Sem betur fer!

 

.........bý ég í Bolungarvík en ekki Ísafjarðarbæ og á ég þá ósk heitasta að þessi sveitarfélög sameinist aldrei, nema þá að Ísafjarðarbær geri verulega gangskör í því hvernig þeir standa að sínu fólki. Í Bolungarvík höfum við til allrar Guðs lukku eignast röggsama bæjarstjórn sem gengur í hlutina. Þegar Bakkavík lagði upp laupana þá réði bærinn til sín það fólk sem vinnuna missti til hinna ýmsu starfa. Sem útskýrir væntanlega hvers vegna það eru bara tveir á atvinnuleysisskrá í dag hér. Þegar útlitið var hvað svartast hér, þá var bara ráðist í framkvæmdir! Fegra bæinn, gera vatnsleikjagarð fyrir börnin við sundlaugina, laga ýmsa vankanta sem á bænum hafa verið mikið lýti undanfarin ár. Hér er sérstaklega vel búið að öldrunarmálum, svo vel að dæmin þekkjast um fólk sem hefur hreinlega flutt aldraða foreldra sína hingað, svo að þeir geti notið þeirrar frábæru þjónustu sem hér er. Heimahjúkrun sem og þjónusta er góð og leikskólinn, sem reyndar er löngu sprunginn (það þarf að laga hið snarasta) er með frábæra starfsemi!hér er lífið litríkt :)

Semsagt, í stað þess að drullast bara áfram í eymd og volæði þá rífa stjórnvöld hér í bæ, móralinn upp og gefa okkur íbúunum þau skilaboð að þrátt fyrir það að í augnablikinu sé róðurinn erfiður, þá hugsar bærinn vel um sína. Færri mál sett í "nefnd," bara vaðið í framkvæmdir. Aðgangur að stjórnsýslunni er auðveldur, bæjarstjórinn mætir í vinnuna og er samviskusamur og ég er ánægð. Vona að aðrir bæjarbúar séu það líka.

Sérstaklega þegar horft er til nágrannasveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar. Þar kveður við heldur annan tón.

Þessi stærsti byggðakjarni fjórðungsins, Ísafjörður, hefur ekki einu sinni almennilega sundlaug. Hvað þá meira! Leikskólagjöld eru þau hæstu á landinu meðan að nágranninn, Súðavík er með gjaldfrjálsan skóla hjá sér. Og það eitt hef ég heyrt af sameiningu Ísafjarðar, Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar, að íbúar telji þetta skref hafa verið mikla afturför hvað almenna þjónustu varðar. Þingeyri, sem eitt sinn var einn snyrtilegasti og fallegasti bær landsins, er hálfvegis að drabbast niður. Þar segja íbúar mér að eftir að bæjarstjórnin varð "ísfirsk" hafi lítið verið gert í umhverfismálum þar. Nema þá það sem íbúarnir sjálfir hafa auðvitað gert. Þetta kóperaði ég svo af BB vefnum í morgun:

 "Engin umhverfisverðlaun veitt í ár.

Umhverfisverðlaun Ísafjarðarbæjar verða ekki veitt í ár. Hjá tæknideild Ísafjarðarbæjar fengust þær upplýsingar að ekki hefði unnist tími til að undirbúa valið og því hafi verið ákveðið að slá valið af í ár. Fram til ársins 2003 voru valdir fegurstu garðar og götur sveitarfélagsins en sumarið 2004 var fyrirkomulagið endurskoðað og almennar umhverfisviðurkenningar til fyrirtækja, einstaklinga og bóndabæja veittar. Síðast voru umhverfisverðlaunin veitt sumarið 2005 en þau hlutu Bókhlaðan á Ísafirði og Gámaþjónusta Vestfjarða.

Þess má geta að stoltir garðeigendur á Suðureyri fengu sinn skerf er veitt voru verðlaun fyrir fallegasta garðinn og snyrtilegustu eignina á nýafstaðinni Sæluhelgi."

Einhvernvegin finnst mér allt vera í sömu átt þarna hjá þeim innar í firðinum. Nema hvað að fólkið stendur sína pligt og stendur sig eins vel og mögulegt er. Veitir bara sín verðlaun sjálft ef ekki vill betur! :)

 En stjórnsýsluna vantar eitthvað spark í rassinn. En svo kemur nú olíuhreinsunarstöðin eftir tíu ár og bjargar öllu. Verst að hér verður kannski bara engin byggð lengur. Nema þá rétt í nágrenni stöðvarinnar. En það verður þá bara þannig.  

 Hér eru líka allir í góðu formi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góð færsla! Aðgerðarleysi jafnast á við tvö skref aftuábak.

Ylfa Mist í bæjarstjórn. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 30.7.2007 kl. 14:30

2 identicon

Og svo "gafst " heldur ekki tími til að halda uppá 10 ára afmæli sveitarfélagsins í fyrra. Og þó.. minnir að bæjarstjórnin hafi fengið sér köku.

Guðrún (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já. Frekar lásí. Þú verður að flytja til Bolungarvíkur Guðrún mín :o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.7.2007 kl. 23:16

4 identicon

Ok. ertu að springa á reykbindindinu

Kristján (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hahahahahahahaha!!!

Nei, Kiddi minn. Hreint ekki.

Ylfa Mist Helgadóttir, 31.7.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband