Head and Shoulders

og fleiri flösusjampó innihalda efni sem er notað í skipalakk. Það eru strangar reglur um magn efnisins í skipalakki vegna umhverfissjónarmiða, en engar reglur um notkun þess í snyrti og hreinlætisvörur.  Þessu skolum við í þúsundalítratali beint útí sjó og fáum okkur svo þorsk í kvöldmat. Við vitum öll að þetta er eigungis brot af þeim óhroða sem við hellum útí náttúruna og umhverfið í nafni "hreinlætis." Við þrífum húsið og drullum á umhverfið um leið með brúsa af Ajaxi.

aðeins stærra fiskabúr

Mér finnst ótrúleg hræsni að stefna konu fyrir að hella sjampói í fiskabúr. Við þvoum okkur öll vísvitandi um hárið, ekki satt? Við setjum vísvitandi bensín á bílinn, ekki satt? Við hellum vísvitandi klósetthreinsiefni í klósettið vikulega og sturtum svo niður, ekki satt? Við tökum lyf, vísvitandi, sem búið er að prófa á dýrum, ekki satt? Dýravernd smýravernd. Maðurinn er hræsnari og heiminum verið betur komið fyrir, hefðum við aldrei komið niðrúr trjánum.

framtíð mannkynsins?

Hressandi laugardagsþankar ú Hraunbergshúsinu. Góðar stundir.


mbl.is „Gullfiskaböðull“ sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er viðbjóðslegt að drepa dýr sér og öðrum til skemmtunar og alls ekki hræsni að stefna þessari fréttakonu. Áhrif sápu (flösusjampó eða ekki) á fiska er vel þekkt og fréttakonan hefði átt að kynna sér það áður en hún ákvað að gera þessa gagnlausu og vanhugsuðu pyntingar tilraun á gullfiskunum.

"Þetta er sigur fyrir fjölmiðlafrelsið. Ég tók ekki þessa fiska af lífi og ég hef ekki brotið lög um dýravernd, líkt og þessi niðurstaða staðfestir,“ sagði hún í samtali við AFP-fréttastofuna.

Hvernig geta dýrapyntingar verið sigur fyrir fjölmiðlafrelsi? Þá er þessi fréttakona í skrítinni afneitun um að hún hafi ekki drepið þessa fiska sem hún drap á ömurlegan hátt. 

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 15:47

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég er sammála þér. Maður drepur dýr ekki sér til skemmtunar. En við gerum það samt, við drepum dýr -og samþykkjum, í nafni rannsókna, meindýravarna, í tilraunaskyni og í mörgum öðrum tilfellum. Ég er ekki að segja að þessi fjölmiðlakona hafi átt að gera það sem hún gerði. Ég er heldur ekki að segja að hún hafi ekki átt að gera það. Ég tel að tilgangurinn hafi verið sá að vekja athygli á því hversu skaðlegum efnum við erum að hleypa útí náttúruna á degi hverjum án þess að leiða hugann að því hversu gríðarleg áhrif það hefur á vistkerfið, þar með talið fiska, og svo okkur sem trónum efst í fæðukeðjunni.

Svo að ég held að þetta hafi í raun ekki verið "gagnslaus pynting á gullfiskum," ég held að þetta hafi einmitt, þvert á móti, vakið flesta til umhugsunar sem á þetta horfðu, hversu erfiðum málum við erum í, með alla okkar efnanotkun.

Sem vekur mann svo aftur til umhugsunar; helgar tilgangurinn alltaf meðalið?

Nei, ekki alltaf. En í þessu tilfelli held ég að þetta hafi haft þau áhrif að fólk sem horfði á þessa frétt, hugsi,- þó ekki sé nema í stuttan tíma, hversu gríðarlegar skemmdir við erum að vinna jörðinni okkar, dýralífinu og okkur sjálfum.

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.3.2010 kl. 18:58

3 identicon

Shoulders Ylfa, shoulders.

Gaui (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 11:01

4 identicon

Þú veður að hafa í huga að í flestum þjóðfélögum eru komnar hreinsistöðvar þannig að skólpið fer ekki beint út í náttúruna fyrr en búið er að hreinsa út því eiturefnin.

AS (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 11:41

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk Gaui, ég er búin að leiðrétta villuna hjá mér.

AS: Í flestum þjóðfélögum? Ég myndi ekki halda að svo væri.

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.3.2010 kl. 16:23

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Dýradráp eru viðurstyggð. Sportveiðar einnig. Það er reynt að gera drápin eftirsóknarverð og falleg bara ef þau eru framkvæmd á  réttan hátt.

Sæmundur Bjarnason, 29.3.2010 kl. 11:22

7 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Þetta eru FISKAR...,  ekki einsog hún hafi komið og troðið flösusjampói ofaní 2ja ára krakka til að sýna áhrifin.

Get your head outof your asses people and smell the real world.

Jóhannes H. Laxdal, 29.3.2010 kl. 15:05

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhannes, þú ert bölvaður dóni. Eru 2ja ára krakkar dýr?

Sæmundur Bjarnason, 29.3.2010 kl. 20:25

9 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Nei það eru þau ekki og það er pointið.

Að vera að fara á taugum yfir nokkrum dauðum gullfiskum eins og um væri að ræða hræðileg morð á manneskjum (og ég tók 2ja ára krakka sem dæmi) er bara merki um veruleikafirrun á háu stigi.

Geymið taugaveiklunina fyrir eitthvað sem skiptir máli.

Jóhannes H. Laxdal, 30.3.2010 kl. 12:53

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Svo má böl bæta
að benda á annað verra.

Sæmundur Bjarnason, 30.3.2010 kl. 16:56

11 identicon

Jóhannes þú ættir kannski að halda þessum steinaldar hugmyndum þínum um velferð dýra fyrir sjálfan þig. Eins og ég nefndi áður þá hafði þessi fréttamaður enga þekkingu til þess framkvæma þessa ömurlegu tilraun á gullfiskunum. það sem drap fiskana var ekki eitthvað efni í sjampóinu eins og fréttakonan vildi sýna með tilrauninni heldur einfaldlega sápan í sjampóinu sem eyðileggur tálkn fiskanna svo þeir kafna og drepast á löngum tíma.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband