Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

60 ára, good looking.

Það er fullt tilefni til að blogga þennan mánuðinn! Í dag á nefnlega afmæli R.-faðir minn, Vilbergsson, eða Rúnar í Melabandinu eins og hann er gjarnan kallaður í daglegu tali. Held meira að segja að hann sé afmælisbarn dagsins í riti Hádegismóanna. Og ekki lýgur Mogginn. Og Rúnar er hvorki meira né minna en sextíu ára! Þar sem hann er einungis 23 árum eldri en ég, setur þetta mig í töluverða tilvistarkreppu. Svona aldurslega séð. Síðastliðin 23 ár hafa nefnilega liðið feykilega hratt!

Hér er nýleg mynd af honum, stolin af flikkersíðu Óla Kristins og er tekin á kombakktónleikum þursaflokksins fyrir skemmstu.

 

Rúnar Hartmann Vilbergsson

 

Innilega til hamingju með afmælið Pápi minn gamli og góði! Heill þér háöldruðum! :D


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband