Hróarskelda

Ég hef farið á Hróarskeldu. Ekki þó hátíðina sjálfa heldur mikla landbúnaðarsýningu sem var haldin tveim helgum fyrr á sama stað. Tel þá upplifun alveg hafa jafnast á við Rokkhátíðina!!

Eftir að hafa lesið þessa moggafrétt hef ég ákveðið að svipta börnin mín þeim áður sjálfsögðu réttindum að fara á Hróarskeldu. Ja.. ég reyndar ætla að banna þeim að fara að heiman. Yfirhöfuð. Það er svo hættulegt.

ps) mér hefur alltaf funndist meira við hæfi að Roskilde væri íslenskuð "Hrosskelda." Hljómar mun betur en Hróarskelda. Whistling

 

Kissi kiss......


mbl.is Fjórar stúlkur slösuðust á Hróarskelduhátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ég er nú búin að sjá á eftir mínum drengjum á Hrossakeldu (miklu betra en Hróaskelda) í mörg herrans ár. Fyrstu árin var ég kvíðin en mér hefur lærst að það þýðir ekkert. Verst er þegar svona slysafréttir berast eins og um árið þegar einhver pallur hrundi og nokkrir létu lífið, þá er maður í taugasjokki þangað til maður heyrir frá þeim. Kiddi minn og kærastan eru þarna núna ásamt elsta barnabarninu, tæpra sautján ára snáða. Þínir strákar verða farnir fyrr en varir og þú getur EKKERT gert í málinu. Sorrý ljúfan, en svona er þetta bara.

Vilborg Valgarðsdóttir, 5.7.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband