Sunnudagur....ekki til sigurs þó!

Ég var frekar framlág þegar ég renndi inn í bæinn í gærkvöld. Það hafði hvellsprungið hjá mér á leiðinni frá Reykjavík en ég var svo ljónheppin að vera komin í Skutulsfjörðinn. Þó að ég geti skipt um dekk á "venjulegum" bíl þá sá ég að þetta var mér ofviða. Hringdi í Einar Björgúlfsafa sem kom sem frelsandi engill og skipti um dekk hjá mér. Það var sko ekkert smá vesen!!! Svona stórir bílar eiga auðvitað að vera með sjálfvirka dekkjaskiptigræju! Ég er bara þakklát fyrir að hafa verið komin í símasamband!

Vegirnir eru ekki beint ferðalgasins draumur um þessar mundir og ég er hissa á að ekki hafi sprungið hjá mér fyrr í ferðum mínum. En eins og Valrún mín benti mér á í gær eru ferðir mínar að verða tíðari en Póstbílsins. Það er ferlega leiðinlegur kafli á Ströndum núna og mér skilst að óðaþensla eigi sér stað á Borðeyri því að bílaverkstæðið hefur vart undan að gera við bíla sem koma skældir og skakkir með ónýt dekk þessa dagana af Ströndunum.

 Halli fór á lögguvakt í gærkvöld og ég fór snemma í rúmið, sátt við það að ríkisstjórin væri fallin. Og svaf lengi frammeftir.  Mér var því skiljanlega áfall að kveikja á tölvunni í morgun og sjá breytinguna sem á hafði orðið. BÖMMER!!!!!

Það var ekkert annað að gera en að fara í sund með börnin og manninn og fjargviðrast í heitapottinum yfir kosningaúrslitunum. Ég gerði svona "netnaflaskoðun" þó að seint væri en sá að minnsta kosti að ég hafði kosið rétt!W00t

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 100%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 18%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
 

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs!
 Nú fer ég að vinna klukkan níu í fyrramálið á RÚV og verð allan daginn þar á næstunni. Það er ágætt. Einhver verður að vinna fyrir heimilinu. Halli er að vísu búinn að fá atvinnutilboð í Danmörku en við erum ekki enn búin að leigja húsið. Kannski er bara Danski draumurinn ekkert að rætast?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku YLFA, ég hélt að þið væruð búinn að leigja húsið ? þetta kemur samt allt, bara róleg. hafðu besta dag í dag, það ætla ég

knús steina frænka

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband