10.7.2007 | 13:41
Sumardagur
Ég ætla að byrja á því að biðja Nönnu afsökunar á því að geta ekki sent henni sultu. Ég bara vissi ekki af fyrr en ég var búin að selja allar krukkurnar af umbeðnum sortum elskan ...
Helgin var frábær. Við fórum á varðeld á föstudagskvöldið, grilluðum þar pylsur og horfðum,/og heyrðum Árna Johnsen sygja og spila. Tjah... maðurinn er frægur fyrir þetta svo að eitthvað hlýtur hann til brunns hafa að bera þó að ég, almúgakonan komi ekki auga á það. En eitt er víst. Ég hef aldrei sé nokkurn mann syngja "Minningu um mann" á jafn tregafullan og átakanlegan hátt. Maðurinn bókstaflega klemmdi aftur augun og í hverjum drætti andlitsins mátti lesa sorg og harm. Enda gríðarlegt harmaljóð þar á ferð auðvitað..........
Á laugardaginn stormaði svo fjölskyldan á markað og seldi vel á annað hundrað sultukrukkur. Það var yndislegt veður og stappa af fólki. Allir svo glaðir og kátir. Halli var að vinna um kvöldið og ég að fara að vinna á sunnudagsmorguninn svo að við slepptum því að fara á ballið sem var haldið en ég fékk nú samt smá uppbót því að hann Friðrik Ómar kíkti í heimsókn til mín um kvöldið, hann var að fara að syngja á ballinu, og við rifjuðum upp gamla tíma á Dalvík. M.a þegar aumingja Frissi sem var lítill drengur þegar ég og systir hans leigðum saman gamlan hjall og hann vandi þangað komur sínar. Einn laugardagsmorgun þegar sól skein í heiði stímaði hann inn í húsið og upp á loft. Þar lá Ylfa Mist í timburmönnum, steinsofandi uppi í rúmi með enga sæng frekar en vant er og ....í engum náttfötum. Skemmst er frá því að segja að krakkareyið hrökklaðist til baka og síðan hefur hugur hans ekki staðið til kvenna!!!
Ég fór síðan ekki varhluta af því að ball væri nánast í næsta húsi. Hundurinn minn sá til þess í félagi við annan hund sem var hér í pössun. Þau hjúin bókstaflega voru með brjáluna alla nóttina og urruðu og geltu á alla þá sem nálguðust húsið of mikið að þeirra mati.
Urta geltir mikið miðað við labrador tegundina og það hefur reynst erfitt að venja hana af því. Okkur finnst þetta eiginlega óþolandi. En hún er sæt og yndisleg þrátt fyrir það.
Enn og aftur er dásemdarveður. Ég ætla að fara aftur út. Og í kvöld ætla ég að elda einhvern dýrindis fiskrétt í tilefni sumars og sólar.
Athugasemdir
kæra frænka, alltaf gaman að lesa eftir þig og lýsingarnar ekki af verri endanum, bæði um árna j. og þig.
knús í krús og ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 06:29
æj. þá neyðist ég bara til að sulta sjálf. til hamingju með titilinn og að hafa selt allt góðgætið. tek undir með söru, ætla að bregða mér út og veiða í matinn.
nanna (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 21:39
Sara! Hann sá töluvert umfram barminn. Það var nú málið ;)
Komdu bara, ég skal gefa þér gott að borða! Og Nanna mín, þér líka!
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.7.2007 kl. 21:59
Hæ Ylfa!
Nýfenginn áhugi minn á sultugerð er að fara með mig. Nú hef ég búið til rabbabarasultu og mér er spurn... má frysta afurðina? Eða er betra að geyma krukkurnar úti í bílskúr?
Annars biður Snorri að heilsa, ég held að hann bíði spenntur eftir næsta deiti. :-)
Kveðja vestur í góða veðrið!
-Elín Björk.
Elín Björk (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 11:55
Snorri Daníelsson má koma á deit með mér hvenær sem hann vill.
Það þarf ekkert að frysta rabarbarasultu. Það er svo mikill sykur í henni að hún geymist vel í eitt ár. Ef það er svalara í bílskúrnum hjá þér en inni við þá er fínt að setja hana þar.
Kysstu svo litla strákinn frá mér.
Ylfa Mist Helgadóttir, 12.7.2007 kl. 18:04
Ylfa min kæra. Ég var að klukka þig. Kíktu hjá mér.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 12.7.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.