1.8.2007 | 21:46
Ös undir Óshyrnu.
Mamma er hér í heimsókn. En að henni ólastaðri þá þykir mér öllu meira til þess koma að systursonur minn Kolbeinn er hér líka! Hann er tólf ára himnalengja, a.m.k 15cm hærri en frænka gamla!!! Þeir Björgúlfur eru svo góðir vinir og það er svo ferlega gaman að hafa þá hérna saman, unglingana tvo! Gelgjulega í mútum og allt!!
Maður er að verða gamall.
Tengdapabbi kemur á morgun og með honum bróðursonur Halla, Natanael, sem við höfum ekki séð í óratíma. Hann og Birnir eru jafn gamlir svo að það verður ótrúlega....hávaðasamt hér um helgina!Þeir eru auðvitað að koma í afmælið hans Birnis sem á að halda uppá á laugardaginn.
Og svo skilst mér að faðir minn, Helgi Von Sauðlauksdalur Þorsteinsson sé að koma ásamt sinni frú í næstu viku. Ætli Dr.Tóta mín elskulega reki svo ekki lestina og komi í berjaferð í Ágúst. Það verður nú aldreilis gaman!
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilega taugaáfallið í kommentakerfinu mínu. Á ég að gefa þér annað?
Einsi er óléttari en ég!
Siggalára (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 22:29
Sæl Ylfa. það er ekki verið að skafa af hlutunum hjá þér frekar en í gamla daga. Rakst óvart inn á síðuna þína á vafri mínu á netinu. Þetta er frábært hjá þér og nú býð ég í (ofnæmi) eftir næsta bloggi... ætla að reyna að kíkja hér inn reglulega.
kær kveðja :) Fribbi
Friðbjörn Baldursson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.