Ég er í kjörþyngd!

Samkvæmt nýjum lífstíl mínum sem hlýtur lögmálum aðlöðunar, er ég í kjörþyngd. Ég er fimmtíu og sex kílógrömm með flatan maga og stinn læri. Það er ekkert bingólegt við upphandleggi mína og undirhaka heyrir sögunni til. Ég er með vellagaða kálfa og passa vel í öll upphá stígvél sem ég máta. Fatastærð mín er aftur komin niður í 34. Ég er ekki með hrukkur, nema bara þessar fallegu í kringum augun og húðslit eru öll horfin. Ör og önnur sjáanleg lýti hafa máðst af líkama mínum, algjörlega sjálfkrafa. Ég er með þykkt og ræktarlegt hár sem síkkar svo hratt að ég get haft það sítt einn mánuð og stutt þann næsta. Ég naga aldrei neglurnar, þær eru vel hirtar og passlega langar. Tennurnar eru hvítar og beinar og munnhol mitt ilmar unaðslega. Líka þegar ég er nývöknuð.

Ég er falleg og svo er ég líka vinsæl. Öllum líkar vel við mig og allt sem ég tek mér fyrir hendur heppnast á besta hátt. Velgengni minni eru engin takmörk sett en þrátt fyrir hana er ég líka hin fullkomna móðir og eiginkona. Á mínu heimili er friður og ró, regla á öllu og allt strokið, hreint og pússað. Þvottafjöll heyra sögunni til og gluggarnir virka nánast sjálfhreinsandi, svo skínandi hreinir eru þeir alltaf. Ég er skarpgreind en reyni ekki að flíka því vegna þess að mér er hæverskan í blóð borin.

Það er dásamlegt að vera ég. Ég er stálheilbrigð og í frábæru formi. Ég get synt, lyft, hlaupið og púlað svo til endalaust án þess að blása úr nös. Orku minni eru engin takmörk sett.

Og eins og ef þetta dugar ekki, þá er ég fjárhagslega vel sett. Ég skulda ekkert en á dágóða upphæð í banka. Þá peninga mun ég nota til að ferðast þegar ég verð sest í helgan stein og nýt efri áranna í vellystingum og heilbrigði allt til dauðadags en hann kemur ekki fyrr en ég hef lifað til fulls og gert allt það sem ég ætla og vil gera. Þegar ég sjálf ákveð.

Reyni einhver að halda öðru fram en ofangreindu, skal þeim hinum sama bent á að lesa bókina "The secret.!"

 

Svona líður mér: Eins og í Vesprée auglýsingu!

Tekið í fyrrasumar, dönsk vinkona okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru nú takmörk ...

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

allir eru að tala um þessa bók !

ég vil bara vera llt þetta líka, og verði svo frá NÚ

AlheimsLjós til þín elsku vinur minn og frænka.

heldurðu ekki að hún elsku frænka þín Guðný Guðrún hafi eitt unaðslegu kvöldi með mér í kvöld hérna á bæ !!!

AlheimsLjós til þín

steina frænka 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Auðvitað ert þú æði!

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 21.9.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég vissi alltaf að þú værir frábær...

Guðni Már Henningsson, 22.9.2007 kl. 01:00

5 identicon

Frábært ;O) Þetta er góð lýsing á þér, amk hef ég þessa skoðun á þér og veistu verð bara að fara að koma þessari skoðun yfir á mig...hmmm já langar mikið að lesa þessa blessuðu Secret bók...forvitin og allt...

Hef því nú verr og miður e-h litla trú á svona sjálfhjálparbókum...en langar samt að sjá hvort þroskinn hafi ekki e-h aukist með árunum og ég hafi þá núna væntalega þroska í að lesa og SKILJA þessar sjálfhjálpabækur og náð þá í e-h fróðleik sem nýtist mér í að vera betri manneskja ;O)

Harpa Hall (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 17:26

6 identicon

ÞETTA HITTIR BEINT Í MARK!... já og allt þetta er satt það veit ég þar sem ég hitti þig svo til á hverjum degi og borða hjá þér baunakæfu og sellerí. En ég verð að upplýsa þig um sannleikann á bakvið dömubinda auglýsingarnar halló....þær eru ekki með bindi þær eru með álfabikar hahahha ég get svo svarið það

Greta Skúlad (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 18:11

7 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Ég er líka í kjörþyngd,og alveg upp á kíló--- en er með ranga kjörhæð ---argasta

Halldór Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 19:08

8 identicon

Þú ert æði ástin mín vá hvað ég dýrka þig stelpa haha bara kvitta

Gyða Mjöll (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 02:24

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er löngu hætt að henda peningum í svona skruddur.
Secret gleymið henni stelpur hlustið á eina með reynslu.
Við erum allar svona flottar, ríkar, ástleitnar, fullkomnar
og bestar í alla staði,
þurfum enga bók til að segja okkur það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband