Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Ég heiti Ylfa Mist Helgadóttir og ég er öskutunnumatur....

Svona gćti ég heilsađ. Mér líđur eins og einhverju sem kasta má í rusliđ! Ónýtt, úr sér gengiđ drasl sem virkađi hvort eđ er aldrei almennilega.

Hef veriđ í ţví ađ falla í öngvit ađ hćtti fagurra ađalsmeyja síđastliđna daga, -eđa meira svona: skella í gólfiđ eins og fullur hani! Endađi auđvitađ á Fjórđungssjúkrahúsinu á Ísafirđi sem er ađ verđa meira sótt af mér en mitt eigiđ salerni. Svei mér ţá! Einhverjar pumputruflanir valda yfirliđunum, pumputruflanir sem eru reyndar ekki svo nýjar fyrir mér, en urđu fyrst raunverulegar opinberlega viđ ţađ ađ ég vćri skyndilega í svona náinni snertingu viđ eldhúsgólfiđ í vinnunni......

Ţađ furđulega er, ađ ég, sem vissulega er í "rausnarlegri kjörţyngd," svo ekki sé meira sagt, hef engin einkenni offitu. Ekki međ háan blóđsykur, ekki međ hátt kólesteról, ekki međ háan blóđţrýsting..... semsagt; ţađ er ekkert ađ mér. Ég stend bara ekki reglulega vel upprétt af og til! :)

En nú á ađ rannsaka gömlu fyrir og í bak svo ađ hćgt verđi ađ kippa mér í lag sem fyrst. Enda hef ég ekki ţolinmćđi í mikla biđ. Ég er í veikindafríi um helgina, enda nýkomin heim, og ćtla ađ gera ekki neitt. Ekkert. Nema kannski lćra ađeins heima........


andfélagslegur íţróttapistill

Ţar sem ég er sérlega lítiđ gefin fyrir íţróttir og hreyfi mig helst ekki nema til ađ ná mér í eitthvađ ađ borđa, (berjamó, sveppatínsla, fjallagrasasöfnun, göngur og réttir, labba í búđina o.ţ.h.) hef ég ađ sama skapi akkúrat engan áhuga á ađ horfa á ađra stunda sínar íţróttir. Mér finnst hundleiđinlegt ađ hlaupa á eftir einhverri tuđru og enn leiđinlegra ađ horfa á ađra gera ţađ. Hvađ ţá ađ glápa á langhlaup eđa golf! Eina hreyfingin sem mér ţykir í raun skemmtileg er ađ ganga í fallegu umhverfi. Helst međ tíkina mína og jafnvel ađra fjölskyldumeđlimi. En ég myndi líklega ekki endast lengi yfir ţví sem sjónvarpsefni, ađ horfa á einhvern annan viđra hundinn sinn í hálftíma-klukkutíma.....

Ađ ţessu sögđu ţá ćtti fólk ađ skilja gremju mína yfir ţví ţegar heilu og hálfu sjónvarpsvikurnar eru undirlagđar íţróttaviđburđum. Ţađ er heimsmeistara-ţetta og heimsmeistara-hitt. Allt jafn grútleiđinlegt. Ólympíuleikarnir mćttu vera á áttatíu ára fresti for all I care og ég myndi hlusta róleg og sátt á útvarpiđ ef öskrandi íţróttafréttamenn létu ţađ vera ađ minna á einhverja leiki sem gćtu mín vegna fariđ fram á tuglinu!

En ég gladdist međ “strákunum okkar” eftir leikinn á móti Spánverjum, jú, hann fór ekki framhjá mér. Ekki einu sinni MÉR! Og ég gleđst međ ţeim ađ hafa náđ ţessum glćsilega árangri. Mikil ósköp. En ég tek ţessum sigri ekkert sem einhverju persónulegu afreki af minni eigin hálfu. Ég er ekkert merkilegri Íslendingur í dag en ég var áđur en Ólympíusilfriđ varđ ţeirra.

Eitt ţykir mér ţó dálítiđ sérstakt. Vissulega er sjálfsagt ađ gleđjast međ drengjunum, ekki misskilja mig. Ţađ er bara alls engin nýlunda ađ Íslendingar raki saman verđlaunum á Ólympíuleikunum. Ţađ er ekki langt síđan ađ gullverđlaunin sliguđu Íslenskt afreksfólk, án ţess ađ fjölmiđlamenn fćru hamförum, fálkaorđum vćri dreift hćgri vinstri, og stórhátíđarhöld vćru skipulögđ af hinu opinbera. Og ég endurtek: ég er ekkert ađ draga úr afrekum “strákanna okkar,” ég er eignungis ađ benda á afrek sem voru unnin viđ….tjah… ögn minni geđshrćringu okkar.

Ţannig ađ viđ verđum ađ spyrja okkur: skipta afrek fatlađra íţróttamanna á Ólympíuleikum fatlađra ekki alveg jafn miklu? Erum viđ ađ tala um eitthvađ minni afrek? Og ef svo er? Af hverju?

Hvar liggur fötlunin í ţví??  

Menntaskólinn á Ísafirđi.

Ég er ađ fara á skólasetningu MÍ. Ég stefni á sjúkraliđanám og ţarf ađ kanna hvort ég fái ađ hafa frjálsa mćtingu. Ef ţađ gengur ţá er ég orđin skólastelpa. líklega aldursforsetinn, sem er sérlega ţakklátt hlutverk hlýtur ađ vera en skólastelpa engu ađ síđur. (eđa til ađ ergja ekki feminískar vinkonur: nemandi)Tounge

Hvernig er ţessu háttađ hér í Bolungarvík?

Ćtli kynjahlutföllin séu nokkuđ jöfn? Vćri mögulega hćgt ađ nota ţetta sem markađsherferđ vegna Ástarvikunnar hérna hjá okkur?

Ţvílík snilld.


mbl.is Ákall til ófríđra kvenna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hinn eini sanni Tjarnarkvartett

varđ til í Svarfađardal, skipađur Diddu og Stjána, Rósu og Hjöra. Ađra Tjarnarkvartetta nenni ég ekki ađ hlusta á. Og ţá er ţađ klárt.

Viđ ćtlum ađ fara á ćttarmót inni í Reykjanesi á eftir. Ţađ spáir reyndar rigningu en ţađ er allt í lagi. Ég tíni ţá bara fjallagrös á međan gćjarnir hanga í lauginni. Ţađ er stemmning í Víkinni í dag. Bylgjan ađ senda út dagskrána héđan, grískt matar og menningarkvöld í kvöld og ég veit ekki hvađ og hvađ.

Góđa helgi.


Ást, hjörtu og rómantík

Ooooooo, ţiđ sem vćniđ okkur ástarvikumanneskjur um vćmni og allt ţađ, ţiđ eruđ svooooo öfundsjúk! Gló, ţú ert sko meira en velkomin hingađ í ástarferđ og ég skal taka vel á móti ţér, kyssa og strjúka á alla lund!! Tounge

Viđ pariđ fórum í bíó í gćr ađ sjá Mamma mia, ásamt heiđurshjónunum Ellu og Einari. Ţađ var fullt í Ísafjarđarbíói og gaman ađ sjá fullt af fólki sem ég hef aldrei fyrr séđ sćkja bíó. Fullt af fallegum, og (vonandi) ástföngnum hjónum úr Ástarvíkinni, kenndri viđ bolung, mćđgur, systur, kćrustupör.. og allir hlógu og skemmtu sér.  Mér ţótti myndin sjálf heldur ţunnur ţrettándi en tónlistaratriđin fengu mig til ađ dilla mér í sćtinu. Meryl Streep hefur alltaf veriđ í uppáhaldi hjá mér og líka ţessi breski sem ég man ekki í augnablikinu hvađ heitir, hann lék í Bridget Jones... anyone??? Hápunktur myndarinnar er ţó vitanlega ţegar hinn ofursvali James Bond leikari, Pierce Brosnan brestur í söng. Ţar fór James Bond fyrir lítiđ! Ég grenjađi úr hlátri!

Nú ćtlum viđ, ég og drengirnir mínir ađ klippa út pappírshjörtu til ađ líma í gluggana og grafa upp rauđa seríu til ađ hengja upp. Kannski ég reyni ađ ná klukkutíma í berjamó áđur en ég ţarf svo ađ sćkja Baldur í leikskólann. Ţ.e.a.s. ef hann fćst til ađ fara. Hann vill bara vera áfram í sumarfríi. Lái honum ţađ sko ekki!

Í kvöld verđur svo kćrleiksganga sem ég ćtla ađ leiđa. Bara svona dásamlegt, rólegt rölt um bćinn og kannski eins og ein heimsókn til hjóna sem hafa lengi veriđ í ástarsambandi. Svo verđur opiđ í sundlauginni lengur en vanalega ţannig ađ allir verđa ađ taka međ sér sundföt og fara svo ađ kela í heitapottinum! Mömmur, pabbar, ömmur, afar, börn og barnabörn, komiđ međ mér út ađ ganga hönd í hönd. Og ţeir sem koma einir, viđ hin knúsum ykkur ;)


Enn og aftur hneykslum viđ landann, bót í máli ađ stutt er í Ástarvikuna!!

Eins og hér má lesa halda bolvíkingar áfram ađ hneyksla landann......Púff, púff...... En bót í máli ađ nú fer ástarvikan góđa ađ hefjast og til huggunar set ég inn dagskrá ţessa dásemdaframtaks (og getiđi nú hver á framtakiđ??) Sossu Vagns hér inn ađ neđan. Ég ćtla ađ elska alla vikuna, eins og ţađ komi enginn morgundagur ;)

Dagskrá Ástarviku 2008Sunnudagur 10. ágúst kl. 14:00 Flötin viđ ána.“Ég elska ţig” - Opnun ástarviku.”Hundrađ hjarta skógurinn” skapađur – ástarkveđjur til heimsins međ blöđrum. Gasblöđrur seldar á stađnum. Allt á sínum stađ.- Túnis, ég elska ţig, - Japan, ég elska ţig, - Jakúdía, ég elska ţig…sendum út um allt! Veraldarvinir sýna magadans og leika og syngja á gítar. kl. 15:00 “Viđ elskum sćtt”… Stelpukaffi á VaXon - servéttusýningMömmur, ömmur, dćtur,systur, tengdasystur, frćnkur, allar saman í kaffi. Spjallađ og hlegiđ. Sevéttusýning. Allar konur eru hvattar til ađ koma međ sértöku servétturnar (ekki pappírs) sínar til ađ sýna. Spennandi sýning sem verđur til á stađnum. Kl. 17:00 Ráđhússalur. “Konan elskar og er elskuđ… ţannig lifir mannkyniđ “.Opnun myndlistarsýningar í Ráđhússal.Magdalena Margrét Kjartansdóttir myndlistarkona opnar listsýningu sína í Ráđhússalnum. Magdalena sýnir myndir af konum, konum, konum. ..Magdalena er ein fimm listakvenna sem eiga og reka listagalleríiđ START ART. Magdalena hefur unniđ sem grafíklistamađur frá 1984 og fćst ađallega viđ tré – og dúkristur sem hún ţrykkir á pappír. Sýningin er opin til laugardags. Mánudagur 11. ágúst Kl. 20:00 Kćrleiksganga fyrir alla fjölskylduna.Kćrleiksganga. Gengiđ verđur frá Hundrađ hjarta skógi. Sundlaugin og salsatónlist ađ göngu lokinni, -  mmm……huggulegt….Frítt í sund fyrir börn til 16 ára aldurs.    Ţriđjudagur 12. ágústkl. 20:00 Kassagítarakvöld í Sprota – sal Tónlistarskólans. Allir sem kunna eitthvađ smá á kassagítar koma međ gítarinn sinn og viđ spilum saman falleg ástarlög, - gömul og ný. Oh… ţađ er svo sćtt ađ syngja um ástina… Miđvikudagur 13. ágústkl. 12:00 Svanur+ svanur = eilíf ást. Hádegisfyrirlestur í sal Náttúrugripasafnsins. Dr. Ţorleifur Eiríksson forstöđumađur Náttúrustofu Vestfjarđa segir okkur frá ástum svana í máli og myndum. Ljóđ um svani lesin um leiđ og bođiđ er upp á bollasúpu. kl. 19:00 “Komdu nú međ mér í kvöld út á sjó”…Kvöldsigling á Hesteyri. Sigling međ sjótaxa Sigga Hjartar.Heimsókn í Lćknishúsiđ á Hesteyri ţar sem bođiđ er upp á Rabbabaragraut međ rjóma og pönnukökur og kaffi.Rómantík inn í sólarlagiđ til baka!Verđ kr.5.000.- pr. mann.Takmarkađur sćtafjöldi. Miđapantanir í síma 892-3652. Fimmtudagur 14. ágústkl. 21:00 DÍSA - Tónleikar í Hólskirkju -DÍSAEin skćrasta stjarna ungu kynslóđarinnar Bryndís Jakobsdóttir – Dísa ásamt gítarleikara Dísa sló eftirminnilega í gegn á “Aldrei fór ég suđur” um páskana og ţví mikil tilhlökkun ađ sjá hana og heyra ađ nýju.Miđaverđ kr. 1.500.-. Föstudagur 15. ágústGrískt kvöld á VaXon!Ótrúlega rómantísk, seiđandi grísk stemning.Matreiđslumeistari: Ingibjörg Ingadóttir sem elskar gríska matarmenningu og listir.Sérstakur gestur kvöldsins er Edda Björgvinsdóttir sem veltir fyrir sér umfjöllunarefninu ást og húmor! Stiginn verđur grískur dans, grísk tónlist í loftinu…happdrćtti í hverjum miđa...Miđaverđ: 3500. – pr. mann. Miđapantanir í síma 868-3040.  Laugardagur 16. ágústkl. 12:00 Pikknikk á teppi í Hundrađ hjarta skógi.Allir koma međ teppi, kakó, köku í boxi, gítar… hugguleg heit innan um eldrauđ hjörtun í hundrađ hjarta skógi. Allir mega lesa ástarljóđ fyrir hina ef ţeir vilja. Veraldarvinir sjá um andlitsmálun, leiki fyrir börnin og fleiri skemmtiatriđi. Kl. 16:00 Prjónakaffi fyrir alla – konur og kalla. Stofnun prjónakaffis á VaXon. Koma međ garnafganga og prjóna. Leiđbeinendur á stađnum. Kaffi og ástarpungar til sölu. Skemmtileg ástarlög viđ prjónaskapinn!Fjölskyldudiskó fram ađ kvöldmat! kl. 23:00 Je minn – ţađ er BÍLABÍÓ!Hin óforbetranlega íslenska kvikmynd STELLA Í ORLOFI verđur sýnd í tilefni af heimsókn Eddu Björgvinsdóttur í Ástarviku á íţróttahússvegnum. Popp og kók selt á stađnum.Miđaverđ kr. 500.-  


Sumarmyndir

Er í óđaönn ađ henda inn myndum í "netmyndaalbúmiđ" okkar á Flickr!! Gjöriđ svo vel og lítiđ á. www.flickr.com/photos/ylfa

fjallalćkur


Hin aleina....

Drengirnir mínir eru allir međ feđrum sínum í Reykjavík. Ţannig ađ ég er ein heima. Mér finnst ţađ eiginlega alveg ágćtt. Morguninn hófst reyndar međ ađ ţrífa upp hundaskít úti um allt hús. Ég er ađ passa sveitatík sem er ekki ađ fatta ţetta međ úti/inni dćmiđ. Enda líklega ekkert vön ađ vera mikiđ inni. Ef eitthvađ....

Síđan var brunađ á Ísafjörđ í viđtal á RÚV, sem verđur ađ mig minnir flutt nćsta föstudag klukkan hálffjögur á rás eitt, . Fjallar auđvitađ um berjatínslu og nýtingu berja. Enda er ég sérlegur frćđingur í ţeim efnum...

Morgunverđurinn samanstóđ af kaffilatte í götumáli og hálfum banana sem ég sníkti hjá ömmu í hádeginu.  Ég var ţví ađ vonum svöng um sexleytiđ svo ađ ég labbađi í búđina og verslađi eftirfarandi: 1 box skurepulver (ekki samt til ađ borđa) 100 grömm harđfiskur, ein hunangsmelóna, eitt langt, hvítt, nýbakađ franskt baguette og eitt bréf af parmaskinku. Eitt stykki af lífrćnu súkkulađi datt líka oní körfuna mína. (lífrćnt súkkulađi er auđvitađ rosalega hollt og alls ekki fitandi.) Á međan ég slafrađi í mig harđfiskinum međ smjöri, las ég blöđin á netinu og hringdi svo í tengdamömmu til ađ leyfa henni ađ heyra mig borđa hunangsmelónuna međ baguettinu og parmaskinkunni. Hún var, eins og mig grunađi auđvitađ, ekki búnađ borđa og slefađi gífurlega í símtóliđ á međan ferskur, sćtur melónusafinn rann niđur hökuna á mér í hárréttu samrćmi viđ saltbeiska skinkuna í örţunnum sneiđum..... DÁSAMLEGT!! Í eftirrétt fékk ég mér svo lífrćnt súkkulađi, grćnt te og tvćr ferskar döđlur og mér finnst ég auđvitađ vera heilög í gegn! Síđan fór ég í laaaangan göngutúr um alla Víkina ađ leita ađ sveitahundhelvítinu sem sleit sig laust úr keđjunni útiá međan ég var ađ reyna ađ koma sláttuvélinni í gang. Heilagleikinn minnkađi auđvitađ ekkert viđ ţađ ađ ţví undanskildu ađ ég var stađráđin í ađ myrđa helv... hundkvikindiđ ţegar ég nćđi ţví. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ leitin bar ekki árangur og viđ Urta mín ţurfum líklega ađ fá okkur annan labbitúr á eftir.

Best ađ vaska bara upp ţangađ til.Urta og Duna


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband