10.8.2007 | 19:50
Gamli heimabærinn...
Auðvitað er skömm að því að ég skuli ekki vera þarna með alla fjölskylduna! Í þau skipti sem ég hef farið sem eru reyndar bara tvö, hefur verið yndislegt veður, góður matur, frábær stemning og TROÐIÐ!!!!! Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Með mína fjörugu drengi, finnst mér hreinlega erfitt að rölta um minn gamla heimabæ innan um þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna. Þeir vilja gjarna stinga af á meðan ég tek upp þráðinn í spjalli við gamla vini og ættingja og ég lái þeim það ekki. En þegar þeir verða stærri þá geri ég ábyggilega eins og Svanhildur Jakobs og Logi Bergmann, kaupi mér "sumarhús" þarna á æskustöðvunum og býð í fiskisúpu á föstudagskvöldi. Og það verður ekki amaleg fiskisúpa það!!
Annars býð ég svöngum í heilsusamlega sveppasúpu með kókosrjóma og lauk, nýbakað speltbrauð og hummus hérna hjá okkur fjölskyldunni í kvöld. Það eru sko víðar súpukvöld en á Dalvík ;o) Aldrei að vita nema að ég gefi fólki líka að bragða Ástarvikusultuna 2007 sem til stendur að seiða fram í kvöld. Hún mun verða úr ferskum jarðarberjum og vanillu.............
Og við Bolsévíkarar verðum nú líka með okkar viðburð núna næstu viku, en eins og alþjóð veit verður Ástarvikan sett hér á Sunnudaginn:
ps) viðbót: ég ákvað að feitletra og undirstrika meint föðurnafn Svanhildar Hólm. Það skýrir sig í kommentunum! :)
Ástarvikumyndin 2007
Ótrúlegt mannhaf á Dalvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Setti krukkur í uppþvottamaskínuna í kvöld. Kem í morgunkaffi ( er það ekki klukkan 12:25 á þinn tíma ?)gef mér að smakka speltbrauð ?
gudruna (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 22:27
ást til bolungarvíkur !
Ljós
steina
Gunnar Páll Gunnarsson, 11.8.2007 kl. 10:31
Takk elsku Steina! Þú verður eiginlega að koma næst þegar það er ástarvika. Það er allt svo yndislegt hér þá. Nú er ég búin að vera að reyna að grafa upp rauðar seríur sem ég hef ábyggilega týnt í "flutningunum" til Danmerkur!!!
Gunna! Þú verður að flýta þér. Það kraumar í pottinum!
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.8.2007 kl. 13:23
Já, er Svanhildur Jakobs líka flutt til Dalvíkur?:-)
Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 15:24
Er hún ekki Jakobsdóttir????
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.8.2007 kl. 16:20
öööööööö....???????....Valsdóttir tel ég jafnvíst og að ég ét gras í borginni meðan unnustinn fór með ljótuna og hálft vitið til - jújú, Dalvíkur, til frú Valsdóttur!!! Og þá veistu Ylfa mín af hverju Toggi telst hálfviti, hann skilur alltaf eftir hálft vitið hjá mér því annars verð ég arfavitlaus ;Þ
Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 16:52
Hahahahahahaha!!! Ég get svarið fyrir að þetta er SYNDRÓM hjá mér!!! Ég bara GET ekki munað hvað fólk heitir, frægt eða ófrægt. Auðvitað er Svanhildur Jakobsdóttir sú sem syngur fyrir börnin!!! Söng meira að segja fyrir mig þegar ég var barn! Æi... hvaða máli skiptir þetta svo sem. Jakobsdóttir, Valsdóttir, Hólm eða eitthvað þaðan af.....
Á meðan þær ekki heita Tara Mist eða Aríel Ylfa þá er þetta allt ókey!
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.8.2007 kl. 21:23
Já.....júhú....:-)YHH
Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 16:01
JESÚS!!!
Elsku Anna mín... ég er orðin RANGEYGÐ! Hvernig VEISTU þetta????
Ylfa Mist Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.