Ljótu Hálfvitarnir og leikhópurinn Lotta!

Þetta var ótrúlega skemmtileg helgi!

Ljótu hálfvitarnir spiluðu á laugardagskvöldið í Edinborgar húsinu á Ísafirði. Þeir voru hryllilega fyndnir og auðvitað söfnuður sérlega ljótra manna!! Læt nokkrar myndir segja allt sem segja þarf.

Armann og Toggi

Þeir kynntu sig á skemmtilegan hátt, m.a. var Oddur Bjarni sagður blanda af garðdverg og Hýenu auk íslensks rauðbirkis og kúluskíts:

Oddur garðdvergur

 

Hetja hafsins, Aggi. Hann er nú reyndar voðalega sætur:

verður aldrei aflakló

Inn á milli eru raktar örlagabyttur eins og Gummi Hafurs og Eddi sem kenndur er við Keith nokkurn Richards. Kallaður Eddi Richards.

Eddi og Gummi

Hljómsveitin Rotþróin sem allir þekkja... kom saman eftir margra ára viðskilnað félaganna Edda, Halla og Bogga. Því miður náðist kombakkið ekki á mynd en hér eru þeir samankomnir eftir tónleikana. Halli er auðvitað þessi fulli í miðjunni! :o)

Eddi, Haraldur og Boggi danski

Leikhópurinn Lotta sýndi Dýrin í Hálsaskógi á sunnudag, á gamla sjúkrahússtúninu á Ísafirði. Þar voru þónokkrir hálfvitar við leik ásamt óðum vinum úr Bandalagi íslenskra leikfélaga. Sýningin var algjör snilld.

Amma mús

Sá fágæti viðburður átti sér stað að Baldrarnir þrír hittust. Allir jafn skítugir í framan:

Baldur Ragnars, Baldur Hrafn og Baldur Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Mér finnst Baldrarnir sætastir

Gott þú skemmtir þér Ylfa mín þó kompaníið hafi verið ljótt fólk, hálfvitar og fullar rotþrær. Hvað er eiginlega í gangi á þessu landi okkar eða er þetta kannski allsstaðar svona? Þú hefðir geta valið um "settlegri" félagsskap þar sem ég ólst upp

Vilborg Valgarðsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ég man efti hinum geysivinsælu stórhljómleikum Rotþróarinnar í Sjalanum á Akureyri. Þegar þeir gerðu heiðarlega tilraun til að saga sviðið í spæni fyrir framan rokkelítu landsmanna

Gunnar Páll Gunnarsson, 25.7.2007 kl. 08:10

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman þegar það er gaman, ! skemmtilegar myndir kæra frænka

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 08:24

4 identicon

Ég varð vitni að þessum atburði, hafði reyndar ekki hugmynd um hverju ég var vitni að fyrr en undir lok kvöldsins.
Ég fílaði Rotþrónna þegar ég var unglingur, átti spóluna sem þeir gáfu út og sá þá á tónleikum ásamt öðrum böndum á Húsavík þegar ég var í menntaskóla.
Gaman að þessu :)

Unnar (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 08:26

5 identicon

Hva? Engar myndir af mér og Bibba? Erum við þá ljótastir?

Sævar (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:28

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jújú Kebbi minn kær. Það koma myndir af ykkur. Það er bara svo tímafrekt að hlaða þessu inn og þar sem ég er mjög tímabundin kona þá kemur þetta smátt og smátt.... Vertu bara vakandi. Og nei. Þú ert auðvitað áberandi sætastur. MEð bollukinnarnar og allt!

Ylfa Mist Helgadóttir, 25.7.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband