07.07.07

Vinsæll dagur til að gifta sig. Skilst mér. Ég og Halli völdum ekki svona flotta dagsetningu. Meira svona; 16.07.05. Ekkert smart við það. Nema hvað að þetta var auðvitað flottasta brúðkaupið!

029

Bolvíkingar ætla held ég ekkert að vera að gifta sig í dag. En þeir ætla að halda markaðsdag! Og þar ætla ég að selja sultur!

Á boðstólnum verða:

Rabarbarasaft, rabarbarahlaup, strangheiðarleg rabarbarasulta, kiwisulta, krydduð eplasulta, appelsínuhlaup, mandarínumarmelaði, bróm- hind og jarðarberjasulta, jarðarberjasulta og að lokum hindberja og brómberjahlaup. Ég held að þá sé allt upptalið.

Verði velkomin að versla.

IMG_2669


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vonandi gekk vel kæra frænka

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 16:47

2 identicon

Til hamingju með fyrsta og þriðja !!!... Vonandi jarðaberjasultan sem ég keypti ?

Það var reyndar brúðkaup í víkinni í dag. Í Súðavík, á Núpi í Dýrafirði ..og kannski víðar , ... En ekkert á Ísafirði,meðalaldurinn kannski orðinn ansi hár þar. En sá á götu ömmur með barnabörn , líklega að barnapíast svo foreldrarnir geti fagnað með hjónum.

Guðrún Sig (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 19:44

3 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Ylfa mín. Sultan sem ég fékk hjá þér í Víkinni í dag er alveg unaðsleg, takk fyrir mig, já og velkomin aftur, gott að fá þig til baka.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 7.7.2007 kl. 22:29

4 identicon

Gúffgúffgúff - hvenær get ég gengið að þessu gúmmulaði þínu í búð - hvar sem er í heiminum! Vonandi kemst ég einhvern tíma á sultugerðarnámskeið til þín.

Varðandi brúðkaupsdaginn ykkar þá sýnist mér dagsetningnin vera 7.7.7 þegar öllu er á botninn hvolft. Sko, 16 má umbreyta í 1+6=7 og 2005 sömuleiðis í 2+5=7.

Miklu smartara að hafa þetta svona innbróderað ;Þ

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Laufey B Waage

Fyndið með þennan flotta brúðkaupsdag 070707.  Það var víst alveg ótrúlega mikið um afbókanir. Fólk hafði bara pantað flotta dagsetningu með löngum fyrirvara, en var svo bara hætt saman þegar loksins dagurinn rann upp. Eða þessi sem tókst ekki að finna brúði fyrir tilskilinn tíma.

Laufey B Waage, 8.7.2007 kl. 14:15

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Upps þú hefur verið klukkaður af mér Hahaha. Viltu koma og vera barn aftur í smá tíma og leika við mig og hina ?

Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn og erum þannig öll hluti af leik sem er svo mikilvægt að muna þegar maður verður fullorðin.við gleymum því of oft þegar við verðum fullorðin og þess vegna er heimurinn kannski eins og hann er.

Svo er bara að fara í gang KLUKKKKK

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 08:07

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

NEI YLFA þetta er alveg læsilegt !!!! hvað ertu að stríða mér svona þegar þú veist að ég er svo panikeruð yfir því hversu margar klaufavillur ég geri alltaf !!!!

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 10:27

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband