VÓ, VÓ!!!

Sko, ég hef nú alveg samúð með fréttamönnum svona stundum þegar þeir gera vitleysur í tímahraki sínu. EEEENNN.... þegar farið er með fleipur í dánartilkynningu míns gamla og góða rokkgoðs þá verð ég nú bara móðguð.

Þessi bútur er tekinn úr fréttinni:" Auk þess að spila í Black Sabbath spilaði Dio með Heaven & Hell and Dio."

Uuuuu... halló? Hvað í veröldinni er Heaven and Hell and Dio? Heaven and Hell var fyrir það fyrsta ekki hljómsveit og það var ekkert AND Dio neitt. Dio var hljómsveitin sem gaf út plöturnar Dream evil og Rainbow in the dark. Snilldarverk báðar tvær og voru bókstaflega gataðar af nálinni á mínu heimili.

Mér finnst þetta ekki nokkur respekt hjá mogganum...... iss...

http://www.youtube.com/watch?v=QwX8yF8k0ls


mbl.is Ronnie James Dio látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ylfa, vissulega er þetta rangt i fréttinni, það var ekki neitt sem að hét "Heaven and Hell and Dio", en Heaven & Hell var engu að síður til. Heaven and Hell var saman sett af þeim meðlimum Black Sabbath sem að gáfu út "Mob Rules" og svo u.þ.b. áratug seinna plötuna "Dehumanizer". En vegna lögfræðiflækju máttu þeir ekki "toura" undir nafninu Black Sabbath.

Silli Geirdal (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 02:10

2 identicon

En allt um H&H hér http://en.wikipedia.org/wiki/Heaven_&_Hell_(band)

Silli Geirdal (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 02:15

3 identicon

Það gleymdist auk þess að nefna það í fréttinni að Dio söng líka með Rainbow og Elf á sínum tíma.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 03:58

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Var Heaven and Hell ekki plata? Með Black Sabbath? Eða lag? - ég hlustaði aldrei á BS, fílaði ekki það band. En mér finnst eins og þetta hafi verið lag eða plata, ekki hljómsveit. Googla þetta betur síðar. ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 17.5.2010 kl. 10:47

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jámaður! Og Rainbow! Klárlega eitt af bestu böndum sögunnar! Man on the silver mountain í flutningi Dio´s er ógleymanleg klassík!

Ylfa Mist Helgadóttir, 17.5.2010 kl. 10:48

6 identicon

Heaven and Hell var vissulega plata með Black Sabbath og því var hljómsveitin ,,Black Sabbath" með Dio í broddi fylkingar skírð Heaven and Hell nú þegar þeir tóku saman aftur fyrir ekki svo löngu.

Hreinn Andri (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 11:31

7 Smámynd: Grisemor

Reyndar gaf hljómsveitin Heaven and Hell út plötu í fyrra sem hét "The Devil you know". Í henni voru semsagt Dio, Iommi, Butler og Appice en máttu ekki lengur heita Black Sabbath. Frábær plata sem ég mæli með.

http://www.youtube.com/watch?v=QUs3i9oCs3U

Grisemor, 19.5.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband