Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Svona er þetta allt hér!

Finnst ykkur þetta ekki dásamlegt?? Ástin svífur yfir vötnunum.....
mbl.is Ástarkartafla í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafragrautur og lýsi

Grunnskólinn í Bolungarvík er að verða besti skólinn á landinu! Skólastjórnin er öldungis æðisleg og hefur nú tekið upp á því að bjóða ókeypis hafragraut alla morgna í skólanum. Þeir nemendur sem nýta sér það, -meðal annars synir mínir, mæta kortér í átta. Svo fara þeir í tíma og þar er boðið upp á lýsi! Allavega angar Birnir af lýsi sem hann segist taka í tíma! Mér finnst þetta aldeilis dásamlegt! Þetta tryggir að nemendur borða staðgóðan morgunmat í góðum félagsskap, komnir á staðinn og ekkert stress. Svo skiptir þetta barnmargar fjölskyldur heilmiklu máli í seríósinnkaupum,- peningalega séð!

Að auki er að koma næringarfræðingur í skólann sem ætlar að laga matseðilinn, þ.e. það sem á honum er. Það er aaaallt of mikið af unnum matvælum, og næringarlitlum mat, s.s kakósúpu, makkarónusúpu, pastasúpu, kjúklingabollum (forelduðum) og svoleiðis drasli. Svona matur telst ekki matur á mínu heimili, heldur "redding" og er helst ekki étin nema þá sem eftirmatur. Þá meina ég súpurnar. Foreldaðar kjúklingabollur og hin ýmsu buff borðum við ALDREI hér. Það eina sem er keypt hér tilbúið eru pylsur sem eru stundum til hátíðabrigða og kótilettur í raspi frá kjarnafæði. Afbragðsmatur, kótiletturnar. Og mjög megrandi.....

En nú verður gerð bragabót á matnum trúi ég og þá sé ég ekki betur en að fólk ætti bókstaflega að flykkjast hingað í Bolungarvík til að láta börnin sín njóta sömu forréttinda og mín börn. Annars er einmitt mærðarvelldur pistill eftir mig á www.vikari.is sem þið megið lesa ef þið hafið lyst.

Annars sakna ég Valrúnar minnar. Skilst á fréttum að það hafa heglt á kaupmannahafnarbúa í vikunni. Ætli hún hafi sloppið?


Langi Mangi

Fyrsta heila vaktin mín á Langa Manga í dag! Mér gekk bara vel. Eldaði afríska baunasúpu sem súpu dagsins sem var svo góð að ég át úr tveimur skálum sjálf! Ekki beint megrandi en þar sem súpan var holl og góð gerir það ekkert til! Á morgun verður svo heimalöguð tómatsúpa með harðsoðnum eggjabátum og rjómatoppi og heimabakað brauð með. Mmmmmm....

Siðan, til að koma sultunum mínum á framfæri þá heimtaði ég að fá að hafa vöfflur á matseðlinum í eftirmiðdaginn með rjóma og ylfusultu.  Annars gengur bara flott, Birnir nýtur þess í botn að vera í skólanum og heilsdagsskólanum, Baldri gengur vel að aðlagast í leikskólanum og Björgúlfur er á fullu í fermingar-undirbúinigs...eitthvað.. í safnaðarheimilinu á hverjum degi eftir skóla. Halli að vinna frameftir í kvöld og enginn kvöldmatur... bara súrmjólk og bláber. Enda allir í mötuneytum í hádeginu út um allan bæ!

Ég get ekki sett inn myndir??? Af hverju ætli það sé?


Ég man eftir þessu!

Frá því að Björgúlfur gekk í vesturbæjarskóla. Og ég hef stungið þessu að skólayfirvöldum hér í Bolungarvík, vegna þess að mér fannst þetta tær snilld. Börnin læra líka að deila eigum "sínum" með þessum hætti. Við þruftum ekki einu sinni að kaupa stílabækur eða neitt! Borguðum að mig minnir 1500 kall eða svo og allt var til staðar í skólanum. Þetta var líka afar hagstætt fyrir hálftóma budduna því að skólinn fékk auðvitað hagstætt verð í svona magninnkaupum. Mér finnst að allir skólar ættu að taka þetta upp.

 

 


mbl.is Kenn­ar­arn­ir panta rit­föng­in og for­eldra­fé­lag­ið inn­heimt­ir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri dagurinn!

stóri dagurinnFyrsti skóladagurinn í Bolungarvík. Og fyrsti skóladagurinn hans Birnis. Sjá þetta litla kríli þegar risastór taskan var komin á bakið! Tíminn líður alltof hratt fyrir minn smekk.

 

Baldur Hrafn er búinn að fá leikskólapláss og má byrja í dag í aðlögun. Hann er auðvitað búinn að vera á þessum leikskóla í meira en ár, en af því að "fríið" var þetta langt þá verður þetta svona. Hann er líka að byrja á Kisudeild, sem er fyrir eldri börnin. Hugsa sér! Hann sem er bara nýfæddur! Svo á hann að vera allan daginn, en hafði bara verið hálfan daginn áður.

Annars fórum við í berjamó í gær. Það var bara brjálæði, ég hef aldrei séð svona magn af berjum eins og nú er! Börnin voru fljót að þreytast enda hvarf sólin og það hvessti fljótlega og þeim varð kalt. Við náðum því bara að tína 4 kg af aðalbláberjum. Ég er að hugsa um að skreppa aftur í dag þegar Baldur fer á leikskólann.

 


Þuríður Sundafyllir!

Af gefnu tilefni, vil ég algjörlega hvítþvo hendur mínar af því að vera leyniskrifarinn sem notar nafnið Þuríður Sundafyllir á vefnum Víkari.is.

Mér dytti aldrei nokkurn tíma í hug að vera með aðrar eins aðdróttanir og umræddur leyniskrifari, í skjóli nafnleyndar!!! Og ég er eiginlega hálf fúl yfir því að einhverjum detti í hug að bendla mig við þessa pistla sem ég hef í sannleika sagt ekki haft neinar sérlegar mætur á!´Mér finnst ekki einu sinni neitt sérlega smart að kalla sig Þuríði Sundafylli þar sem mörgum Bolvíkingi er þetta nafn frekar...tjah... heilagt? Og nota það til að viðra skoðanir sínar og gera þær þar með að hennar.

Sorrý, ekki minn tebolli. Með fullri virðingu fyrir höfundi að pistlum Þruíðar Sundafyllis. Þeir samræmast ekki mínum hugmyndafræðum.

Annars hef ég verið upptekin í dag við að gera Ribsberjahlaup. Alveg HELLING! Ég fékk stóran kassa af ribsberjum frá Berglindi og Palla Björgúlfspabba og stjúpu og á móti gef ég þeim krukkur af hlaupi. Svo var skólasetning í dag. Birnir ferlega ánægður með sig að vera að byrja í 1. bekk. Svo hitti ég GóGó vinkonu mína á LangaManga kaffihúsi. Við höfum náttúrulega aldrei nógu mikinn tíma til að kjafta og slúðra eins og við helst vildum, en ákváðum að mér og Halla yrði MJÖG fljótlega boðið í mat!

Rauðspretta á pönnunni og nýjar rauðar í pottinum. Best að fara að næra sig svo að maður fari nú ekki hungraður inn í helgina ;o)

Frau Ringsted


Þvagleggurinn

Bloggheimurinn hefur skekist og hrist(st) undanfarna daga út af þessu svokallaða "þvagleggsmáli." Þ.e. að tekið hafi verið sýni úr drukkinni konu með þar til gerðum þvaglegg, en konan ók bíl sínum útaf, var tekin og gaf ekki samþykki sitt fyrir fyrrgreindri sýnatöku.

Nú spyr ég eins og sá sem ekki veit: Ef ég er í Leifsstöð og er grunuð um að hafa fíkniefni á mér/inní mér, þarf að fá leyfi hjá mér áður en "hanskinn er settur á höndina?"

Tek það fram að ég er bara að spyrja, ekki að kasta fram skoðun á þessu annarlega máli. Sjálf ók ég undir áhrifum sautján ára gömul, skilaði mínum prufum eins og þæg, prúð stúlka, tók út mína refsingu og búið mál. Sé samt ekki jafnmikið eftir neinu eins og þessum ölvunarakstri. Jafnvel þó ég væri með lægsta prómillafjölda í blóði sem mögulegur er til sakfellingar. Því eins og mér var kennt: eftir einn ei aki neinn. Ég var búin með tvo. Og einn einfaldan líkjör. Þetta var í Keflavík.

En að spurningunni? Veit þetta einhver?


Vertinn af Vitastíg

Það virðist einhvernvegin hafa farið í gang misskilningur varðandi nýju vinnuna mína. Ég var tvisvar í dag spurð hvort ég ætlaði ekkert að fara að segja frá "leyndarmálinu." Ég hváði, enda ekkert leyndó að ég er að fara að vinna á LangaManga á Ísafirði, sem er mitt uppáhalds kaffihús. Ég verð einskonar "mamma," þ.e. sé um starfsmannahald og ýmislegt fleira. Svo er komin nýr og spennandi vinkill á sultuframleiðsluna mína, en það er aftur á móti ómótað og því ekki prenthæft!

Annars er bara lífið gott. Ég er með stöðugan höfuðverk sem ég skil ekki af hverju stafar en að öðru leyti er heilsa heimilismanna bara fín. Halli vinnur ógeðslega mikið í Netheimum, finnst mér, þar sem ér er svo vön að hafa hann heima frá fjögur á daginn.

Björgúlfur var að koma heim, þessi stóri strákur. Hann keyrði vestur í dag með ömmu sinni og afa sem ég hugðist bjóða í mat og hafði af því tilefni eldað stóran pott af karrýi og plómugraut að auki. Mér til sárinda forsmáðu þau matinn og fóru eitthvað annað að éta. Svo að ef einhvern langar í karrý og plómugraut, þá er hægt að fá það hér! Ég ætla að fara út að ganga með tíkinni Urtu og Ragnhildi, perónulega nuddaranum.


Ég prumpaði á húsið....

...sagði Baldur Hrafn þegar dyrnar að Skýlinu lokuðust á eftir okkur í hádeginu. Við fórum þangað undir því yfirskini að færa Stínu í eldhúsinu krækiberjasaft en hin rétta ástæða var auðvitað sú að þaðan barst unaðsleg fiskibollulykt! Baldur át tvær stýfðar úr hnefa en ég datt í súkkulaðiskálina á borðinu! Og eftir þessar góðu viðtökur, lokuðum við dyrunum á eftir okkur og Baldur prumpaði!

Síðan fórum við í Bjarnabúð að kaupa skóladót fyrir Birni. Hann á að byrja á föstudaginn. Og hann er spenntur. Spennt börn tala...stanslaust! Hann er búinn að tala meira undanfarna tvo daga en hann gerði fram að því! Í gær fórum við til Afa VillaValla og fengum skólaklippinguna svo að allt er að verða tilbúið. Það eina sem mig vantar er leikskólapláss fyrir Baldur Hrafn svo að ég geti byrjað að vinna! Það er sama hvaða fortölum ég beiti, það bara er hreinlega ekki pláss! En ég held að það leysist nú áður en veturinn er á enda, a.m.k. Annars verð ég bara að setja hann til dagmömmunnar sem væri algjör bömmer. Fyrir hin börnin. Getið þið ímyndað ykkur Baldur Tarf innan um eintóm sex mánaða gömul börn??? Úff......


Greased lightning.

Í gærkvöld fórum við öll í bílinn, ókum niðrá planið fyrir framan íþróttamiðstöðina. borguðum 500kall, fengum popp og kók, settumst aftur inn, hölluðum sætunum aftur, stilltum á FM 104.0 og horfðum á bíómynd.

Já, það var BÍLABÍÓ í Bolungarvík. Geri önnur krummaskuð betur! Sýnd var myndin Grease, sem var vel við hæfi. Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Við fórum að vísu heim áður en myndin var búin sökum þreytu yngstu fjölskyldumeðlima en það spillti ekki gamninu! Þetta var bara algjör snilld!! Það var fullt af fólki á bíói, heilu fjölskyldurnar sátu í bílunum sínum og úðuðu í sig poppi og sungu með myndinni. Svona á að nota haustmyrkrið.

Annars er það helst að frétta að ég er hætt á RÚV, byrja í nýrri vinnu næstu mánaðarmót, frekar spennandi. Segi ykkur betur frá því seinna. Við erum hér heima að dúlla okkur, ég og litlu strákarnir mínir sem eru að bíða eftir að fá að byrja í Skóla og Leikskóla. Halli er í sinni nýju vinnu sem honum líkar bara vel. Við erum að spá í, strákarnir og ég, hvort við eigum að fara í berjamó, sund eða að kaupa nýtt skóladót í dag. Kannski bara að vera heima og taka til. Fara niðrá Skýli og sníkja kaffi og jafnvel súkkulaði í eldhúsinu hjá Stínu......

Ég á 20 krukkur af ástarvikusultu til sölu. Fékk stóra pöntun og gerði full ríflegan skammt. Ef einhvern langar að kaupa sér yndislega, eldrauða jarðarberja og vanillusultu þá er rétta tækifærið núna.

 

Luv, Frú Ringsted.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband