1.5.2010 | 14:23
1. maí og við drögum upp í heila stöng.
Fyrir mér er 1. maí einn hátíðlegasti dagur ársins. Alveg frá því að ég var smákorn hef ég vitað hversu gríðarlega þýðingu þessi baráttudagur hefur fært fólki. Og það var jafnvel áður en ég fór að lesa mér til um baráttu verkalýðsins um heim allan fyrir bættum kjörum. Baráttu sem síðan snérist sumstaðar uppí andhverfu sína vegna valdagræðgi, spillingar og þjóðlægrar heiftar. Kommúnisminn var fögur hugsjón líkt og frjálshyggjan er fögur hugsjón. En einhversstaðar í ferlinu missa menn sjónar á takmarkinu, hugsjóninni, og sökkva í fen mannfyrirlitningar, valdahroka, ofbeldis og fégræðgi. Kommúnisminn breyttist í skrímsli, byltingu sem át börn sín og frjálshyggjan hefur alla tíð alið af sér önnur skímsli. Ófreskjur sem fótumtroða réttindi allra til mannsæmandi lífs.
Allt sem til er í heiminum er til í mér.
Þetta þarf ég að sætta mig við. við öll. Það er erfitt. Erfitt að trúa því að við manneskjurnar séum í raun eins í grunninn. Síðan mótast hver og ein okkar af umhverfi okkar, aðbúnaði, leiðsögn og tíðaranda. En í okkur öllum býr allt það sama. Í öllum býr kærleikur, grimmd, ást, vonska, baráttuvilji, uppgjöf, reiði, gleði.... Svo fer það eftir lífsláni okkar hvaða kraftur verður ríkjandi. En öll erum við fær um það sama. Og öll erum við jöfn fyrir Guði. Sem í mismunandi útfærslum okkar, í þeim misjafna skilningi sem við í hann leggjum, samt hinn sami. Þegar okkur tekst að skilja þetta til fullnustu, ekki bara færa þessar hugsanir í orð, heldur virkilega skilja þær, þá verður mannkyninu borgið. ´
Og það mun gerast! Gleðilega hátið.
Athugasemdir
Það fer ekki endilega eftir "lífsláni okkar hvaða kraftur verður ríkjandi" mín kæra, það fer eftir því hvaða kraft við VELJUM að að láta ríkja :)) Takk fyrir daginn :)
Húsfrúin á Grundarhóli 1 (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 01:35
ahhh, rétt er það elskan. En ég lít svo á að valið sé einmitt hluti að lífsláni okkar. Partur af okkar láni er að geta valið. Sömuleiðis, takk fyrir daginn. Megi þeir verða æ fleiri í framtíðinni :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 2.5.2010 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.