18.12.2007 | 00:14
Föst inni
Jæja. Það hlaut að koma að því að einhver hlíðanna lokaðist. Ekki Óshlíðin þó núna, aldrei þessu vant, heldur Eyrarhlíðin á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Veðráttan hefur nú ekkert verið björguleg undanfarið og núna í augnablikinu er grenjandi rigning hérna og hífandi rok. Húsið nötrar af og til og ég flýti mér sem mest ég má að pikka inn svo að ég missi ekki allt niður þegar rafmagnið fer. Já ég segi ÞEGAR! Þannig er það bara hérna fyrir vestan. Rafmagnið fer af í vondu veðri. Og ekkert athugavert við það. Bara ósköp notalegt í rauninni.
Annars er það helst í fréttum að ég hef tekið afar stóra ákvörðun. Ég ætla að hætta á Langa Manga um áramótin og fara að vinna á Skýlinu hérna í Víkinni í staðin. Ég veit, ég veit, launin eru ekkert svimandi há en á móti kemur að ég get sparað mötuneytiskostnað, heilsdagsvistun, disilolíu og leikskólagjöld fyrir tugi þúsunda á mánuði. Þannig að ... köllum þetta hagræðingu. Það er ekkert vit að við séum bæði að vinna á Ísafirði. Það hefur maður fundið undanfarið í lægðaganginum. Mér finnst tilhugsunin um að við bæði festumst á Ísafirði og börnin hérna heima, hræðileg. Svo að þetta verður þægilegra. Það verður líka gott að hafa meiri tíma með strákunum. Þetta er fjárfesting í framtíðinni. Og allrabesta fjárfestingin er sem mest samvera með drengjunum mínum. Finnst mér.
-------ooOOOooo--------
Skelli inn einni sumarmynd svona í lokin. Til að létta mér.. og ykkur kannski líka, lundina.
Hnífsdalsvegur lokaður vegna aurskriða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verður hægt að kaupa súpukort á Skýlinu?
Góð súpan hjá þér í dag ;) kv. Auður
Auður (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:20
Hljómar allt mjög skynsamlega.
Sparnaðurinn samveran og ekki síst rafmagnsleysið.
Ótrúlega kúl kindur.
Svo er hér lofsöngur til húsmæðra til að gleðjast yfir ef rafmagnið hangir inni. Fyndnara en orð fá tjáð.
http://www.youtube.com/watch?v=O6VfGI-bpAY
Toggi (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 01:22
Rafmagnsleysi finnst mér frekar notalegt. Maður fer allt í einu að heyra, allt suðið í tölvum, rafmagnstækjum og loftræstikerfum deyr og maður heldur að maður hafi misst heyrnina í smá stund. Svo er unaðslegt að hlusta á þögnina. Þar til umbrotsliðið kemur öskrandi inn því þau voru ekkert búin að vista...!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 18.12.2007 kl. 08:32
Þær eru svolítið kindarlegar þarna á myndinni.
Mun sakna þín og "Norm"
Gló Magnaða, 18.12.2007 kl. 08:33
girnilegar rollur þarna....eru þetta systur þínar?
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 18.12.2007 kl. 08:45
Neih DENNIhh, þetta eru væntanlega systurdætur mínar! Og Ylfa er ekki systurdóttir mín, frekar meira svona ööö... ömmuEllusonamóðir!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 18.12.2007 kl. 09:14
Líst vel á þessi fjárfestingaráform þín - eitthvað annað, en hlutabréfaruglið hérna sunna heiða...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.12.2007 kl. 11:39
Við munum sakna þín
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 18.12.2007 kl. 16:06
Veðráttan alltaf söm við sig nema nú rignir en snjóar ekki,ég get svarið það ylfa ég hélt ég væri flutt suður þar sem sjaldan eða aldrei færi rafmagn af oft eða í langan tíma,heheheh i-Njarðvík allavega 3götur þar á meðal mín vorum rafmagnslaus um helgina í 7klukkutíma það gerist nú bara í aftaka veðrum fyrir vestan man annars ekki eftir svona löngum tíma í einu þar og svo fór rafmagnið aftur í morgun að vísu bara í smástund.þó hér sé gott að vera hugsar maður enn heim og þá á ég við víkina.luvju og til hamingju með jólin og takk fyrir allt gamalt og gott
Ásdís Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 21:46
kem í kjötsúpu á morgun miðvikudag. geturu fryst nokkra skammta á langa manga? Fínt að fá súpu eftir erfitt spilerí á langa manga.
á eftir að sakna súpnanna þinna. segir maður súpnanna?
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 19.12.2007 kl. 00:34
Þórdís: Þetta eru sem sagt frænkur hans palla? Hélt þær væru þá meira svona rauðbirknar og freknóttar.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 19.12.2007 kl. 00:34
Denni: þessi litur hlýtur að koma úr föðurættinni þeirra, hrútsi pabbi þeirra er væntanlega svona suðrænn og dökkur!
Þórdís Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 08:31
ég skil þetta vel, og sammála þér börnin er mikilvægust. fallegar eru íslensku kindurnar og flottar svartar í grænu.
Ljós til þín kæra frænka mín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 17:00
Kæra Ylfa; Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þú kemur til með að redda matarmenningu Bolungarvíkur á einu bretti, getur fengið strákana þína inn til þín þegar þú villt og og og og ....... möguleikarnir eru eins margir og þú villt.
Lundin á þessum kindum myndi ábyggilega sæma sér vel á pönnunni hjá þér Ylfa mín. Gleðileg jól eins og þið mögulega getið (og ketið etið þar til þið fre...)
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 19.12.2007 kl. 21:39
Húrra fyrir þér , alltaf gott að minnka stressið...en hvernig ætlarðu að minnka leikskólatímann hja bollunni, ertu ekki að vinna í eldhúsinu frá 8 - ? humm..
Hver er að hætta þar ???? Jólakveðjur til allra.
valrun (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.