Kominn í heiminn!!!

New citizen Ég eignaðist lítin bróður klukkan fjórar mínútur í fimm núna í morgun. Hann er fullkominn og fallegur. Agnarsmár, enda erum við að tala um að ég hef ekkert annað séð en átján marka hlunkana mína nýfædda. Þessi drengur er eins og álfaprins. Í gærmorgun hringdi síminn hjá mér fyrir klukkan sjö. Það var faðir minn R.Vilbergsson að segja mér að stjúpmóðir mín hin fagra, og jafnaldra, væri búin að missa vatnið. Ég henti þrem brókum í tösku og brunaði af stað suður enda var búið að bjóða mér að vera viðstödd fæðinguna. Ég ætlaði sko ekki að missa af því. Enda náði ég suður á mettíma (sem má alls ekki berast til eyrna eiginmannsins sem er jú lögga!) og fór til Söru frænku að fá mér hænublund. Síðan eftir kvöldmat þá fór ég á Lansann. Þar var allt komið í gang. Fæðingin gekk afar vel en frekar hægt, enda fyrsta barn Tamilu stjúpu minnar. Á meðan ég upplifði með henni hríðarnar og sársaukann prísaði ég mig svo sérlega sæla fyrir að þurfa ALDREI aftur að eignast börn. Ég er sko alveg til í að EIGA börn, en fleiri börn koma ekki inn fyrir mínar legdyr. Hvað þá út! En álfaprinsinn fæddist eins og fyrr sagði laust fyrir kl: 5 og honum heilsast vel, mömmunni líka. Það þurfti aðeins að hjálpa til með sogklukku í restina svo að hann er með myndarlega strýtu á kollinum. Þetta var svo ótrúlega falleg og einstök upplifun. Að fylgjast með (án þess að vera kominn í annan heim af kvölum sjálf) hvernig líkaminn virkar í fæðingunni. Hvernig hann þokar barninu smátt og smátt niður og undirbýr sig allan fyrir að koma einstaklingnum litla í heiminn. Þetta er nánast helg upplifun. Yndisleg. En ég er orðin stóra systir og nú ætla að ég fara að halla mér. Ég er orðin hálf rangeygð af syfju og líkamlega þreytt eftir að hafa rembst í tvo tíma með Tamilu. Ég lykta af fæðingu. Hendur mínar ilma af nýfæddu barni og fötin mín eru öll í legvatni og allskonar gúmmelaði. Mér finnst ilmurinn sá besti sem ég get fundið og er að hugsa um að reyna að halda í hann í lengstu lög. Það ilmar ekkert eins og nýfætt barn og allt sem því fylgir. Góða nótt/dag. Hin þreytta en hamingjusama stórasystir, sem ætlar að sofa vel fram yfir hádegi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með litla bróður, hann er yndislegur!

Bryndís frænka

Bryndís Vilbergsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hjartanlega til hamingju med litla bródur kæra frænka.

ljós frá mér.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.5.2007 kl. 12:04

3 identicon

Hæ litla systir mín, til hamningju með að vera orðin stóra systir! En eftir því sem ég best veit þá ertu stóran í annað sinn:-)

Oh.. þetta hefur án efa verið ótrúleg upplifun, ég fæ nú bara tár í augun, Kveðja frá okkur öllum, YHH

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 13:04

4 identicon

Innilega til hamingju með litla bró!

Hann er gullfallegur eins og stóra systir eða réttara sagt stóru systur :)

saran (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:30

5 identicon

Til hamingju með litla bróður, endilega skilaðu kveðju frá mér til foreldranna!

Kveðja,

Elín Björk.

Elín Björk Jónasdóttri (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 17:00

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gútsí gútsj!

Til hamingju með litla bróður.  Hann er sætur.

Til hamingju öll fjölskyldan. Líka hin systirin.

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 18:20

7 identicon

til hamingju.  frábært að fá að vera viðstödd. kíktu endilega í kaffi ef þú átt lausa stund..

Nanna (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:57

8 identicon

Til hamingju með litla bróðir! Frábært að lesa færsluna þína :-)   Og svo er hann líka svona gífurlega fallegur og gáfulegur (kippir í kynið.. ) 

Svanhildur frænka                                            

Svanhildur (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:47

9 identicon

Til hamingju með litla bróður, hann er svooooo fallegur.Hlakka til að sjá hann.

Kveðja,Ásdís.

Ásdís (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 00:40

10 identicon

Til hamingju með litla bróðir ylfa mín, hann er algjört krútt, stór dökk augu og mikið dökkt hár bara eins og draumaprins ha, gaman að þú fékst að vera viðstödd.

Knús kveðjur Sigga frænka

Sigga frænka (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband