Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hvað með íþróttafréttamennina?

Var engum sagt upp á Íþróttadeildinni? Þar starfa fjórir fréttamenn. Er einn ekki bara andskotans nóg? Var ekki Bjarni Fel bara einn hérna um árið? Við erum hvort eð er að detta tuttugu ár aftur í tímann! Hvað hamlar því að við förum bara alla leið? Ég hef ALDREI nöldrað yfir því að hafa þurft að greiða afnotagjöld, af því að ég hef talið Ríkisútvarpið nauðsynlegan miðil fyrir alla landsmenn. Núna, í fyrsta skipti á ævinni langar mig að taka þennan nefskatt og troða honum uppí einhvern vel valinn afturenda þar sem engin sólin skín. Ég nefnilega bý á vestfjörðum og næsti fréttamaður við mig, hefur botninn suður í Borgarfirði. Ríkisútvarpið er ekki að þjóna mínum hagsmunum lengur og því má það fara veg allrar veraldar fyrir mér.

Ojbara.


mbl.is Margir missa vinnuna á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband