9.11.2007 | 18:01
Afmælisdrengurinn
Ég á þrjá drengi og enginn þeirra hefur verið kallaður "prins." Þjóðin hefur prinsa og prinsessuvætt börnin, ef skoðaðar eru heimasíður barnalands heita allar síður nafni barnsins, yfirleitt í hljóðfallinu "duddudu" og er undirtillinn gjarna: átta ára prinsessa, tveggja ára prins, nú eða: sex ára skvísa. Drengirnir mínir hafa aldrei borið þá gæfu að vera prinsar. Þeir væru í besta falli titlaðir smaladrengir eða bara forsetar. Baldur gengur stundum undir nafninu forsetinn. Kannski er þetta þjóðræknin í mér. Á Íslandi er ekki konungborið fólk og víst er að það er enginn í minni fjölskyldu með royal-rass af neinni gráðu. Við erum öll komin af sauðaþjófum og hórprestum eins langt aftur og vitað er. Lítill ættarljómi leyfir því ekki stássheiti eins og "prins."
Enginn drengja minna hefur heldur verið skírður "heitu," nafni. Sjálf heiti ég, sem kunnugt er, Ylfa Mist, á meðan ég hefði auðvitað helst heita Þorgerður eða Hrafnkatla. Sigríður eða Guðrún. Kjarngóð nöfn eru bitastæð og góð, enda var frumburðurinn nefndur því leikandi létta og skemmtilega nafni: Björgúlfur Egill. Og hann á einmitt afmæli í dag! Fyrsta kornið mitt er að verða að manni. Og þó að ég sé lítið fyrir tiltlatog barna, þá verður frá því að segjast að drengurinn er engill. Hann er englabarnið mitt og verður alltaf, þrátt fyrir að vera orðinn hærri en ég, kominn í mútur og allt það. Hann er prúður drengur, góður við minni máttar, duglegur að gæta bræðra sinna og almennt yndislegur ungur maður.
Athugasemdir
Innilega til hamingju með engilinnn elsku Ylfa. Og allir hinir auðvitað líka, finnst frábært að lesa um ykkar frábæru þroskuðu samskipti, því eins og Laufey bendir á er þetta alltof oft í hina áttina ( þannig er það í mínu tilfelli, ég er vonda stjúpan ! )
Bestu kveðjur vestur...eigið frábæran dag...
Harpa Hall (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 10:59
Hammó með ammó sætastur. Þú er kornungur konungur.
Kveðjur úr Kórnum
ÞE
Þórdís Einarsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:25
Jáááá.... Ylfa mín nú er bara að njóta tímans með börnunum (og honum)því manstu það styttist í að Thelma og Luis láti sig svífa inn í sólarlagið..........vinkonur hvað?... til hvers?.... þegar annað er hægt!
Margrét Skúladóttir, 10.11.2007 kl. 16:50
Til hamingju með drenginn. Það er eins og að það hafi verið í gær þegar við bjuggum á Mánagötunni. Gleðistund þegar þú sagðir mér að ég væri að verða pabbi. Bið að heilsa
Ella Rósa (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 20:33
Til hamingju með afmælið sæti :)
Jara Sól (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 23:32
Þá er bara að segja til hamingju með forsetann
Alva Ævarsdóttir
alva (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 00:03
Til hamingju með strákinn
Huld S. Ringsted, 11.11.2007 kl. 08:52
Sæl Ylfa Mist.
Datt inná síðuna þína fyrir tilviljun. Veit ekki hvort þú manst eftir mér en við vorum einu sinni saman á "ráðstefnu" í Munaðarnesi. C.a. þegar við vorum um fermingu. Gistum í sama bústað. En alla vega datt í hug að skella heilsun á bloggið þitt.
Kveðja Stella Levy
Stella Levy (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.