Kosningabaráttan

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær ókeypis auglýsingu frá gagnframbjóðendum. :) Ákaflega áthygliverð grein sem vert er að lesa. Örfáar staðreyndavillur en þær eru leiðréttar í athugasemdunum neðst. Góða skemmtun.

Annars hef ég verið úti að ganga í blíðunni með fjórum öðrum frambjóðendum Bæjarmálafélagsins. Við tókum "fyrirtækjagöngutúr." Löbbuðum inní beitningaskúrana og fiskverkun JV og á Skýlið svo eitthvað sé nefnt. Gaman að hitta fólk og spjalla. Ég á pottþétt eftir að fara aftur niðrí JV fiskverkunina og fá að skoða vinnslusalinn og ferlið allt. Sem gömul "frystihúskerling" er ég alltaf svolítið spennt fyrir að sjá fiskvinnslusali.

Annars er bara sól og blíða dag eftir dag. Björgúlfur farinn í 10. bekkjar útskriftarferð og litlu ormarnir óþreyjufullir að komast í sumarfrí. Það er bara ég sem er búin að vera í sumarfríi frá því 10. maí!

blómakerið frá K-listanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þessi Anna alveg ný í bæjarpólitíkinni?  það er nú oft svoleiðis fólki sem verður hált á svellinu í fullyrðingum. Hún kannski kemur til

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband