17.7.2007 | 19:04
Svefgengill..ill...ll
Við fengum ferlega skemmtilega gesti í gærkvöld. Hér var setið, etið og spjallað þar til klukkan var langt gengin í þrjú! Það er gaman að eiga góða vini og skemmtilega fjölskyldu. Tveggja ára brúðkaupsafmæli er auðvitað enginn merkisdagur þannig sé en ég nýti hvert tækifæri til að bjóða fólki heim og sérstaklega hef ég ánægju af því að gefa því að borða!
En mikið andsk.. var ég þreytt í morgun. Ég er búin að vera eins og svefngengill í allan dag. Úti á þekju í vinnunni og hálf sofandi. Og af því að ég er nú svona vel gift þá kem ég heim, sest með tærnar uppí loft fyrir framan tölvuna og maðurinn eldar spaghetti bolognaise! Guðdómlegt. Svo ætla ég að fara snemma að sofa. Vinna á Skýlinu í fyrramálið og á Rúv eftir hádegi. Er að fara að leysa af í auglýsingum svo að það verður rólegt og gott. Aldrei þó að vita nema nýji yfirmaðurinn þar jaski mér í eitthvað. Hún á það til þessa dagana og ég kvarta hér með hástöfum. Opinberlega!!!
Ég er farin að hlakka til helgarinnar. Þá koma Ljótu Hálfvitarnir til að spila hér fyrir vestan. Ég ætla að sitja fremst og syngja með. Hátt! En nú eru kvöldfréttir sjónvarps hafnar og ég hef grun um að þar leynist frétt eftir mig. Best að horfa.....
Athugasemdir
Ylfa, hvað er Skýlið fyrir nokkuð? Þú hefir minnst á það áður hér á síðunni þinni en ég er engu nær.
Vilborg Valgarðsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:31
mig langar í svona konu frá Söru, kannski vil hún býtta á verkum ?
knús héðan !
Við vorum að panta ferð til New York !! Förum í oktober
Ljós til ykkar
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 08:16
Hæ .. gaman að rekast á þig hér - veit ekki hvort þú mannst eftir mér en við vorum að leika okkur saman í svarfaðardalnum sælla minninga hér fyrir "nokkrum" árum síðan (eru þau ekki orðin ein 6 eða 7?).
Skemmtilegt og líflegt blogg hjá þér. Vonandi hefuru það sem best
kv.Ásta úr LK
Ásta (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 11:36
Skýlið í Bolungarvík, Vilborg mín er öldrunarstofnunin, eða öllu heldur sjúkrahúsið hér í bæ. Kallað "sjúkraskýlið."
Ylfa Mist Helgadóttir, 18.7.2007 kl. 14:23
Takk Ylfa mín, þá veit ég það. Þú ert dugleg stelpa.
Vilborg Valgarðsdóttir, 18.7.2007 kl. 14:43
Kveðjur á Vesfirðina í sumarsólinni.
Gunni Palli
Gunnar Páll Gunnarsson, 18.7.2007 kl. 22:05
Ekki gubba næst þegar þú ferð yfir á bloggið mitt, ég er bara að reyna að vera fyndin
Vilborg Valgarðsdóttir, 19.7.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.