21.5.2010 | 13:32
Fyrirspurn til ritstjóra Bæjarins Besta á Ísafirði.
Ég hef áður bent á í bloggskrifum mínum hversu mjög ég undrast það hvað ritstjórn Bæjarins Besta, eða www.bb.is á Ísafðirði text illa að dylja hægri slagsíðu sína. Það er ekkert athugavert við hægri slagsíðu í ritstjórn, en hún skal þá líka vera skilgreind rétt. Það er ekki alveg í takt við miðil sem skilgreinir sig sem frjálsan og óháðan, að liggja svo undir sífeldum ámæli fyrir að vera alveg algjörlega hliðhollur pólitískum öflum. Þetta orð hefur alla tíð, frá því að ég flutti hingað vestur, loðað við BB en ég hef sjaldan séð það jafn skýrt og nú. Ég bendi fólki á að lesa eldri pistil minn um þessi mál þar sem ég vísa m.a. í ítarlegt opnuviðtal við oddvita sjálfstæðisflokks Bolungarvíkur. Hann má finna hér neðar á síðunni. Þ.e pistilinn, ekki oddvitann!
Og nú, þegar líður að kosningum og frambjóðendur, ég þar á meðal, koma hugðarefnum sínum á prent og senda hinum "óháða" miðli, er alveg ótrúlegt að sjá hvernig flokkunin ræðst hjá ritstjórn Bæjarins Besta. Í dálkinn "pólitík," raðast greinar sjálfstæðisframbjóðenda en í "aðsendar greinar," sem eru neðst á síðunni, koma svo aðrar greinar. Þá er undantekin grein Magnúsar Reynis, hins skelegga, sem er núna staðsett neðst í pólitíska dálkinum. Aðrar greinar jafnaðar og vinstrisinnaðra eru neðst þó þær tengist pólitík alls ekki síður en þær sem hljóta "pólitísk" sæti á vefnum.
Því langar mig að spyrja; kæra ritstjórn, hvað er það sem ræður því hvar grein lendir á miðlinum BB? Miðlinum hafa verið sendar greinar, m.a. frá mér sjálfri, sem eru kyrfilega merktar "pólitík" en eru samt settar með "aðsendum greinum?" Hvernig flokkar ritstjórn greinar, pistla og pólitískar greinar hverja frá annarri? Mig fýsir í svör því að ég vil gjarnan senda inn grein í ykkar "óháða" miðil sem lendir í dálknum "pólitík."
Með fyrirfram þökk og von um svör:
Ylfa Mist Helgadóttir.
Athugasemdir
Láttu okkur endilega vita hvort þeir svara, hverju þeir svara og hvort þú fáir pláss í "pólitíska" dálkinum.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 03:13
Þegar stórt er spurt vill oft verða fátt um svör...eða alls engin!:)
Kristín Heimis (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.