3.7.2007 | 17:59
"Álagafjötrar"
Ég las Colour Purple í gærkvöld./nótt. Alla. Langt síðan ég hef lesið hana og merkilegt nokk, hef aldrei séð nema brot úr myndinni. Ég ligg í suðurrískum bókmenntum þessa dagana. Nýlokin við "To kill a mocking bird." Það er góð bók! Svei mér ef hún slær ekki bara Daniellu Steel og Guðrúnu frá Lundi við!!
Annars er ég alvarlega að spá í að fjárfesta í endurútgáfu Ísfólksins. Ég las ALLAR bækurnar frá því að ég var krakki og fram á unglingsár. Sogaði þær bókstaflega í mig af mikilli áfergju. Um daginn gluggaði ég svo í "Álagafjötra" sem er 1.bókin og ég fékk algjört áfall. Bækurnar eru svo hræðilega illa þýddar!!! Það er varla að hægt sé að hafa gaman af því, þetta er svo pínlegt! Söguþráðurinn og konseptið snilld. Restin er eiginlega BARA glötuð. Skyldi ég hafa verið óvenju illa gefinn unglingur? Af hverju tók ég ekki eftir þessu? Mér finnst það mín heilaga skylda að lesa þetta allt aftur í réttri röð!
Og talandi um þetta. Í bókum Enid Blyton, sem fyrir mér voru algjört konfekt í æsku, eru miklar brotalamir. Fyrir það fyrsta eru bækurnar hræðilega leiðinlegar, þær blátt áfram eru gegnsósa af sexisma, og kynþáttafyrirlitning er augljós. Þegar farið er að tala um "surti" og "villimenn" þá hættir maður að lesa fyrir börnin sín!!! Hvort voru barnabókahöfundar fortíðarinnar svona lélegir eða börnin bara svona vitlaus??
Ég er að gera sultur. Þær verða til sölu á laugardaginn. Er búin að gera Bróm-hind og jarðarberjasultu, fagurrautt rabarbarahlaup, rabarbarasaft og núna er ég að sjóða strangheiðarlega rabarbarasultu. Kiwisultan og chutneyið verður gert á morgun.
Athugasemdir
Hæ Ylfa, það gengur á ýmsu þykir mér. Ég á ekki matreiðslubækur til að senda þér en mig langar að benda þér á einn uppáhaldsbloggara ef þú veist ekki af honum. Hann er gamall samstarfsmaður minn. Það er ragnarfreyr.blog.is Ég kann ekki að gera link,. Kveðja af Ránó, Ásdís.
Ásdís (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 01:01
elsku frænka, ég byrjaði eins og svo margir að lesa ísfólkið á sínum tíma, en fannt það strax algjört rusl !!! gat þar að leiðandi ekki tekið þátt í þeim spenningi sem fylgdi þeim bókum.
hafðu fallegan sultugerðartíma
ljós til þín
steina frænka
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.7.2007 kl. 05:03
Kæra uppáhalds. Hefurðu lesið Sultur eftir Knut Hamson.
Unnur Gutt (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 12:41
það hafa nú akkúrat verið skrifaðar margar lærðar ritgerðir um fordómana í enid blyton. þeir eru vægt til orða tekið hroðalegir. til hróss má hins vegar segja að georg er einn af örfáum kynskiptingum sem hefur notið alþýðuhyllli í barnabókmenntum. vegur næstum upp á móti því hvað anna er mikill aumingi...:Þ
og ísfólkið. reyna að leiða hjá sér þýðingarnar. það er nú með það eins og margt annað, maður fór þetta á hormónunum á ´sinum tíma..
nanna (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:53
mig langar í kiwisultu og chutney! póstkröfu takk.
nanna (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.