7.8.2007 | 12:19
Þar fór það.....
Svarið kom frá Háskólasetri Vestfjarða. Það var neikvætt. Ákveðið að ganga frekar til samstarfs við tölvufyrirtæki á Ísafirði í stað þess að ráða mann. Djöfullinn.
Við erum frekar fúl. Ég ætla að vera á bömmer yfir þessu í dag en jafna mig svo á morgun. Ætli það sé ekki passlegt bara? Hér með auglýsi ég því eftir propper vinnu fyrir rafeindavirkja með sérþekkingu á radar og því sem rödurum viðkemur. Hann er með MCSA (Microsoft certified system administration) ef einhver veit hvað það er.... ekki ég, svo mikið er víst. Launin eiga að vera yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Annað köllum við ekki laun hér á Vitastíg í atvinnuleysinu. Erum enn svo góð með okkur.....
Takk fyrir það.
Annars fór Kolbeinn systursonur minn með morgunfluginu og með honum Björgúlfur. Já, og auðvitað Mamma líka! Björgúlfur er farinn til að vera hjá pabba sínum og hin tvö til sinna heima. Helgi faðir minn ,Von Sauðlauksdalur Þorsteinsson og frú, koma í staðinn í dag. Rúmfötin komin í vélina svo að hægt sé að skipta um. Ég er að fara í vinnuna, Halli að leita að vinnu.
Langar að biðja ykkur að biðja með mér fyrir ungum vini mínum sem vill ekki lifa lengur. Sjálfsagt eru fleiri slíkir þarna úti. Það er hræðilegt og við hin frekar vanmáttug í stöðu áhorfandans. En bænin er máttug og því fleiri sem sameinast geta gert kraftaverk. Ungt fólk á aldrei að þurfa að efast um hvort það vilji lifa! Það á að fara á fyllerí, sofa hjá, laumast til að reykja í blautu tjaldi um verslunarmannahelgina og keyra á milli landshluta fyrir eitt ball. Án tillits til þess hvaða áhrif allt þetta hefur á framtíð þeirra. Ungu fólki á að finnast það ódauðlegt og máttugt. Því á að finnast sem allar dyr standi því opnar.
Það skiptir ekki til hvers við biðjum. Allir hafa sína trú. Hver/hvað það er sem trúað er á. Það er bænin sjálf sem skilar árangri. Jákvæð hugsun til annarra manneskja.
Athugasemdir
Ég er næstum sannfærð um að maður með svona flottan starfsmenntunartitil (sem hvorug okkar skilur) á kost á vinnu við hæfi hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu. Hver veit nema slíkur maður yrði nógu vel launaður til að geta keypt hús undir fjölskylduna á höfuðborgarsvæðinu - og átt gott orlofshús í Bolungarvík. Svo veit ég um ákveðna einstaklega, sem yrðu einstaklega hamingjusamir með að fá ykkur í hjólafæri eða svo.
Lagðist strax á bæn, - veit að hún svínvirkar.
Laufey B Waage, 7.8.2007 kl. 20:04
Takk stelpur mínar! Þið eruð sætar.
Sara! Þú kemur bara í sultufabrikkuna til mín og leigir þér íbúð fyrir stúdíó (sem má pottþétt reykja í! og þið Gísli verðið bara í fjarbúð. Þá getur hann bara verið í sínu Breiðholti. og þið hist um helgar.... en rómó....
Laufey. Ég er að vinna að því hörðum höndum að fá hjólafólkið hingað.....
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.8.2007 kl. 22:06
Elsku Yfla mín!! Bið fyrir unga vini þínum. Það er sorglegt til þess að ungur maður sem ætti að vera njóta líðandi stunda og skipuleggja framtíðina skuli lífa í svartnætti en lífið er ekki alltaf auðvelt. Bænin er sterk, sterkari ef við biðjum saman. Ég bið líka fyrir ykkur, er viss um að það kemur lausn. Þegar lokast hurð, þá opnast gluggi. Hef augu og eyru opin.
Hlýtt faðmlag frá mér,
ykkar Pálína.
Plína (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 23:07
Elsku Ylfa mín!! Bið fyrir unga vini þínum. Það er sorglegt til þess að ungur maður sem ætti að vera njóta líðandi stunda og skipuleggja framtíðina skuli lífa í svartnætti en lífið er ekki alltaf auðvelt. Bænin er sterk, sterkari ef við biðjum saman. Ég bið líka fyrir ykkur, er viss um að það kemur lausn. Þegar lokast hurð, þá opnast gluggi. Hef augu og eyru opin.
Hlýtt faðmlag frá mér,
ykkar Pálína.
Pálína Vagnsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 23:08
Var þessi staða auglýst? Ég sá hana ekki, enda hef ég ekkert verið að skoða atvinnuauglýsingar í nokkurn tíma. Annars finnst mér frekar asnalegt hafi staðan verið auglýst að ákveðið sé að ráða fyrirtæki í stað manns. Ég tel, með fulla virðingu fyrir fyrirtækinu, hvaða fyrirtæki sem um er að ræða að þessi stofnun þurfi að hafa persónulega þjónustu á staðnum svo að t.d. nemendur geti leitað til svo eitthvað sé nefnt.
Ég vona að vini þínum fari að líða betur. Við sem hjá stöndum getum oft lítið gert annað en að vera sterk við hlið þeirra sem líður illa. Ég skal senda fallegar hugsanir.
Unnar (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:27
Já Unnar, staðan var auglýst. Og ég held að þú hafir rétt fyrir þér hvað það varðar að betra sé að hafa starfsmann innanhúss.
Takk Pálína mín. Já það er rétt. Bænin er kröftug. Kröftugri en við oft höldum.
Ylfa Mist Helgadóttir, 8.8.2007 kl. 14:03
elsku frænka, ekki gott með þessa vinnu, þið hefðuð kannski bara átt að hanga fast við danmörk, dóttir mín ákvað allt í einu að hún vildi samt flytja til dk, fór á netið, fann hús til leigu í Lejre (það var bara eitt hús til leigu í öllu sveitafélaginu) og leigði það. það er rétt hjá okkur ! þau koma um miðja september ! var annars að koma heim frá svíþjóð frá dásamdarfeð í sænsku skógana og vötnum sem hægt er að synda alla daga, sól og mjög heitt. fer að vinna á morgun ! sumarfríið búið !
bið fyrir vini þínum !
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.