okkur sek um slíkt hið sama einhverntíma! Sjáum bara hvernig við höfum talað um, og komið fram við fólk sem hefur flykkst hingað frá Austur Evrópu!

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.11.2008 kl. 10:46

3 identicon

taktu thessu med ró - hann hefur farid ofugu megin framur thennan dag sem hann rauk i moggan med thetta bull sitt - vid tøkum vel a moti ykkur her nidur i slettu danaveldi  

nolli (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég var heldur ekkert að trúa þessu ef ég skoða þau viðbrögð sem ég upplifi hjá dönum.

knus frænka, þér er sem sagt alveg óhætt að koma hinga hehee

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 16:14

5 identicon

Maðurinn er bara eitthvað galinn, hér má engin sigla án þesss að taka svokallað hraðbáta eða smábátapróf ( ekki sama og pungapróf) og hér er siglt eftir allt öðrum reglum en heima og alls ekki eftir baujunum sem slíkum. Þær eru til að merkja við skipsflök, sandeyrar, grynningar  og fleira og maður verður að vita hvaða bauja merkir hvað ( fer eftir lit og átt). Arna er einmitt nýbúin að vera á svona námskeiði. Hér er reyndar dýrt að stranda og ekkert gefið að maður fái aðstoð án greiðslu , ekki ætlast til að einhverjir hálfvitar séu að sigla um sæinn og stefna öllum hinum í hættu, hér eru svo margir bátar og umferðin mikil. Segi svo bara hvað er að manninum að vera ekki með nesti......við erum alltaf með nesti úti á sjó..............ég meina allir í Danmörku eru með nesti allstaðar

Danir eru alls ekki óvinveittir íslendingum, finnst þetta ástand hræðilegt og vorkenna hinum almenna íslendingi afar mikið,  og hrista höfðuið yfir að örfáir menn hafi getað sett heila þjóð á hausinn. Danir kannast nefnilega líka við bónus og björgúlfsfeðga

Vorum að koma heim úr skáteferðalagi, tíndum köngla og grenigreinar. Erum örþreytt eftir at helgarinnar. Ella  Rósa ætlar að renna aðeins við og ætlum við að athuga hvað við getum gert í málinu......!!!!!  Líklega fáum við okkur bara eitthvað að borða...............  Loveju baby.

Valrun (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:47

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ha ha ha! Það er gott að þið finnið útúr þessu! Ekki við öðru að búast af ykkur kjarnakerlingunum! Gefðu nú Ellu minni vel að borða, hef áhyggjur af því að hún sé að megrast þarna ytra......

Ég var búin að kynna mér báðar hliðar þessa máls og þegar ég sá íslensku fréttina fyrst fór ég strax að leita að þessu í dönskum miðlum. Sá ekki betur en að maðurinn hafi ekki alveg verið með reglurnar á hreinu... enda íslandingar ekki vanir að þurfa að fara mikið eftir reglum....... Og auðvitað átti hann að hafa með sér nesti!! Annaðhvort væri það!??

En mér finnst skrítið að fólk fái ekki aðstoð án greiðslu? Íslenskar Björgunarsveitir svoleiðis puðrast sveittar í að finna týnda ferðalanga hér uppi á fróni og fá lítið annað en fjársvelti að launum

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.11.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband