af jólaáti og hassreykingum með frægu fólki

 

 Hér er síðbúin jóladanskveðja til allra vina og ættingja: Smellið hér til að sjá!

Ég var að borða jólahangikjötið. Í dag. Enda eru enn jól, ekki satt? Brjóstsviðinn er yfirþyrmandi og ég dauðsé eftir að hafa aldrei tekið skrefið og gerst grænmetisæta!!! En.... hvað væru jól án hangikjöts? Ekki svo að skilja að ég hef nýlega tekið það þroskaskref að sætta mig við jól án "hins og þessa", "með einu og öðru," og fundið að það er jafnvel gefandi að finna að maður er ekki jafn flæktur í viðjur vanans og maður hélt! Svo að það er aldrei að vita nema ég sleppi hangiketinu á næsta ári og éti bara kjúklingabaunakássu í staðinn!

Við ætlum að vera með Ellu og Einari, ömmu og afa Björgúlfs á gamlárskvöld og látum það nú ekkert slá okkur út af laginu þó að Björgúlfur sjálfur verði hjá pabba sínum í Reykjavík :) Auðvitað söknum við hans en við höfum jú ömmu hans og afa í staðinn, frænkur hans og frændur! Það á að elda nautalundir með minni rómuðu bernaisesósu, strengjabaunum og steiktum kartöflum. Og þá man ég að ég á eftir að gera ísinn!! Hér sit ég og hamra á tölvuna á meðan ég á að vera að gera allt annað! Almáttugur minn. Við verðum þá líklega bara hungurmorða á morgun fyrst enginn er tilbúinn ísinn..... Eða þannig.

Ég ætla að hætta að borða á næsta ári. Ég held, að síðasta mánuð hafi ég étið fyrir heilt ár! Kannski ég fari bara á einhvern djúskúrinn og sleppi fastri fæðu. Annars heldur Halli því fram að besta leiðin til megrunar sé að borða eina hráa kjúklingabringu á dag í einn mánuð. Salmónellan eða camphylobacterinn skola af manni öllum mör!

Þessi jól hafa verið yndisleg. Mikið sofið, étið og hvílst. Jólatréð okkar er svo undurfallegt að maður getur setið fyrir framan það endalaust og bara horft á dýrðina. Við fengum fallegar jólagjafir. Bækur, jólaskraut, kertastjaka og svona allskonar dót bara sem mann vantar ekkert en er samt svo æðislega gaman að fá. Börnin fengu mestmegnis föt. Þeir voru nú ekkert voðalega sprækir þegar hver pakkinn á fætur öðrum reyndist mjúkur en þess glaðari voru foreldrarnir sem sáu í fyrsta skipti fram á að þurfa ekki að henda út helmingnum af leikföngunum þeirra til að búa til pláss fyrir nýjar!!!

Ég er að vinna að nýjárspistli. Hann verður áræðanlega langur og tyrfinn. Lofa þó engu. Hann birtist von bráðar.

Eitt að lokum: Hvað táknar það að dreyma að maður sé að reykja stuð með Claire Huxteble úr Bill Cosby show?? Svör óskast.

Eigið undursamleg áramót kæru vinir nær og fjær.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðisleg jólakveðja og sætt að leyfa hundinum að vera með.

Bestu kveðjur til þín og þinna. Sjáumst kannski við brennu í kvöld ? 

Guðrún S (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Laufey B Waage

Gleðilegt nýtt ár.

Laufey B Waage, 31.12.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Draumaráðning: Claire er þessi fullkomna kona, sem allir vilja líkjast og eiga! Var þetta ekki bara einhvers konar friðarpípa? Gleðilegt splunkunýtt ár!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 31.12.2007 kl. 18:29

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Þig langar að vera svört heimavinnandi húsmóðir sem getur reykt það sem hana langar til hvenær sem er.

Nú eða kannski langar þig bara í heimsókn til Ellu Rósu?

Gleðilegt ár.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 1.1.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sammála þórdísi, einmitt að sem ég hugsaði.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 12:11

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gleðilegt ár mín kæra og takk fyrir gömul og góð...í sambandi við drauminn þásýnist mér að þaðsém þau varst að reykja geti verið matur í þessu tilfelli.

Júlíus Garðar Júlíusson, 2.1.2008 kl. 21:01

7 identicon

Hæ hæ,

langaði bara til að óska þér og fjölskyldunni gleðilegs árs. Takk fyrir þau eldgömlu. Hafið það gott á nýja árinu.

(Mikið kannast ég við þessi loforð um áramótin um að ætla að taka mig á í mataræðinu ).

Kveðja frá Maju, gamla djammfélaga þínum.

Maja (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 23:06

8 Smámynd: Gló Magnaða

Árið!

Gló Magnaða, 4.1.2008 kl. 12:47

9 identicon

Sæl og blessuð Ylfa Mist, datt inn á síðuna þína, og verð að segja, FRÁBÆR PENNI. Ég er búin að sitja hér í einn og hálfan klukkutíma og lesa, erfitt að hætta:) Allavega er síðan þín orðin bookmörkuð og verður óspart lesin :) Hlakka til að lesa nýárspistilinn þinn, bíð róleg en spennt Já og gleðilegt nýtt ár. Bestu kveðjur til þín og þinna, Hulda Kristjáns, vinkona frá því í gamla daga að norðan

Hulda Kristjáns (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 19:22

10 identicon

Kópíera yfir komment frá bloggsíðunni hennar mömmu, aðrir en Ylfa fatta auðvitað ekkert hvað ég er að fara:

Jú, Ylfa, ég held að þetta sé ekkert misminni hjá þér. En risessan fór nokkar ferðir um borgina, og við familían náðum einni , sem betur fer. Svo voru þessi frábæru skemmdarverk risans sem fóru ekki fram hjá manni.

Annars var þetta með eftirminnilegri kaffihúsaferðum, og fer áreiðanlega á listann yfir hápunkta ársins hjá mér .

 Gleðilegt ár!!

Berglind (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:15

11 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þig hefur alltaf dreymt um að vera svört söngkona. syngja soul og svarta mússík. Vera forrík og fræg og geta svo reykt allt sem rýkur, alveg eins og þer sýnist.

Gunnar Páll Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband