8.11.2007 | 22:31
Fermingarplön og fleira
Nýkomin heim í hlað og eigum eftir að afferma bílinn. Ætlunin er að vakna eldsnemma í fyrramálið og vekja afmælisbarnið með nýbökuðum bollum og snúðum. Björgúlfur, elsti drengurinn minn verður 13 ára á morgun. Ótrúlegt. Hann fermist núna í vor og hefur ákveðið að hafa ekki veislu. Í staðinn pöntuðum við okkur ferð til Spánar með pabba hans og stjúpu, þeirra börnum og okkar börnum. Þetta verður semsagt svona stórfjölskylduferð. Við ætlum að vera í Salou sem er rétt hjá Barcelona.
Mér finnst þetta sniðug ákvörðun hjá drengnum og það er langt síðan hann ákvað þetta. Enda held ég að fæst fermingarbörn hafi ýtra ánægju af eigin veislu, án þess að vera neitt að alhæfa. Hef bara um þetta ákveðin grun..... Man sjálf ekkert eftir minni eigin veislu nema að hún var haldin á Sæluhúsinu á Dalvík og andrúmsloftið var einkennilegt. Ég man hinsvegar vel eftir athöfninni sjálfri. Þar komu við sögu glóðarauga, brennivínslykt, sólgleraugu og altarisganga ásamt sérlega slæmri kvíðatilfinningu. Ekki gleðileg stund í minningunni en allt slíkt má á áhrifaríkan hátt bæla niður :o) Allavega þá kostar svona ferð álíka mikið og ein góð veisla sem stendur í fjóra tíma max. En í staðinn má svamla í flæðarmálinu á trópískri ströndu í hálfan mánuð eins og hvert annað ofvaxið sjávarspendýr!
Sem betur fer eru "hinir" foreldrar Björgúlfs afbragðs fólk og skemmtilegt svo að ég held að þessi ferð verið bara flott. En fermt verður 15. mars í Hólskirkju í Bolungarvík. Við ætlum, stórfjölskyldan, að elda saman lambalæri eftir athöfnina, spila og halda almennilegt fjölskyldu partý. Svo verður hægt að nýta restina af páskunum í að fara á skíði ef einhver verður snjórinn. Ég hlakka agalega til. Hugguleg fjölskyldustund er einmitt það sem maður þarf á vetrum. Sem minnir mig á að það styttist í jól. Það eru Reykvíkingar sko búnir að fatta!!!! Þvílíkt rugl......
Jæja, góða nótt býður frúin í Hraunbergshúsi.
Athugasemdir
Jæja Ylfa mín,,aldrei nein lognmolla í kringum þig..ég hélt að þú værir komin í frí frá bloggheiminum en ákvað að kíkja inn"og hvað bara fullt af færslum"
Annars finnst mér þetta snilldar hugmynd hjá Björgúlfi varðandi ferminguna, en þetta er náttúrulega bráðgáfaður og yndislegur drengur sem þið eigið,,ertu annars orðin svona gömul,,að fara að ferma.Til hamingju með frumbuðinn á morgun,þú kyssir hann og kreistir frá okkur.
Kveðjur,Fríða Birna.
Fríða Birna (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 22:51
Mér finnst þetta alveg stórkostlegt hjá ykkur!! Björgúlfur er einstaklega heppinn drengur að eiga tvær yndislegar fjölskyldur sem geta SAMEINAST um hann, þegar svo ber undir. Það er allt of mikið um börn og unglinga sem eiga tvær fjölskyldur sem geta helst ekki verið undir sama þaki, - börn sem upplifa aldrei neitt sem heitir MÍN fjölskylda, heldur bara mömmufjölskylda og pabbafjölskylda. Þetta verður örugglega frábær ferð, - ég er strax farin að hlakka til að frá fréttir af henni. Samgleðst ykkur innilega - öllum níu!!
Laufey B Waage, 8.11.2007 kl. 22:53
Ohhh, get ekki beðið! Nú verð ég að fara að safna speeeki, ætla sko ekki að tapa í keppninni um ofvaxnasta sjávarspendýrið á ströndinni!
Já, við erum auðvitað algjör frík, þessi stjúpfjölskylda. Einhverjir halda kannski að við séum að rembast eins og rjúpur við staur að halda friðinn fyrir blessað barnið. En þetta er ekkert flókið. Þið sveitalubbarnir eruð bara svo skemmtileg að friðurinn kemur af sjálfum sér. Og ekki spillir fyrir þegar samskiptin eru smurð með rifjum, sultu eða öðru Ylfu-gúmmulaði....... svolítið pínlegt hvað við hjónin höfum mikla matarást á Bolvísku eldhúsdívunni.
Knúsið kútinn frá okkur í fyrramálið. Við hringjum nú og syngjum fyrir hann þegar líður á daginn og hann er almennilega vaknaður. Verðið þið ekki bara grýtt með bakkelsinu? B-genin frá Páli geta verið alveg stórhættuleg svona í morgunsárið.
kveðja, vonda stjúpan
Berglind (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:51
Kossar og knús til afmælisbarnsins .
Kannski ég ætti að fá leyfi hjá Páli til að segja hér á almannafæri mína uppáhaldssögu af B-genum og afmælisbakkelsi. Verst að hann er sá eini sem finnst sagan ekki fyndin og segir því örugglega nei.
Laufey B Waage, 9.11.2007 kl. 09:41
Til hamingju með þennan þrælskarpa strák. Hann hefur alveg örugglega meira gaman af þessu heldur en einhverri veislu. Stend einmitt frammi fyrir því að þurfa að láta ferma einn sem á fimmfalda stórfjölskyldu eftir 2 ár. Ég horfi vonaraugum til þess að "hinn" pabbi hans er kokkur.
Og, já, höfuðborgarbúar eru klikk. Ég þurfti í neyðarferð í Kringluna í gærkvöldi, og það var jólaös! En mér fannst jólaskrautið voða fallegt í rigningunni. :-)
Sigga Lára (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:20
frábær hugmynd hjá ykkur ! barcelona er líka algjör draumur, ég og sigyn fórum þangað í tvær vikur eftir ferminguna hennar.
hamingjuóskir til björgúlfs
Ljós
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 14:41
magnað og til hamingju!
Ræddum einmitt í dag þegar drengurinn fæddist, þegar ég bjó á AK:)
Frekar þroskuð samskipti á milli foreldra drengsins. Bara farið í utanlandsferð saman.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 16:23
Takk fyrir þetta öll mín kæru. Laufey mín, Palli verður ekkert reiður, held hann lesi aldrei síðuna mín hvort eð er. En Berglind gerir það og hún er í liði með okkur!!!! Berglind! Ef þú ætlar að ná þessu markmiði þá þarft þú að fara að herða þig góða mín. Ég skal gera mitt besta við að ala þig um páskana en þú þyrftir helst að koma um jólin líka! Nú, svo er voðalega vinsælt að láta sprauta í. Þú gætir orðið fyrsta konan á Íslandi sem er með "siliconýstru!"
Ylfa Mist Helgadóttir, 10.11.2007 kl. 11:27
Palli verður bara reiður ef hann les söguna klukkan átta að morgni! Svo er hann lesbildnru hvort eð er.
En án gríns þá vona ég svo sannarlega að Bongi beibí hafi ekki erft morgunviðskotaillskuna frá Páli. Annað eins finnst bara ekki.
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:36
Vildi bara kvitta, datt óvart inn á síðuna þina í gegnum Dallasvef.
Frábært að heyra að allt gengur smurt hjá þér og þínum.
Er einmitt með 3 drengi sjálf, og að fara að ferma eftir 2.ár og líst illa á að endurtaka veislu í "Víkurröst" fyrir minn elsta.
Vona þó að þú sért búin að átta þig á því að liðnir eru x tugir síðan við fermdumst.
Bestu kveðjur og til hamingju með frumburðinn þinn.
Agnes (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.