Þvagleggurinn

Bloggheimurinn hefur skekist og hrist(st) undanfarna daga út af þessu svokallaða "þvagleggsmáli." Þ.e. að tekið hafi verið sýni úr drukkinni konu með þar til gerðum þvaglegg, en konan ók bíl sínum útaf, var tekin og gaf ekki samþykki sitt fyrir fyrrgreindri sýnatöku.

Nú spyr ég eins og sá sem ekki veit: Ef ég er í Leifsstöð og er grunuð um að hafa fíkniefni á mér/inní mér, þarf að fá leyfi hjá mér áður en "hanskinn er settur á höndina?"

Tek það fram að ég er bara að spyrja, ekki að kasta fram skoðun á þessu annarlega máli. Sjálf ók ég undir áhrifum sautján ára gömul, skilaði mínum prufum eins og þæg, prúð stúlka, tók út mína refsingu og búið mál. Sé samt ekki jafnmikið eftir neinu eins og þessum ölvunarakstri. Jafnvel þó ég væri með lægsta prómillafjölda í blóði sem mögulegur er til sakfellingar. Því eins og mér var kennt: eftir einn ei aki neinn. Ég var búin með tvo. Og einn einfaldan líkjör. Þetta var í Keflavík.

En að spurningunni? Veit þetta einhver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég held að búið sé að kæra þetta mál og þá ætti að fást skýring á réttmæti þessarar gerðar.

Þórbergur Torfason, 23.8.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

veit ekkert !

en finnst spurningn þín góð !

knús og ljós til þín mín kæra 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Eru menn ekki sendir í myndatöku áður en hanskinn er rekinn upp?

Verð að játa að ef einhver myndi hóta mér þvaglegg þá myndi ég pissa niðurúr af hræðslu.

Spurning um að setja það í lögin að ef menn neita samvinnu þá verða þeir bara dæmdir fyrir hæsta mögulega prómill. 

Ef ég neita að borga skattinn minn þá er hann bara tekinn af reikningnum mínum no matter what. Svoleiðis eru bara reglurnar og ég get ekkert þrætt fyrir það. Kannski ekki góður samanburður en segir samt margt.  

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:16

4 identicon

Veit ekki betur en að það sé nú þegar lagaheimild fyrir a.m.k. ökuleyfissviptingu ef grunaður stútur neitar samvinnu.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband