Pirruðpúnkturis.

Ég heiti Ylfa og er geðbólgin. Ég er í fýlu. Ég er árásargjörn. Hefnigjörn og erfið á flestalla lund.

Nú segið þið: Hæ Ylfa!

Þá segi ég: Geðvonskan hófst fyrir nokkru. Mér finnst allir vera hálfvitar, vitlausir og leiðinlegir. Lífið vera tilgangslítið, enda mannskepnan ómerkileg, heimsk og lygin. Hræsin, ljót og leiðinleg. Allt er mér á móti skapi og enginn gerir neitt rétt. Það eina sem ég hugsa um þessa dagana er hveru ömurlegt allt er. Og það er BARA af því allir eru svo GLATAÐIR. Fíflunum fjölgar stöðugt í kringum mig. Skyldi þetta hafa eitthvað með það að gera að ég þurfi að taka mig á í einhverju?

NEI.

Og það litla sem gengur upp er sko pottþétt MÉR að þakka. Það er vegna gífurlegrar útsjónasemi MINNAR. Af því að ÉG er EINA manneskjan með fulla fimm. Hinir eru bara hálfvitar. Ef einhverju er á annað borð viðbjargandi, þá er það vegna mín. Skyldi ég örugglega ekki þurfa að taka mig á í einhverju???

NEI.

Það er ekkert að hjá mér. Það eru bara allir aðrir sem eru FÍBBL.......

Best að gá hvort að sundsprettur lagar eitthvað ástandið.... ekki það að þið skánið neitt við það þó að ég hreyfi mig eitthvað.......

Best að gá samt......

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

já, það er ótrúlegt hvað allir eru alltaf stjúpíd.

þetta hefur nú hugsanlega og kannski eitthvað að gera með mann sjálfan sko. svei mér þá. hef sosum fílað mig eins.

en ylfa mist er rosalega flott nafn. vertu allavega glöð með það. við hin heitum yfirleitt eitthvað bara svona jón og sigurður og guðrún og sigríður og arnar og eitthvað...

arnar valgeirsson, 13.11.2007 kl. 18:14

2 identicon

Oft heyrt að þegar svona hugsun nær hámarki er viðkomandi oftast lagður inn á geðdeild....hversu langt ertu leidd....

Gæti verið að ástandið í heiminum væri að ná tökum á þér, þarftu að huga að því að byrja aftur á þessum geðlyfjum sem þú varst hætt á um daginn ????

Eða eru bara eintómir hálvitar eftir á vestfjörðum nú þar sem ég er flutt þaðan

valrun (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:01

3 identicon

Ging gang gúllí.....

Harpa Hall (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:35

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

hrrrrrumph...!

Þórdís Einarsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:03

5 identicon

Vona að geðið hafi lagast við sundsprettinn.  Kannast svooo við svona haha, gaman að lesa hjá þér.

Alva Ævarsdóttir.

alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:57

6 Smámynd: Gló Magnaða

Þetta eru fráhvarfseinkenni af því að þú er hætt í hummusnum. Þarna kemur í ljós hvers konar eitur þetta er.

Þraukaðu.... þetta líður hjá. Eftir nokkra daga verður þú hress og kát eins og ég.

Gló Magnaða, 14.11.2007 kl. 08:47

7 Smámynd: Katrín

Um að gera að lofta út þegar pirringurinn er orðinn mikill...stórhættulegt að byrgja hann inni.  Stormurinn gengur síðan yfir og á eftir kemur logn..í smátíma og svo byrjar að vinda aftur..that´s life

Katrín, 14.11.2007 kl. 10:39

8 Smámynd: Laufey B Waage

Ekki veit ég hvaða fíbbbli datt í hug máltækið: Þegar fíflunum fer að fjölga í kring um þig, þá er kominn tími til að líta í eigin barm. Svona orðatiltæki eru nú bara til að pirra mann.

Ég mæli með því að þú leyfir þér að pirra á þig og yfir þig, alveg þangað til þú færð nóg af því sjálf og finnur hjá þér þörf til að gera eitthvað annað.

Hvernig er það annars með Leyndarmáls-bókina sem datt inn um lúguna hjá þér í haust. Er hún pirrandi, ólesin, eða ...?

Laufey B Waage, 14.11.2007 kl. 11:15

9 identicon

Fáðu þér sígarettu :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:40

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

svona, frænka, kondu nú niður og vertu eins og við hin ????

ljós til þín steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 14:49

11 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Veistu Ylfa, ég þekki þetta.  Ætli við séum að umgangast sömu fíbblin.  Ég hef alltaf verið frábær svo lengi sem ég man eftir mér en heimurinn fylgir mér ekki alltaf eftir. 

Þú varst annars ekki að kalla mig fíbbbl, var það? 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.11.2007 kl. 15:00

12 identicon

Ég er svona ... einu sinni í mánuði.. biorythm.com segir að lífið sé svona í bylgjum og þín bylgja segir í dag að ég sé fíbbl. Var það þess vegna sem mér svelgdist svona á súpunni í hádeginu ? Þú veist þú átt að setja alla þína ást í matargerðina...??

kostgangari (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:42

13 identicon

Ég LOOOFA að vera góð

Annars held ég að það sé fullkomin lausn á öllum vandamálum að skella nýja Mugison-disknum á fóninn. Þá gleymir maður alveg að það sé fullt af fíflum til, og allt verður fallegt og gott. Og rokkað. Og blúsað. Og krúttlegt. Og sexý. Svona snilld hefði auðvitað aldrei orðið til annars staðar en á Vestfjörðum

Berglind (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband