Nafn á eldstöðvarnar.

Ég heyrði auglýsingu á Rás1 í dag þar sem verið var að óska eftir nafni á eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Undir eins datt mér í hug nafnið Hruni. Bara svona í höfuðið á hruninu. Þá heyrði ég restina af auglýsingunni hvar tilkynnt var að ein af vélum Flugleiða myndi bera nafnið. Þá skyndilega fannst mér hugmyndin ekki eins góð.

Annars erum við að skríða uppúr óveðrinu hérna vestra. Ef óveður skyldi kalla. Rafmagnið fór nú ekki einu sinni af nema í fjórar mínútur eða svo.  En Óshlíðin er ófær. Sem er slæmt fyrir þá Ísfirðinga sem eiga leið hingað úteftir. En hún hlýtur að verða rudd á morgun og þá ætti þeim að líða betur.

Unglingurinn losnaði við teinana af tönnunum í morgun og sá yngsti missti fyrstu tönnina í dag. Reyndar er orðið "missti" kannski ekki alveg það rétta. Móðir hans reif hana úr eins og aðrar lausar tennur. En hann var ekki ósáttur við það og engin þörf á að hringja í Barnaverndarnefnd. Ég get hvorugt séð í friði, lausar tennur og bólur. Bara VERÐ að setja puttana í hvorttveggja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHA góð Ylfa!!!

yrsa horn helgadottir (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband