Súpa dagsins

Siðan ég tók við móðurhlutverkinu á Langa Manga, hefur það verið mitt helsta markmið að vega hádegisverðinn "súpuna" til vegs og virðingar. Súpur úr pakka eru til dæmis bara ógeðslegar og ég myndi aldrei éta slíkt né hvað þá bjóða öðrum uppá annað eins. Súpur frá grunni, ýmist með baunum, grænmeti, fiski, kjöti eða bara hverju sem hugurinn girnist, alltaf með nýbökuðu, heimagerðu brauði. Þetta hefur mælst vel fyrir, enda ódýr og næringarríkur réttur. Við Gummi, sem á Langa Manga (heldur hann) ákváðum að til að geta verið með svona "súpueldhús" í hádeginu mætti það ekki vera of dýrt svo að við ákváðum að halda okkur við 550 krónur. 650 krónur ef fólk vill fá sér kaffibolla á eftir. Kaffið kostar venjulega 260 kr á kaffihúsum.

Það eru alltaf fleiri og fleiri sem koma orðið fast í hádeginu svo að ég vildi koma á einhverskonar "súpukorti" svo að fólk fengi einhvern afslátt ef það kæmi reglulega. Með aðstoð nágranna okkar á Rúv, hönnuðum við svona kerfi, maður borgar fyrir 4 súpuskammta en fær 5. Fimmti hver er frír. Auðvitað má kaupa 10 skammta og greiða fyrir 8 og svo frv. Sumum finnst líka þægilegt að geta greitt svona fyrirfram, t.d. um mánaðarmót og átt þá inni heitan hádegisverð þó að buddan tæmist eftir því sem líður á mánuðinn.

En í dag ætla ég að bjóða upp á kartöflusúpu með beikoni og graslauk, heimabakað hvítlauksbrauð og sítrónuvatn. Mér er ekki til setunnar boðið, best að fara og fíra undir kötlunum.

Góða helgi.

súpa dagsins

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Hugsa til þín í hádeginu þegar ég borða samlokuna mína. Hvað það væri nú gott að geta skotist á Langa Manga og fengið sér almennilegan hádegismat. 

Þórdís Einarsdóttir, 7.9.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Blessuð Ylfa mín

Ég kem pottþétt í súpuna hjá þér enda potturinn á myndinni ómótstæðilegur. 

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 7.9.2007 kl. 09:02

3 identicon

Ég er dáin úr (matar)ást og hjartað dælir súpu....SÚÚÚPU. Ég kem örugglega í hádeginu.

Annska (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Laufey B Waage

Mmmmm, hljómar unaðslega. Nú vildi ég vera á Ísafirði. Hvort ég mundi ekki koma. En ég ætti líka að geta verið duglegri við  míns eigins súpugerð. Borðaði 2 skálar af æðislega ljúfengri sætkartöflusúpu á hælinu í Hveragerði í gærkvöldi. Lifi súpan - a la Ylfa.

Laufey B Waage, 7.9.2007 kl. 11:04

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þetta hljómar vel....get varla beðið eftir því að komast í súpu og brauð hjá þér. Annars erum við svo heppin hérna hjá RUV í Reykjavík að hafa einn besta kokk landsins í mötuneyti okkar. Gangi ykkur vel á Langa Manga.

Guðni Már Henningsson, 7.9.2007 kl. 11:06

6 Smámynd: Fulltrúi fólksins

Ég hef aldrei komið til þín/ykkar í súpu en mun pottþétt gera það á næstunni, taktu eftir mér, ég mun brosa til þín blíðlega :)

Fulltrúi fólksins, 7.9.2007 kl. 11:17

7 Smámynd: Gló Magnaða

Minn fór á Langa Manga og fékk sér súpu.

Váá..... þvílíkt og annað eins namminamm.

Gló Magnaða, 7.9.2007 kl. 14:29

8 identicon

Uppskrift væri vel þegin. Beikon, Kartöflur og graslaukur er of freistandi.

toggi (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:57

9 identicon

OH!! Þú ert flottust Ylfa, en hvar er peysan?:-) Luvv YHH

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 16:16

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er alveg glæsilegt !

ég er sammála yrsu systur, þú ert flottust !

Ljós til þín

steina frænka 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 22:58

11 identicon

Hvaða hvaða, endalaust verið að mæra sultudrottninguna ! Og núna súpudrottninguna. Þú átt nú enn eftir að læra að blanda drykkina á Langa og ná upp í efstu hillu !

kúnni (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:40

12 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Gunna mín öllum finnst ég bara svo ÆÐISLEG:)

Mér finnst þú líja voðalega æðisleg. Takk fyrir að redda mér viskýflöskunni þarna um kveldið ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 12:29

13 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

Þetta er alveg hryllilega girnileg súpa! myndi sko skella mér þangað í hádeginu ef ég væri þarna á svæðinu!  

Helen Garðarsdóttir, 11.9.2007 kl. 13:55

14 identicon

Já það var sem ég vissi að Ísfirðingar og nærsveitamenn myndu allir fá matarást á þér, enda ert þú hin eina sanna Nigella Íslands og viti menn, innan skamms verður þú ´kominn í sjónvarpið með súpu og brauðeldamennskuna  inn í stofur landsmanna, sem munu slefa yfir sjónvarpinu og vestfirðir munu verða hið mikla matarmenningarpláss Íslands.Þangað munu flykkjast ferðamenn til að smakka allar hinu víðfrægu súpur og kræsingar á Langa Manga. Við þurfum enga stóriðju nema súpuverksmiðju kannski........og auðvitað sultuverksmiðju...allt með heimagerðu yfirbragði að sjálfsögðu....engin mengunarkvóti, nema kannski fyrir  metangasið sem er afleiðing af kartöflubeikon og kjötsúpuátinu...verði ykkur að góðu, dauðöfunda þá sem geta fengið sér einn eða fleiri súpudiska á Langa Manga þessa dagana. Snilldarlegt move hjá þér Matthildur !! Loveja Ylfan mín,  

Valrún (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband