5.9.2007 | 17:37
Nóg pláss hér
Tjah... ekki tekur mig nema um það bil 10 mínútur að keyra í næsta bæ í mína vinnu á morgnana. Og einmitt á háannatíma, eða um 08.40. Eða er það ekki þá sem þessi frétt er gerð???
Fólk getur bara flutt út á land eða tekið strætó. Vorkenni þeim ekki rassgat.
Einu sinni sagði kona nokkur við mig og tónninn leyndi sér ekki:"maður velur að búa í bænum fyrir td. þau mannréttindi að fá ferskt kjöt..." Það er nú svo að kjötið sem við etum gerist ekki ferskara, hvað þá fiskurinn! Og ég get ekki ímyndað mér annað en það hljóti að slá í það á leið heim úr vinnunni, sé fólk fast í svona umferðateppum á leiðinni úr vinnu líka!!!
Morgunumferðin þung í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- bumba
- steina
- matthildurh
- juljul
- snorris
- krissa1
- rasan
- fjallakor
- katagunn
- sverrir
- daglegurdenni
- vilborgv
- vefritid
- vertinn
- bryndisfridgeirs
- harpao
- hallasigny
- gudnim
- rocksock
- skodun
- skjolid
- marsibilkr
- grazyna
- tolliagustar
- helengardars
- eggmann
- biggibix
- hugdettan
- glomagnada
- ringarinn
- laufeywaage
- gretaskulad
- gunnipallikokkur
- gudrunstella
- bifrastarblondinan
- tamina
- trukkalessan
- jonberg
- sigynhuld
- aslaugas
- heimskyr
- husmodirin
- malacai
- aloevera
- kruttina
- arnarholm
- beggita
- gattin
- skordalsbrynja
- xk
- ellasprella
- erlasighvats
- killjoker
- hiramiaogkrummi
- lostintime
- gunnurr
- veravakandi
- helgakaren
- himmalingur
- gorgeir
- hross
- sisvet
- sigginnminn
- stellan
- brv
- saemi7
- postdoc
- valli57
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ylfa mín, það er gott að búa í Hafnarfirði...einu aukaverkanirnar eru nálægðin við höfuðstaðinn.. komdu suður... nóg pláss....
Guðni Már Henningsson, 5.9.2007 kl. 20:38
Takk Guðni minn. Mig bara langar ekki. Fyrir mér er Hafnarfjörður bara hverfi í Reykjavík. Sorrý, veit að Hafnfirðingar verða æfir, en svona finnst mér þetta :o)
Plássið erjú nóg, en það KOSTAR líka sitt!!
Ylfa Mist Helgadóttir, 5.9.2007 kl. 21:28
og er strætó þarna út á landi ?
Halldór Sigurðsson, 5.9.2007 kl. 21:39
Ég er nú sammála þér Ylfa, það er ömurlegt þegar maður er að fara til rvk og ætla sér að "snattast". Það orð er ekki lengur við hæfi því eins og umferðin er orðinn í bænum þá fer maður í mesta lagi á 3-4 staði og svo er dagurinn búinn.
Guðni: umferðin frá/til Hafnarfjarðar er jafn hræðileg og í hinum "úthverfum" Rvk. Þurfti að "skuttla" frænda mínum í skóla einn sólríkan dag í vetur, vorum í 25 min að komast að Miklubraut og þar tók við 15 min bið að komast í Háskólann.
Halldór: Við höfum þann lúxus að geta gengið nánast á alla þá áfnagastaði þar sem við þurfum að sækja þjónustu. Strætóinn/einkabílinn notum við þegar að veðrið er slæmt eða þegar að við dekrum við okkur. Enda eru allir í góðu formi hér á Vestfjörðum.
Fulltrúi fólksins, 5.9.2007 kl. 22:49
Jæja, fyrst þú vilt búa áfram á Ísafirði. þá er það í lagi..heitir þetta annars ekki allt saman Ísafjörður þarna fyrir norðan?
Guðni Már Henningsson, 5.9.2007 kl. 23:03
Halldór: Já, það ER strætó hér :o) Svo höfum við Guðrúnu systur þína sem er stór plús....
Fulltrúi: Hver ertu? Takk fyrir greinagott komment :)
Guðni: Jújú, eitthvað svoleiðis. Það er í sjálfu sér ekki svo mikið atriði. Norðan.. vestan.. Akureyri... Hafnarfjörður... Ísafjörður...Bolungarvík
Þetta er farið að hljóma eins og lag með Bubba!
Ylfa Mist Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 09:22
Guðni: Ísafjörður er í Ísafjarðarbæ ásamt Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, Súðavík og Bolungarvík eru með sína bæjarstjóra og tilheyra því ekki Ísafjarðarbæ eða Ísafirði. Bara svona smá fróðleiksmoli á fimmtudegi.
Ylfa: Takk fyrir hrósið en ég svaraði Torfa spurningu þinni um daginn, getur séð svarið í Gestabókahlutanum á blogginu mínu.
Fulltrúi fólksins, 6.9.2007 kl. 13:18
Ég tel að það þurfi kjark til að standa við þá ákvörðun sína að búa út á landi eins og tíðin er á suðurlandinu þessa dagana. Ísland stefnir hraðbyri í að verða borgríki og tel ég að sú stefna sé stórhættuleg. Miðað við fréttir undanfarið er varasamt að skella sér á næturlífið, skilja við húseignina sína og hvað þá að fara í vinnuna. þar sem fjölmennið er, er hætt við að sérkennilegheit mannlífsins skolist niður í göturæsi borgarinnar.
Ylfa, þú ert stórgóður málsvari okkar landsbyggðatúttanna.
Ingibjörg S.Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:40
Ylfa, þú ert fín og ég er ánægður með að þú skulir standa hörð á þínu! Sjáumst í Lejre!
Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 16:44
Tað er ótrúlega auðvelt að sjá hvar Ísafjörður endar og Bolungarvík byrjar og það kemur meira að segja Hnífsdalur á milli og ekkert mál að aðgreina þetta allt saman.
En þó að ég þyrfti að bjarga lífi mínu þá gæti ég ekki aðgreint Hafnarfjörð, Kópavog og Garðabæ frá Reykjavík. Sorrý sami haugurinn fyrir mér.
Gló Magnaða, 6.9.2007 kl. 19:44
Ég sit í umferðarhnút hér um bil á hverjum degi núna á leið minni til vinnu enda bý ég í Hafnarfirði og vinn í Grafarvogi, sennilega í tveimur úthverfum Reykjavíkur að matri sumra. Mér fannst þessi umferð mjög ergjandi þegar ég stóð í þessu fyrst en tók mig svo á sálfræðinni. Mér gefst mjög sjaldan tími til að sitja ein með sjálfri mér og hlusta á útvarp, tónlist eða bara þögnina. Umferðin er svo hæg að með réttu hugarfari getur maður bara slappað af. Allra best fannst mér þó þegar ég tók upp á að hlusta á glæpasögur í geislaspilaranum. Þannig komst ég í gegnum bækur sem mig hafði lengið langað til að lesa en aldrei gefið mér tíma til að fara í gegnum, s.s. Mýrina og Grafarþögn. Ég vill líka benda á að það er til heill hellingur af íslenskum leikritum á CD.
Ég mæli með umferðarhnútum! Veriði bara tímanlega, andið djúpt og veljið ykkur eitthvað uppbyggilegt að hlusta á meðað þið liðkið æðruleysið.
Sigríður Karen Bárudóttir, 6.9.2007 kl. 20:06
Gott Sigríður Karen..þetta ætti að þjálfa þolinmæðina hjá manni, eða einsog einn maður bað; Góði Guð, gefðu mér þolinmæði og það strax! Það getur verið gott að eiga tíma með sjálfum sér..ég er ánægður með þig.
Auðvitað er hægt að sjá hvar bæjarmörk eru, það eru oftast skilti við bæjarmörkin!
Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 21:45
Það líður ekki langur tími frá því að bók kemur út að hún er lesinn inn á cd í MP3 formi. Það er líka hægt að versla sér svoleiðis diska með ensku tali á t.d. Amazon. Ég er alveg sammála þér Sígríður Karen, það er gott að hlusta á sögur hvort sem það sé í bíl eða flugvél
Fulltrúi fólksins, 6.9.2007 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.