Annasamir dagar!

Kæru lesendur, helgin hjá mér og undanfari hennar hefur verið ákaflega annasamur tími og því skort tíma til að elda, mynda og slá inn uppskriftirnar. En nú fáið þið góðan pakka í staðinn!

Á aðfararnótt föstudags var ég á næturvakt. Allir sem vinna næturvinnu þekkja hvað gerist þegar líður á nóttina og syfjan fer að ráðast á mann eins og seigfljótandi hunang. Augnlokin verða líkt og sandborin að innan, munnurinn þurr, höfuðið eins og grjót og hugsunin þokukenndari. Og samt, samt eru kannski FIMM klukkustundir eftir af vinnutímanum. Hvað gerir maður þá? Júbb. Seilist í súkkulaðið. Tertuna í ísskápnum. Afgangana af jólabakkelsinu, heitt súkkulaði, kaffi og tólf sykurmola.... BARA EITTHVAÐ MEÐ SYKRI! PLÍÍÍÍÍSSSSSS!?

Ég a.m.k er þessum ókostum búin. Kannski eruð þið laus við það?

En ég er farin að þekkja þetta og því hafði ég varann á mér. Ég tók með mér frosin jarðarber, krukku af góðu hnetusmjöri frá Sollu Himnesku, sykurlaust jarðarberja "sýróp" og butterscotch-"sýróp" einnig sykurlaust. Þið getið farið inn á kaffitar.is ef þið viljið skoða úrvalið af sykurlausum "sýrópum" þar. Ég nota þau dálítið mikið ásamt Xylitol-sætuefni, sem er náttúrulegt sykuralkóhól eins og sorbitól, mannitól og öll "tólin" en getur valdið virkilega lausum og frjálslegum hægðum, ef ósparlega er notað.....

Klukkan hálffjögur, gæddum við samstarfskona mín okkur á risastórum skálum með jarðarberjaís með heitri hnetusósu. Mmmmmm... hvað það bjargaði nóttinni fullkomlega!

Ísinn er einfaldari en allt!

Frosin jarðarber eru sett í matvinnsluvélina og "púlsuð" í sundur í gróft hröngl. Mjólk, ab mjólk, skyri, sýrðum rjóma eða hvað sem við viljum nota, er bætt smátt og smátt saman við og brúnirnar sleiktar niður á milli. (MEÐ SLEIKJU) Þetta er blandað af fullum krafti þar til kremað og þá er sætuefni af eigin vild sett saman við. Agave sýróp, sykur, gervisykur, sykurlaust sýróp... hvað sem þið kjósið. Og Voilá! Það er kominn þessi dýrðarinnar ís! Og hann er svo hollur og góður að hann er sko máltíð, ekki treat!

En til að toppa ís, þarf maður helst heita sósu?

Tvær kúfaðar msk af Solluhnetusmjöri eru settar út í sjóðheitt vatn, ca 1 deselíter, og það er þeytt saman. Síðan má setja sykur, caramel "sýróp" eins og ég gerði, nánar tiltekið ButterScotch, eða hreint kakó og hunang... þið látið bara ekkert stoppa hugmyndaflugið!

Sósunni er hellt yfir og þá erum við komin með;

Góð prótein, góða porsjón af ávöxtum, holla fitu, og umfram allt; dásamlega máltíð með nánast engri fyrirhöfn og mjög takmörkuðu samviskubiti!

Verið ykkur að svo virkilega, virkilega góðu!

Jarðarberjaís með hnetusmjörssósu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úúú..vá ekkert smá girnó !

Ég er svo háð hlutföllum...áttu ca þau á þetta ?

Vala Dögg (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 16:05

2 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Klekkaðör ís - og uppáhalds með kókossírópinu! Ég nota alltaf 240 gr jarðarber og ca 240 gr af mjólkurvörum með.

Hjördís Þráinsdóttir, 21.1.2013 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband