11.5.2010 | 00:33
Skutull rauður, BB blár?
Tveir stórir fréttavefir eru starfræktir í Ísafjarðarbæ, annars vegar www.bb.is og hins vegar www.skutull.is. Annar vefurinn, þ.e.a.s. Skutull, er "málgagn" ákveðinna pólitískra afla og hefur aldrei reynt að fara í grafgötur með annað. Svo auðvitað bara ræður fólk hvort það kærir sig um að lesa þann vef eður ei. BB auglýsir sig aftur á móti sem "frjálsan og óháðan" miðil. Undanfarin misseri hefur mér þó fundið að sá ágæti fréttavefur hafi sinn bláa front af ástæðu sem hljóti að teljast pólitísk. Þessi grein hér rennir einmitt enn frekari stoðum undir þennan grun minn. Ég skil alls ekki svona blaðamennsku. Með fullri virðingu fyrir hinum mæta manni, Eiríki Finni Greipssyni, sem vissulega hefur fullt skoðanaleyfi og er, eins og ég þekki hann, bæði gegn og mætur maður, þá undrar það mig stórum hvers vegna í veröldinni það skiptir máli hvað honum finnst um þetta mótframboð??
Hvers vegna er ekki bara talað við frambjóðanda Kammónistanna sem um ræðir? Gunnar Atla? Af hverju þurfum við að vita hvort Eiríkur Finnur hefur athugasemdir varðandi framboðið? Af hverju er Albertína hjá Framsókn ekki spurð? Eða einhver af Í-listanum?
Bæjarins besta er ágætis blað. Og ágætur vefur. Ég skoða hann oft. Það er svo sem engin bein "fréttamennska" í gangi þar. Meira svona "hvað er að frétta" mennska. Ef þið skiljið hvað ég á við. Ekkert verið að kryfja málin eða neitt slíkt. Allir geta sent inn greinar og er það vel. En það er auðvitað athyglisvert þegar td. bæjarstjóri Bolungarvíkur fær stórt opnuviðtal stuttu fyrir kosningar og fyrirsögninni "rúmlega 300 milljóna króna viðsnúningu í Bolungarvík." er forsíðuuppslátturinn!
Ég bjóst auðvitað við því, -eins og aðrir að næst yrði þá talað við Soffíu Vagnsdóttur eða einhvern úr minnihluta bæjarstjórnar Bolungarvíkur, svo að janfræðis væri gætt fyrst BB var á annað borð að gefa Elíasi Jónatanssyni þetta fína færi á að auglýsa þennan viðsnúning svona kortér í kosningar, en nei. Því er ekki að heilsa. Ekki enn a.m.k.
Ritstýring Bæjarins besta er að mínu mati heeeeelblá. Sem væri í allra besta lagi EF þeir gæfu sig hreinskilnislega út fyrir það. "frjálst og óháð" finnst mér engan vegin eiga við í sambandi við BB. Blái litur forsíðunnar er afskaplega viðeigandi. En að yfirskriftin sé "frjálst og óháð" blað, -finnst mér ekki jafn viðeigandi.
Athugasemdir
Góð grein hjá þér.
nágranni (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 09:46
Einmitt -þeir hjá BB hafa lengi verið bláir og blána enn eins og ber á síðsumri.
I. (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 21:30
Ja, ég skal seint viðurkenna að bróðir minn sé blár, en þó starfaði hann á þessu málgagni um þónokkuð skeið, svona af og á. Kannski kom þessi bláa slagsíða þegar að hann hætti? Við ættum kannski að senda hann af og til á kaffistofuna að koma jafnvægi á málin?
Berglind (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 22:56
Veit ég Berglind með Bjarka - en ég á við eigendur BB.
I. (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 17:35
enda var fyrir nokkrum árum ákveðinn blaðamaður sem reyndi að vera ,,frjáls og óháður" látinn fara af blaðinu fyrir að skrifa fréttir sem hölluðu á sjallana...
Gleymum því ekki...
ísfirðingur (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.