þegar mann "langar í eitthvað..."

Ég og börnin mín erum dálítið oft í "mig langar í eitthvað gott," gírnum. Þeir vilja kannski að ég baki eitthvað ákaflega djúsí sem tekur langan tíma og setur eldhúsið á hvolf, en ég nenni því ekki. Stundum komumst við að einhverri málamiðlun. Ég geri mjög oft pönnukökur, ekki þessar þunnu íslensku sem vissulega eru ótrúlega góðar, heldur þessar þykku sem minna meira á ammrískar. Þær geta verið úr hveiti, eða heilhveiti, sojamjöli eða blöndu af þessu öllu. Nú síðast gerði ég þær úr rúgmjöli og við borðuðum þær sem svona "helgarbrunsh."

Rúgmjöl er víst ægilega hollt. Meira að segja hollara en heilhveiti og spelt og allt þetta mjöl sem verið er að hampa. Enda eru heimatilbúnar rúgkökur (sem ég skal fljótlega kenna ykkur að baka, ef þið kunnið það ekki nú þegar,) víst með hollara brauði sem til er. Gerlausar og allslausar sem þær eru.

Í svona Rúgpönnukökur hins vegar, nota ég ca 4 dl af rúgmjöli, 2 tsk matarsóda, 1/2 tsk salt, 4 egg og síðan súrmjólk eða AB mjólk til að ná svona cirka "vöffluþykktinni."

Og það eru þurrefnin fyrst, síðan þetta blauta og gott er að vera búinn að slá eggjunum vel saman áður en þau fara út í hitt.

Bakað eins og amerískar pönnsur í SMJÖRI á miðlungsheitir pönnu.

Ofan á þetta má nota ost og smjör, sultu, smjör og hlynsýróp eins og kaninn gerir, eða bara hvað sem er.

Ég bakaði mínar heldur stórar, smurði svo annan helminginn á þeim með grófu hnetusmjöri frá Himneskt, setti svo væna slettu af eplasósu (applesauce) og toppaði að lokum með góðri hlussu af grískri jógúrt. Braut svo hverja og eina saman eins og ommilettu og bar fram á stórum matardiski, eina handa hverjum heimilismeðlimi. Öllum fannst þetta súpergott!

Rúgmjölspönnukaka

Og... þetta er ekkert óhollt heldur. Sem er plús...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband