4.7.2007 | 20:27
Hún ríður ekki við einteyming, Gæfan.
Rétt í þessu var Haraldur bóndi minn að mölva klósettið.
Það var einhver sprunga sem hann ætlaði að laga með fyrrgreindum afleiðingum. Það hittist vel á, í dag fengum við nýjan ísskáp, á morgun kaupum við nýtt klósett. Húrra fyrir því.
Hingað kom maður frá tryggingunum til að meta skemmdirnar í kjallaranum. Svo virðist sem við séum tryggð fyrir svona trjóni, enda borgum við einhver hundruð þúsund í tryggingar á ári. Held nú reyndar að við þurfum að fara að endurskoða það eitthvað. Við erum með þetta út um allt og höfum satt best að segja varla hugmynd um fyrir hverju við erum tryggð og hverju ekki. En það er nú víst þannig með flesta. Menn halda að þeir séu tryggðir þangað til eitthvað kemur fyrir. Þá er það eitthvað smátt letur sem gjarna dúkkar upp. En ég get ekki kvartað að sinni þar sem allar líkur eru á því að skaðinn verði okkur bættur.
Ég ætla að fara með Valrúnu á kaffihús á eftir. Er búin að punta mig og fara í skárri fötin. Ætlum á nýja kaffihúsið á 'Isafirði, Endenborg. Munur að skreppa eitthvað út, ekki með börnin í eftirdragi. Bara svona tvær fullorðnar manneskjur. Það verður notalegt. Við förum bara tvær. Enda er hún að fara á morgun. Svo fer hún til Danmerkur. Ég ætla að vera hér. Kannski bara ævilangt. Kannski eitthvað áfram. Veit ekki. Mér finnst yndislegt að vera hér. Enda er sumar og sól. Bjart allan sólarhringinn. Það er dásamlegt.
Lífið er dásamlegt.
Athugasemdir
Æ Æ þú átt nú eftir að sakna hennar vinkonu þinnar.... Góð kona... ég særi bara heimkomu á hana líka.... Hún kemur fljótt aftur.....
En þetta með klósettið ?? Fyrst ískápurinn ( eitthvað sett í hann) og svo klósettið ( sem á endanum tekur við því sem sett var í ískápinn ) Þetta eru skilaboð.. ummmm
Guðrún Sig (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:59
Því í ósköpunum er ég ekki í link á síðunni þinni Ylfa Mist?????
Sko við munum bjóða ykkur í mat fljótlega(vonandi) en fyrst er það brúðkaup bróður míns sem þarf að klára!!! Er að sjálfsögðu á fullu að hjálpa þeim þar :)
EN mikið er ég samt glöð að þú skulir ekki ætla að flytja í burtu.....það er nefnilega svo gott að vita af þér þarna hinu megin :) Bestu kveðjur úr því Gula.
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 01:07
elsku frænka, þið eru greinilega á einhverju ólukkutímabili, en þau ganga oftast yfir!
hróaskelda er ekkert slæm, og heldur ekki hátíðin. ég hef verið svo heppinn að börnin mín fara á hátíina og koma svo heim á kvöldin ! vonandi gerir Sól það sama þegar að því kemur. ég á nefnilega heima í bakgarðinum !! það var gaman á landbúnaðarsýningunni, ekki satt. ég hef oft farið á landbúnaðarsýningarnar, en aldrei á Hróaskelduhátíðina.
Knús og Ljós
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 07:25
Veistu elsku GóGó mín, ég bara KANN ekki að gera link. ´´Eg er búin að reyna að gera tenglasafn en það bara virkar ekkert. Ef þú prófar til dæmis að fara á sörulink og myndalinkinn minn hérna til hliðar þá virka þeir ekki. Eitthvað pikkles á þessu :)
Þú verður bara að færa þig á Moggabloggið og þá kemur svona linkur á þig með mynd og allt :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 5.7.2007 kl. 10:41
Ó elskulegust, ég verð nú að segja að það gleður mitt litla hjarta að vita af þér í víkinni ef ég skelli mér vestur með Unu Guðrúnu. Ég panta þá að mæta í kaffi og fá amk eina sultuuppskrift, PANT ! Una sagði líka að Bolungarvík og Dalvík væru svo líkar, eins fjöllin í kring og allt svo fallegt, þannig að ég óttast eigi að mæta á staðinn...ætli mér eigi eftir að líða eins og ég sé bara komin heim ??? Já mér er bara spurn ?!
Stína Dallasmær með meiru (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 09:27
Ég spái því að þú verðir ástfangin, Stína Dallasmær. Af fjöllunum og hafinu. Gott ef ekki eins og einum manni eða svo. Þú kemur og ferð aldrei aftur. Ég spái því.
Ylfa Mist Helgadóttir, 6.7.2007 kl. 10:07
Hahahahahaha!!!
Svona menn, Anna, eru DÁSAMLEGIR!!!!
Ylfa Mist Helgadóttir, 10.7.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.