Föstudagur og veðrið er fallegt

Forvitnin drap kýrnar...Hann Baldur Hrafn er hugaður ungur maður. Og hann stjórnar heimilinu. Á því er enginn vafi. Hann er ekki hræddur við nokkra nautgripi sem má sjá, hunda, ketti, fólk eða önnur ósköp. En hann er skíííthræddur í sundi. Og það er mjög sérstakt því við förum líklega oftar í sund en nokkur önnur bolvísk fjölskylda. Hann er algjör skræfa. Hangir í hálsmálinu á sundbolnum mínum svo að ekki er nokkur einasti maður orðinn eftir sem ekki hefur barið alla dýrðina augum.  En svo allt í einu vildi hann fá að hoppa. Og hann hoppar af bakkanum, heldur í hendurnar á mér og fer á bólakaf og svo strax uppúr. Rosalega duglegur. En um leið og settir eru kútar á barnið og honum sleppt, öskrar hann og segist vera "hrædd." Og segir svo að ég sé "ljótur" við sig að láta hann drukkna.......

Ég eldaði gúllassúpu í dag. Og með henni var ferskt salat með ólífum og nachos-bitum, heimabakað heilhveitibrauð og hummus. Eina manneskjan sem ekki borðar er ég sjálf. Mér hefur verið óglatt í nokkra daga og ef ekki væri búið að skothelda eiginmanninn og hormónavæða mitt leg, myndi mig gruna að ég væri ólétt. En ef svo væri þá væri það ekkert annað en kraftaverk. Og mikill harmleikur. Ég er nefnilega svo innilega sátt við að eignast ALDREI aftur barn. Drottinn minn hvað ég er FEGIN að sá kafli skuli vera liðinn í mínu lífi. En ég vona að ég lifi að verða amma. Það held ég að sé gaman.

Grjóthrun í Hólshreppi á að spila annað kvöld í Kjallaranum. Held að þeir komi til með að slá í gegn. Sjálf verð ég að vinna á LangaManga. En í kvöld ætla ég að liggja í rúminu og gera ekkert! Eftir að ég er búin að henda tilbúna Kjúklingnum úr Samkaup í heimilisfólkið og kokteilsósunni á eftir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Fær fjölskyldan nú bara bindiskita, eftir þú fórst að elda himneska hollusturétti fyrir vandalausa alla daga?

Laufey B Waage, 14.9.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: Gló Magnaða

Ég veit af hverju þú ert með ógleði....

Það er út af þessu hummus ógeði, ekki spurning.

Gló Magnaða, 17.9.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Enga fordóma.......

Ylfa Mist Helgadóttir, 17.9.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband