Framboðslisti bæjarmálafélagsins

fyrir forval/prófkjör, er tilbúinn!!

Um 20 manns bjóða fram krafta sína í þágu Bolungarvíkur fyrir hönd Bæjarmálafélagsins í Bolungarvík. Undanfarnir dagar hafa verið skemmtilegir og ótrúlega fræðandi fyrir nýgræðing eins og mig. Það hefur verið svo skemmtilegt á kosningasetrinu okkar að Höfðastíg 6, við að spá og spegúlera, tala við fólk og plana framtíðina, ræða daginn og veginn, það sem skiptir öllu máli og það sem skiptir minna máli.

Það er svo innilega í anda félagsins, að þegar við fórum að huga að því að á morgun þyrfti að bera listann út og því væri ekki seinna vænna en að koma honum í póst, var hreinlega ákveðið að skipta hverfunum upp og koma sér í heilsusamlegt form með því að bera þetta út sjálf! Svo að á morgun og hinn verðum við á þeytingi við að koma nöfnum frambjóðenda til íbúanna. Svona á þetta að vera!

Prófkjörið/forvalið sjálft verður svo á sunnudaginn í Verkalýðshúsinu. Ég er svo ánægð með fólkið og ég er svo ánægð með hvað ég hef kynnst mörgum skemmtilegum einstaklingum undanfarnar vikurnar. Allsstaðar leynast fjársjóðir í fólksfjöldanum.

Það er vorhugur í mér og það er í mér einhver bjartsýni, sem sjálfsagt er hrein geðveiki að finna til, - þessa síðustu og verstu tíma, en ég finn samt þessa góðu tilfinningu inní mér. Ég hef tilfinningu fyrir því að allt fari vel. Og það er svo góð tilfinning. Ekta svona vorstemning. Maður finnur að ljósið sigrar myrkrið alltaf að lokum, veröldin er full af yndislegum hlutum, þrátt fyrir allt þetta erfiða og ljóta, og einmitt núna kem ég auga á svo marga þeirra.

Ég hlakka til komandi vikna. Ég kvíði samt að vissu leyti fyrir kosningabaráttunni. Pólitík hefur engan vegin það orð á sér að hún sé holl fyrir sálina. En ég trúi því að með því að vera heiðarlegur, málefnalegur og hafa hemil á persónulegum skærum, sé hægt að komast í gegnum hana með bravör, reynslunni ríkari. Ég væri að ljúga, ef ég segði ekki að ég væri smeyk við að fólk fari að níða af mér skóinn, bera mig út, tala um mig á niðrandi hátt og jafnvel spinna upp um mig allskonar sögur. Annað eins hefur maður heyrt að fylgi blessuðum stjórnmálunum, og hefur kynnst því í gegnum tíðina að manneskjan getur verið grimm þegar hún gætir eigin hagsmuna. En bakið er breitt og ég hef hingað til getað horfst í augu við þá sem eiga horn í síðu minni. Enda hef ég afar myndarlegar síður!  Og stór augu líka! ToungeSjálf ætla ég að hafa að leiðarljósi að vanda mig í mannlegum samskiptum, hvort sem um ræðir þá sem deila með mér starfsemi Bæjarmálafélagsins, eða annarra.

Ég segi bara eins og Oscar Wilde; það er í lagi, svo fremi sem talað er um mig.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Óska þér bara góðs gengis í komandi baráttu:)Hverskonar framboð er þetta,óháðir eða hvað:)

Halldór Jóhannsson, 26.4.2010 kl. 23:02

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já. Bæjarmálafélag Bolungarvíkur er félag sem stendur utan við hefðbundna flokkspólitík. Í því starfar fólk sem bæði er í hinum ýmsu flokkum og svo einnig fólk sem stendur utan við alla flokka.

Þakka þér fyrir góðar óskir Halldór!

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.4.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Ragnheiður

úff gangi þér vel Ylfa.

Þetta getur áreiðanlega verið ormagryfja !

Ragnheiður , 28.4.2010 kl. 18:59

4 identicon

Gangi þér vel gæskan,þú þolir smá nagg frá einhverjum leiðindapésum. En það er nú ekki margt slæmt sem hægt er að segja um þig elsku vina :) Allavega er miklu meira gott sem er skemmtilegra að tala um :)

Ella Rósa (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband