Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hvar á að byrja??

Úff... flúði minn eigin garð vegna hita. Ég er eskimói í eðli mínu. Held að ég sé eins og hann þarna Guðlaugur sem synti í land og gekk yfir hálft land, eða hvað það nú var! Við rannsókn kom í ljós að hann er með ótrúlega hátt hlutfall brúnnar fitu í líkamanum og þoldi kuldann því sérstaklega vel. Þessi brúna fita er sú sem umlykur til að mynda seli og önnur sjávarspendýr. Ég er semsagt sjávarspendýr að uppruna eins og marg oft hefur komið fram!

Allavega, ferðin inn í Kaldalón var BARA dýrðleg! Ég hef aldrei farið í jafn vel heppnaða útilegu og sjaldan barið aðra eins náttúrufegurð augum. Við erum alsæl og Birnir sagði við okkur daginn eftir að við tjölduðum: Þetta er besti dagur lífs míns! Og er þá tilganginum ekki náð? Við fundum frábæran tjaldstað við lítin læk, u.þ.b. ofan á minnisvarðanum um Sigvalda Kaldalóns! Þar var flatt og gott graslendi, grænar húsatóftir sem gaman var að skoða og hugleiða hvernig innanstokks var háttað, fjaran rétt fyrir neðan og lónið allt blasti við, ásamt Kaldalónsjökli, sem er angi af Drangajökli.

Þetta var semsagt fullkomið. Við gengum upp að jöklinum, veiddum síli, fylltum stóran kassa af skeljum, steinum, fjöðrum, kuðungum og kröbbum, fórum í heitt bað úti í náttúrunni, vöskuðum upp í fjallalæk, drukkum dásamlega gott vatn úr skoppandi lækjum, óðum vatn og sjó, sólbrunnum, skitum undir barði, borðuðum baunir úr dós og pylsur og hituðum hunangsmjólk á prímusnum og bara....lifðum. Við skoðuðum æðislega sögusýningu á Dalbæ sem er í Unaðsdal á Snæfjallaströnd og ákváðum að ganga ströndina á enda næsta sumar. Eins gott að koma sér í gönguform.....

Á leiðinni heim stöldruðum við stutt við í Reykjanesi til að borða fisk og fara í sund. Ókum svo heim í brennandi kvöldsól.

Í dag á Birnir Spiderljón, álfabarn, sjö ára afmæli. Hann er í Reykjavík með pabba sínum og bræðrum, ábyggilega í bíó! Svo held ég að ferð á McDonalds hafi einnig verið á planinu. Svo að ég er ein heima ásamt tveim tíkum, eina sem ég er að passa og svo heimilistíkina auðvitað.... sem er ekki ég, heldur Urta ;o) Ég hugsa að ég fari með þær í göngutúr áður en ég fer að hamast í garðinum mínum. Góðar stundir í hitasvækjunni.......

Ps) það er eitthvað vesen á moggablogginu svo að myndirnar verða að bíða betri tíma. Ætla samt að setja einhverjar á www.flickr.com/photos/ylfa núna snöggvast.


Kaldalón

Við erum að troða síðustu hlutunum í bílinn. Skaftpotturinn trónir efst á hrúgunni. Það er verið að fara í útilegu. Svona alvöru gamaldags útilegu með engu .....hýsi. Bara tjald, prímus og svefnpokar. Koddaver til að tína fjallagrösin í. Uxahalasúpa (heimagerð, að sjálfssögðu) sem húsfreyja setti upp í morgun fyrir vinnutíma, hefur kraumað þangað til klukkan þrjú. Þá var hún sigtuð og sett á hitabrúsa. Hún verður Guðdómleg með nýbakaða brauðinu í kvöld þegar búið verður að tjalda við fjallalæk og koma öllu fyrir. Björgúlfur stóri er í RVK hjá pabba sínum svo að litlu drengirnir eru bara með. Og auðvitað Urta. Þetta verður dásamlegt. Náttúran og við. Ferðinni er heitið að Snæfjallaströnd þar sem við ætlum að fara að Kaldalóni og slá þar upp búðum.

Au revour.


Til hvers að borga skatta alla ævi...

....ef aðstandendur manns þurfa svo að punga út stórum fjárhæðum fyrir það eitt að losa sig við jarðneskar leifarnar eftir dauðann?

Ég vil koma því hér á framfæri að þegar ég hrekk uppaf þá forakta ég að láta troða mér í hvítan blúndukjól og búa um mig í silkisængum og kruðeríi í rándýrri kistu sem lökkuð er með náttúruspillandi efnum. Hvítt klæðir mig ekki og því síður blúndur. Ég held að kista komi heldur ekki til með að fara mér sérlega vel. Ég vil láta jarða mig í strigapoka sem má vefja með rabarbarablöðum, for all I care. Ég verð dauð, og harðneita að láta aðstandendur mína punga út háum fjárhæðum í tilstand. Þeir mega frekar gera það á meðan ég lifi..... :)

Ég er ekki nægilega fræg til að halda stórtónleika í þágu náttúruverndar svo að þetta, ásamt safnkassanum mínum, er minn skerfur til náttúrunnar........


mbl.is Líkhúsdvölin á við nótt á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagar í máli og myndum.

Hryllilega skemmtilegir dagar að baki. Veðrið um helgina var bara æði og gestirnir enn betri. Herdís og Siggi komu á föstudagskvöldið og fóru í gær. Tengdó kom akandi frá Akureyri á föstudaginn og fór suður yfir heiðar í morgun. Hún ætlaði að skella sér á Skagann að heimsækja Gunna bróður Halla og hans fólk. Á laugardaginn fórum við í brakandi sól og blíðu í Arnardalinn í kaffihlaðborð og "dalaport" hjá Önnu Siggu.

Dalaport í gömlu hlöðunni Og við hittum Matthildi nokkra Helgadóttur: Augun standa á stilkum....

 

Sem birtist okkur fagureygð að vanda.

Ég verslaði auðvitað gamlar matreiðslubækur og nokkur eldhúsáhöld og Tengdó keypti sér hnífapör fyrir Guðveithvaðmarga fyrir 200 kall. Hún var svo ánægð með kaupin að hún var sífellt að sýna öllum hnífapörin alla helgina.....

 

 

Eftir kökuát og verslun lá leiðin inní Skóg þar sem við gengum smá í blíðunni, lásum, tókum myndir og höfðum það huggulegt. Tengdó sem á nýja myndavél, tók átján mínútna langt vídeó án eigin vitundar, aðallega af fótunum á sér, nösunum og jarðveginum. Sem er auðvitað ágætis heimild. Og útskýrir fyllilega hvernig á því stóð að vélin varð eiginlega strax batterýislaus. Hún skildi ekkert í því af hverju henni tókst ekki að taka mynd og vildi lítið gefa fyrir útskýringar tengdadóttur sinnar; að vélin væri á upptöku! Baldur fékk sér nef á DalaportiTengdó breikar Hún sýndi fádæma lipurð þegar hún sannaði að hún gefur syni sínum, Haraldi, ekkert eftir þegar breikdans er annars vegar og heillaði marga vegfarendur með tilþrifunum. Því miður náðist bara þessi eina mynd af henni að dansa.

 

Við hjónin litum í allar nýju matreiðslubækurnar og á meðan Tengdó dansaði, las ég Unglingabók Forna; söguna af Eyvindi og Höllu. Strákarnir tíndu krækiber og reyndu að hafa heimil á ömmu sinni. Krækiberin í ár.IMG_6349

kkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkk

 

 

 æææææææææææææææ  

Halli, sýndu þessu áhuga!

 

Leiðin lá niðrí Edinborgarhús þar sem mikil fjölskylduhátíð var í gangi. Öll börn fengu andlistmálningu og fólki var boðið uppá pulsu og kók. Þá var ljóst að ekki þyrfti að elda það kvöldið enda er ekkert spaug að gefa þeim mæðginum að borða! Þetta er mjótt eins og spýtur en étur á við tvo graðfola! Euro-Bandið hélt síðan fjölskyldudansleik sem strákunum þótti æðislegur. Svei mér ef við höfum ekki bara skemmt okkur jafn vel líka!

Pylsur!Verið að snurfusa..

 

Allskonar fólk á Edinborg.Jenný og Gummi Páll  Hormónabreytingar??Skyldi á balliGrétar vera á hormónatrippi eða bara farinn að vera með barn á brjósti..? :)

Blautar Geirur... Komin í bjórinn..Tengdó datt í bjórinn og Frikki pósaði með Birni.

 

 Hvor brosir breiðar??


Fryrir réttum þremur árum, þann16. júlí.....

.....voru saman gefnar þessar tvær manneskjur, að Hrauni á Ingjaldssandi. Þrjú ár eru svosem ekkert voðalega langur tími. Endingin er samt betri en hjá hinni almennu Hollywoodstjörnu!

Brullaupsmynd

 

 


Tíminn á enda runninn.

Ekki tíminn í heild sinni, hann heldur jú alltaf áfram. En tíminn sem ég fékk í sumarfríi er uppurinn. Ég byrja að vinna á morgun og ég er hálf þunglynd yfir því. Eins og mér finnst gaman í vinnunni þá er svo hroðalega erfitt að koma sér af stað eftir gott frí. Og þetta hefur verið gott frí ef frá er talinn sullaveikiverkurinn sem er ekki alveg farinn. En það mjakast.

Loksins er hætt að rigna og sólin skín á alla fallegu litina sem hafa verið huldir regni. þoku og skýjum undanfarna daga. Litirnir verða svo fáránlega skýrir eftir regnið og allt svo tært og hreint. Gróðurinn vex á ofsahraða og við höfum ekki undan að éta salatið sem vex í garðinum. Grænkál, næpur og klettasalat, kóriander og laukar eru líka í svaka vexti og nú er um að gera að borða grænt í öll mál.  Og veitir ekki af, fjárhagsstaða heimilisins er frekar hallandi niður á við svo að þetta er nú aldreilis búbót.

Ekki urðu góðar heimtur á barnapössunartilboðum fyrir næstu helgi en þá er okkur Halla boðið á Kærleiksdaga á Núpi í Dýrafirði. Veit ekki alveg hvernig það æxlast, hvort við hættum við eða tökum börnin með okkur. En nú erum við að huga um að fara í sund, það er stór pottur með hrísgrjónagraut að malla í ofninum (var það ekki einmitt hrísgrjónagrautur sem Bryndís Schram gaf uppskrift af blönku fólki til handa??) sem verður tilbúinn þegar við komum heim. Hann verður étinn með rúsínum, saftinni frá í fyrra og kæfubrauði. Mmmmmmmmmm.

Skelli inn mynd af nýju "gæludýri" sem Páll Björgúlfspabbi kom með hingað vestur með sér á dögunum. Hann bjargðaði þessum ræfli nýútskriðnum og veit sem er, að það er best að alast upp á Vestfjörðum!

haukur Pálsson


Barnapössun óskast

Óskum eftir barnapíu næstu helgi, frá fimmtudegi til sunnudags. Tilvalið fyrir ömmur og afa að nýta tækifærið. Hús og hundur fylgja með :)

Myndir frá helginni

Hér koma allavega þrjár:

Sigurður

 

Oddur og Margrét Túpílakar í Kjallaranum

 PARTÝ! Rósa, Ármann og Baldur krúttapútt


Drekkur sullurinn rauðvín?

Það var og.

Þegar ég hef fengið það rækilega staðfest að mín vesæla melting þoli ekki áfengi þá vinn ég rauðvínspottinn í vinnunni. Djöfull er það dæmigert. Tvennt er í stöðunni: drekka helv.. glundrið og gá hvort sullurinn verði ekki of fullur til að naga á mér magann eða gerast sprúttsali. (feministar! Útleggst það ekki sem "sprúttselja?" )

Ég er að verða ágæt alveg. Hætt að sofa allan sólarhringinn og farin að vera í stuði. Fór í ferlega skemmtilegt smáferðalag með manninum mínum, barnsföður mínum, konu barnsföður míns og öllum okkar börnum, -nema þessu eina sem við eigum öll fjögur saman...  Við fórum í Önundarfjörð og lágum í sólbaði á hvítu ströndinni, ókum svo í Dýrafjörðinn og fundum okkur stað til að borða nesti á og sólbrenna dálítið og enduðum svo í sveitinni hjá Öllu í snöggum kaffisopa og hvolpakúri.

Best að fara að sinna sullinum. Heilsur.


Sullaveikin

Um það bil fimm tímum eftir síðustu færslu, vaknaði húsfreyja af værum blundi með þá verstu magaverki sem þekkst hafa. A.m.k í þessu húsi. Þeir ágerðust og hörðnuðu þangað til bóndi sá sér þann kost vænstan að hringja út unga lækninn sem valdið hefur kurri meðal ólofaðra meyja hér í plássinu sökum fríðleika síns. Ungi pilturinn, sem er hreint afbragðs læknir, spýtti morfíni í grenjandi húsfreyjuna og hringdi á sjúkrabíl. Á spítalanum tók við annar læknir og varð húsfreyju á að hvísla að unglækninum úr Víkinni; hann er pottþétt ennþá yngri en þú!Síðan varð allt krökkt af læknum og hvítum sloppum og einhver aumkvaði sig yfir húsfreyju og sendi hana í algleymisdá verkra sterkjarlyfja sem varaði þangað til nú í morgun. Og viti menn. Á meðan hugur húsfreyju synti í sýrukenndum hugsunum, gerðu menn á henni hin ýmsu test og myndatökur. Og upp úr krafsinu kom sennilegasta útskýringin; magabólgur. Og þá mátti húsfreyja fara heim. Og hér heldur hún áfram að sofa af sér sólina og blíðuna. En er nú heldur að hressast. Sjálf er húsfreyja nokkuð viss um að hana hrjái gamall og góður sullur! Enda ótækt að því hressandi sníkjudýri hafi verið eytt úr íslendingum. Drastískar lýsingar á sullaveikum einstaklingum í fornum bókum hafa alla tíð verið húsfreyju mikil skemmtan og því sjálfsagt að halda goðsögn ormsins við og heiðri hans á lofti! :) 

Það versta var að ég missti af síðasta sólarhringum með gestunum mínum dásamlegu. Við ætluðum í Reykjanes að svamla í lauginni og borða nesti, og keyra svo heim í kvöldsólinni í gærkveldi og syngja íslensk sumarljóð. En ekkert varð úr því. Hins vegar sýnist mér þau hafa verið upptekin við að þrífa vanhirt svæði hússins, s.s. búrið, í minni fjarveru. Ég sakna þeirra strax. Vona að þau komi fljótt aftur.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband