Vertinn af Vitastíg

Það virðist einhvernvegin hafa farið í gang misskilningur varðandi nýju vinnuna mína. Ég var tvisvar í dag spurð hvort ég ætlaði ekkert að fara að segja frá "leyndarmálinu." Ég hváði, enda ekkert leyndó að ég er að fara að vinna á LangaManga á Ísafirði, sem er mitt uppáhalds kaffihús. Ég verð einskonar "mamma," þ.e. sé um starfsmannahald og ýmislegt fleira. Svo er komin nýr og spennandi vinkill á sultuframleiðsluna mína, en það er aftur á móti ómótað og því ekki prenthæft!

Annars er bara lífið gott. Ég er með stöðugan höfuðverk sem ég skil ekki af hverju stafar en að öðru leyti er heilsa heimilismanna bara fín. Halli vinnur ógeðslega mikið í Netheimum, finnst mér, þar sem ér er svo vön að hafa hann heima frá fjögur á daginn.

Björgúlfur var að koma heim, þessi stóri strákur. Hann keyrði vestur í dag með ömmu sinni og afa sem ég hugðist bjóða í mat og hafði af því tilefni eldað stóran pott af karrýi og plómugraut að auki. Mér til sárinda forsmáðu þau matinn og fóru eitthvað annað að éta. Svo að ef einhvern langar í karrý og plómugraut, þá er hægt að fá það hér! Ég ætla að fara út að ganga með tíkinni Urtu og Ragnhildi, perónulega nuddaranum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Ég er stórundrandi á þessum annars heiðurshjónum að forsmá matinn þinn. Ég mundi skreppa til þín og gæða mér á kræsingunum ef það væri "aðeins" styttra.

Laufey B Waage, 23.8.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já en elsku ylfa það kom fram á blogginu þínu að þetta væri leyndó !!!!

hafðu það best

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 06:12

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með nýju vinnuna.

Stælar í foreldrum mínum að afþakka matinn... skil ekkert í þeim.

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 23.8.2007 kl. 09:29

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Nei Steina mín, það stóð bara "meira um það seinna" og það var bara af því ég hafði ekki tíma til að skrifa um það þá :o)

Krúttið þitt....

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 09:57

5 identicon

Óprenthæf notagildi fyrir sultu... Get ekki af því gert að mér dettur ýmislegt óprenthæft í hug. Kannske lauslega tengt ástarviku?

Siggalára (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 13:30

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur ylfa ! bara smá að minna á "HEIMAR MÆTAST" Fimmtudaginn 23.8 kl 19,00 á íslenskum tíma og 21,00 á dönskum tíma opna Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir samsýningu á moggabloggi ! Allir eru velkomnir á fyrstu sýningu sinnar tegundar. Við viljum með þessari samsýningu sýna að allt er möguleg bæði hvað varðar sýningarrými og fjarlægðir. Við hvetjum fólk til að setjast niður við tölvuskjáinn með veitingar og taka þátt í þessari ósýnilegu tengingu landa og manna á milli. Listamennirnir eru staddir á heimilum sínum á opnuninni. Sýningin er opin allan sólarhringinn frá fimmtudeginum 23. ágúst til sunnudagsin 26. ágúst.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband