Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

hverskonar þrugl er þetta?

Ég skil ekki alveg alltaf Íslendinga. Einhverju sinni heyrðist hrópað "stóriðjulaust Ísland!" Svo kom von um skjótfenginn gróða og hafist var handa við að virkja til álframleiðslu. Og skyndilega sáum við ekkert nema ál. Höfðum ekkert lært af loðdýraæðinu hérna um árið! Gróðinn hefur nú látið á sér standa, amk í mínum vösum, veit ekki með ykkar.

Nú má alls ekki "skattpína" stóriðjuna sem hótar því bara að fara ef þeir fái ekki það sem þeir vilja (minnir mig á hótanir sem heyrst hafa í mönnum sem hafa mikil umsvif í litlum bæjarfélögum og breytast í freka smákrakka ef rekstrarumhverfi þeirra er ekki nákvæmlega eins og þeir vilja hafa það) og að þá hljóti allir að missa vinnuna. Djöfulsins bull! Þó að menn borgi eðlilegan kolefnisskatt þá hætta þeir ekkert framleiðslu. Það segir sig bara sjálft að á meðan stóriðjan fær afslátt af rafmagni en smábændur borga fullt verð, er hróplegt ósamræmi í dæminu. Við erum svoooo dugleg að láta þá sem standa í stórgróðanum stjórna okkur. Það mætti halda að við værum ennþá undir Dönum! Er í alvörunni einhver sem vill að Ísland verði stóriðjuparadís? Er í alvörunni einhver hér inni sem trúir því að stóriðja muni "bjarga okkur?"

LÍÚ grenjar yfir því í auglýsingum að allt fari til fjandans ef þeir sömu og hafa töglin og hagldirnar (sem eru nú ekki margir í dag) missi yfirráð yfir kvótanum sínum og virðast allsendis ófærir um að skilja að einhver muni pottþétt halda áfram að veiða fisk og græða á því. Kannski bara ekki þeir sömu. Og ekki alveg svona fáir.

Sjallarnir klúðra ágætu tækifæri til að öppdeita hjá sér í sínum flokki og kjósa áfram sinn sama formann. Og sýna svo um munar sitt móralska siðferði: ef þeim ekki hugnast útkoma "lýðræðislegra kosninga! þá bara kjósa þeir aftur! Og fá nýja niðurstöðu! Dísus!

Ögmundur er skammaður af Samfylkingunni fyrir að fara eftir lögum og að hafa einhverntíma gist á Grímstöðum á Fjöllum. Ég hef aldrei gist þar en er honum hjartanlega sammála. Maðurinn sem stóð blindfullur í pontu á alþingi situr á móti ráðherranum í sjónvarpssal og þykir bara fullgóður til að hafa skoðun á þessu. Talar bara um umhverfisvæn kvennastörf... LOL.

og ÁRNI JOHNSEN ER ENN Á ÞINGI?

Sem ég segi... ég skil ekkiokkur  Íslendinga.

Ég held við hljótum að þurfa einhverja hjálp.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband