Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Myndir af "barnabörnunum!"

Af því að ég mun ekki eignast aðra "stelpu" en hana Urtu mína sem er auðvitað tíkin mín, líður mér svolítið eins og ömmu. Sérstaklega af því að ég horfði á þessi kríli koma í heiminn! Þau stækka og fitna enda ekki margir um hituna/spenana!

Hér eru myndir af þessum gullfallegu hvolpum sem hafa hlotið skammtímanöfnin Gulur og Kola.

Þreytta mamma með börnin sín

Urta með Gul og Kolu

Svo ein af Kolu, dagsgamalli.

Kola, dagsgömul


Kola og Gulur

Tveir lifandi hvolpar fæddust í fyrrinótt, einn dauður. Tíkin er svört en rakkinn er gulur eins og Urta. Ég set inn myndir í kvöld. :)

Amman!


Til eftirbreytni!

Þetta er ég að hugsa um að taka alfarið upp hér á heimilinu í kreppunni! Verst að ég tími heldur ekki að kaupa moggann og fréttablaðið tímir ekki að senda okkur Vestfirðingum blöð! Ég gæti auðvitað klippt niður tuskur og síðan bara þvegið þær reglulega? Tja... eða hreinlega bara notað indversku aðferðina; vinstri og vatn? Hm... þetta er orðið verulega flókið. Maður fær orðið varla póst, allt orðið rafrænt, og ekki skeinir maður sig á rafrænu?

Gaman að segja frá því atviki sem henti á dögunum hvar ég var stödd í Bónus, einmitt að kaupa klósettpappír, og frekar roskin kona vindur sér að mér og segist vera farin að skammta sér blöðin. Rúllan kosti hundrað krónur af almennilegum pappír! Tvö blöð hámark fyrir smáverk, sex blöð fyrir stærri verk!

Til eftirbreytni. það er klárt! Það hlýtur að vera lúxus að skeina sig á rándýrum pappír í miðri kreppu?


mbl.is Fokið í flest skjól á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég gerði það sama!

...léti fylgja mynd ef ég ætti ekki viðkvæma fjölskydu sem hefur fengið ALLA spéhræðsluna í vöggugjöf sem átti að úthluta mér..... en brást.
mbl.is Bað Guð um stærri brjóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af sumri

Vek athygli á því að við höfum aftur virkjað myndasíðuna okkar á flickr. þar má sjá sumarið okkar að hluta.

Hér er, ótrúlegt nokk, sól og hiti!


Af gefnu tilefni......

...vil ég taka fram, að ég hef ALDREI, mun ALDREI og dytti hreinlega ALDREI í hug að leggja nafn mitt við undirskriftalista til höfðus kríuvarpi í Bolungarvík! Ég er þráspurð að þessu og lýsi því hérmeð yfir að það er ekki í mínu valdi frekar en annarra að ákvarða varpstöðvar farfugla. Nóg má þykja um frekjuna og stjórnsemina í mér en þarna þekki ég vanmátt minn! Enda fer krían akkúrat ekkert í taugarnar á mér. Ég geng í miðju varpinu með prik og minn hund eins og herforingi og læt hana ekkert bögga mig. Og svo ek ég sandveginn afar varlega á varptímanum til að aka ekki yfir kríur, endur, hrossagauka og jaðrakanunga. Og málið er leyst. Með einu priki og rólegum akstri.

Vilji ég svo vera laus við gargið í henni, þá vel ég mér bara aðra gönguleið. :)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband