24.8.2007 | 19:41
Þuríður Sundafyllir!
Af gefnu tilefni, vil ég algjörlega hvítþvo hendur mínar af því að vera leyniskrifarinn sem notar nafnið Þuríður Sundafyllir á vefnum Víkari.is.
Mér dytti aldrei nokkurn tíma í hug að vera með aðrar eins aðdróttanir og umræddur leyniskrifari, í skjóli nafnleyndar!!! Og ég er eiginlega hálf fúl yfir því að einhverjum detti í hug að bendla mig við þessa pistla sem ég hef í sannleika sagt ekki haft neinar sérlegar mætur á!´Mér finnst ekki einu sinni neitt sérlega smart að kalla sig Þuríði Sundafylli þar sem mörgum Bolvíkingi er þetta nafn frekar...tjah... heilagt? Og nota það til að viðra skoðanir sínar og gera þær þar með að hennar.
Sorrý, ekki minn tebolli. Með fullri virðingu fyrir höfundi að pistlum Þruíðar Sundafyllis. Þeir samræmast ekki mínum hugmyndafræðum.
Annars hef ég verið upptekin í dag við að gera Ribsberjahlaup. Alveg HELLING! Ég fékk stóran kassa af ribsberjum frá Berglindi og Palla Björgúlfspabba og stjúpu og á móti gef ég þeim krukkur af hlaupi. Svo var skólasetning í dag. Birnir ferlega ánægður með sig að vera að byrja í 1. bekk. Svo hitti ég GóGó vinkonu mína á LangaManga kaffihúsi. Við höfum náttúrulega aldrei nógu mikinn tíma til að kjafta og slúðra eins og við helst vildum, en ákváðum að mér og Halla yrði MJÖG fljótlega boðið í mat!
Rauðspretta á pönnunni og nýjar rauðar í pottinum. Best að fara að næra sig svo að maður fari nú ekki hungraður inn í helgina ;o)
Athugasemdir
HA ha ha! Svo sannarlega satt. Þú og konan mín (þær eru náskyldar) eru nefnilega haldnar sérstakri sannleikaþráhyggju og koma alltaf til dyranna eins og þær eru klæddar. Einu skiftin sem þær ljúga er þegar þær eru að stríða manni. Það getur stundum verið erfitt vegna þess að þær eru báðar meinstríðnar.
LOVE YOU Ylfa mín og í guðs almáttugum bænum EKKI BREYTAST AGNARÖGN.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 24.8.2007 kl. 19:57
þú ert sætust !
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 21:03
Las sundafylli eftir að hafa lesið færsluna þína. Helv. lík henni. Kannski báðar með góðan orðaforða , en vantar í sundafyllinn norðlenskuna og orðagljáfur þitt . þú ert hvítþvegin kona , enda fáklædd orðin. ( sjá mynd ) Þurftir að skrúbba af þér sundafyllinn ?
X-Kollegi (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 22:13
Rauðspretta og nýjar rauðar, ummmm ég fæ vatn í munninn. Rauðspretta er uppáhaldsfiskurinn minn. Sá fiskur sem ég elda oftast í seinni tíð.
Hlakka til að smakka rifsberjahlaupið. Ég gerði tilraun með sykurlaust rifs um daginn, en það hljóp ekki, - eins og sykraða hlaupið mitt hefur alltaf tekist vel, á einfaldan hátt (jú það voru græn ber með og stilkarnir voru ekkert farnir að þorna). Ég fæ kannski að hringja í þig til skrafs og ráðagerða.
Skil ekki hvernig nokkrum manni dettur í hug að þér detti í hug að skrifa nafnlaust. Með hugrakkari og heiðarlegri konum sem ég þekki.
Laufey B Waage, 25.8.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.