6.7.2007 | 12:34
Hörmung
Og við sem erum að taka upp úr kössunum. Ætli Þetta verði ekki til þess að Bolungarvíkin fagra leggist algjörlega af? Ég er einmitt núna að passa hund fyrir konu sem flutti í fyrra til Flateyrar. Maðurinn hennar var á sjó á Flateyri. Þau keyptu hús, fengu afsal, hann fékk uppsagnarbréf og er nú kominn á sjá í Grindavík. Þetta eru örlög margra. Þrátt fyrir það að einmitt það fyrirtæki sem maðurinn vann hjá hafi ekki verið í meiri kröggum en svo að enginn byggðakvóti hefur árum saman farið til þess. Hvenær ætlar fólk að átta sig? Hvenær ætla kjósendur að átta sig? Hvenær gerir fólk sér grein fyrir því að það ber sjálft ábyrgð á gerðum stjórnvalda? Með því að kjósa.
Við erum örvitar og komið er fram við okkur sem slíka. Það er bara sanngjarnt.
Nenni ekki að skrifa meira um þetta. Gerir mér svo gramt í geði. Ætla bara að einbeita mér að sultugerð. Hugsa að Bolungarvík verði bara að fara að gera út á ást og sultur. Breyta fiskvinnslunum í sultuverksmiðjur. Breyta beiningarskúrunum í ástarhreiður.
Nýja klósettið er komið. Það er bara töluvert þægilegra en það gamla.
Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sultuverksmiðja - þú sagði það sjálf. Hvar er nú auður í krafti kvenna og hver getur sýnt þér ábatasömustu leiðina til að þú verðir Sultudrottningin, með eigin verksmiðju og útflutning og umsvif - t.d. til Danmerkur. Ég veit ekki betur en þeirra eigin fabrik sé orðin lúin og gammel. Dronningens syltetøj! Hljómar vel. Þeir eiga eftir að naga sig í sultukámug handarbökin yfir að hafa misst þig úr landi.
Kemst því miður ekki á túr með Ljótu um Vestfirðina. Kem næst - hvort sem það verður með einn ljótan eða allan hópinn.
Bestu kveðjur
Hulda
Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 15:52
Sótti einmitt um styrk í atvinnusköpunarsjóð kvenna fyrir slíka fabrikku ekki fyrir svo löngu. Fékk hann ekki. Ég verð bara að tala við bankastjórann. Mikil ósköp. Danir geta étið sultuna mína, það geta allir. Nema þá helst ég. Er eiginlega komin með sultuóþol. Hef ekkert gott af henni hvort eð er....
Leitt að þú komir ekki með esskan. Hebbði verið gaman. Þú kemur bara í húsmæðraorlof með sultugerðarnámsskeiði inniföldu. Það er obbosslega vinsælt núna ;o)
Ylfa Mist Helgadóttir, 6.7.2007 kl. 16:36
En að selja sultulegna síld? það gætu fylgt henni núðlur :)
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 16:54
ég var ekkert að grínast með póstkröfuna sko...kiwisultu og chutney, dalskógar 11. 700 egilsstaðir...
nanna (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 00:12
Ég skal senda þér þetta á mánudaginn Nanna mín.
Júlli! Þú ert þvílíkur matarPERVERT!!!! Enda eini maðurinn sem ég hef vitað til að borði núðlur með marineraðri síld!!!
OJ
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.7.2007 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.