Með vökvunarkönnuna í hendinni

Ég er að vökva blómin en settist einhverra hluta vegna hérna og er sjálfkrafa byrjuð að blogga. Heitir þetta ekki athyglisbrestur? Eða leti? Vatnskannan er hér við hliðina á mér og horfir ásakandi á mig... ímynda ég mér.

Kúruparið

Ég var að vinna margar næturvaktir í röð strax eftir nýjárið og hef svo verið að kynnast nýja starfinu á öðrum vöktum. Um helgina ætla ég að elda ofan í íbúa Skýlisins en ég hef nú gert það oft og mörgum sinnum svo að það ætti að vera vandkvæðalítið.

 

Annars erum við bara nokkuð hress, bíðum eftir að sólin hækki á lofti auðvitað, það gerist hægt og bítandi og á meðan fá öll jólaljósin að lifa.

Ég er með óþverrabjúg. Aðallega á leggjunum en líka í andlitinu og á hálsinum. Hef verið svona síðan í nóvember og skildi það þá, sökum óheilsusamlegrar salt og sykurneyslu en síðan í desember hef ég verið ákaflega passasöm og nýti mér öll húsráð sem ég þekki. Netlute, eplaedik, C-vítamín, pressaðar sítrónur, steinselju, sund, göngutúra.... allt nema ísbað!!! Enda er það ógeðsleg tilhugsun. Fæturnir á mér eru tvöfaldir þegar verst lætur og ég mátti sko EKKI við því! Ekki er ég ólétt, (Guði sé lof!) og ekki er ég að taka lyf sem hafa þessa aukaverkun. Niðurstaðan er einfaldlega þessi: ég er of ÞUNG! Tala nú ekki um þegar ég bæti á mig fjórum fimm kílóum af vökva á einum- tveim dögum, OFAN á allt hitt!!! Ég er að taka þetta föstum tökum. Ekki gengur að losa lungun við tjöruna og kremja þau síðan til bana!!!! Ég er bara svo helvíti mikið gefin fyrir mat. ALLAN mat!!

þau eru í formi!

Það er ljótt þegar amma mín sem er sjötíuogeitthvaðnæráttatíu.. er í betra formi en ég! Hún er alveg passleg í holdum og skokkar áreynslulaust um Ísafjarðarbæ og býr að auki á tveimur hæðum. Sjálf stend ég á öndinni við það eitt að ganga upp stigann hjá henni... (smá ýkjur en hljómar sannfærandi!)  Stærsta syndin er sú að ég veit ALLT um hollustu, hvað er fitandi, kolvetnaríkt, brennsluaukandi, næringarríkt og þar fram eftir götum. Manneskja eins og ég á að vera í toppformi! Annað er bara rugl! Ég svosem ét allan þennan holla og næringarríka mat! Ég bara ét á við fjóra hrausta karlmenn!

Kirkjukór Hólskirkju

Ég hafði í nóvember verið beðin um að vera með í Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar. Mikil upphefð var mér sagt, þar sem handvalið er í kórinn og ég lét tilleiðast. Um hundrað handvaldir aðrir munu synga Gloriu eftir Polenc (held ég hann heiti) með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í Íþróttahúsinu Torfnesi í lok janúar. Magnþrungið verður það, eflaust. Ég er samt búin að bakka út. Það eru nánast daglegar æfingar út mánuðinn og ég bara meika það ekki. Kvöldin sem ég er heima og ekki að fara á næturvakt eru dýrmæt. Það þarf að lesa, reikna og skrifa, tala um daginn sem er að líða og rífast aðeins yfir háttatímanum og svona.......

Birnir og hundarnir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ertu búin að prufa mjólkurþistil við bjúgnum? Það ku virka þokkalega.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 10.1.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jújú. Ég hef tekið mjólkurþistil í marga mánuði. Byrjaði einhverntíma í einhverjum detoxkúrnum að taka hann og hef alltaf tekið eitt hylki á dag síðan með smá hléi reyndar. Name it, I´ve tried it... :o(

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 22:07

3 identicon

Læturð´ekk´örugglega tjékka blóðþrýstinginn af og til? Hefurðu látið ofnæmis- eða óþolsprófa þig? Það er auðveldara að hemja bjúg ef hægt er að finna helstu ástæður. Og svo ekkert salt og engan lakkrís - og drekka slatta af vatni - og sofa nóg :)

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 00:34

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú færð fín ráð, ég hef engu við að bæta kæra frænka.

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 06:27

5 Smámynd: Gló Magnaða

Hefurðu prófað að hætta að borða Hummuss??

Gló Magnaða, 11.1.2008 kl. 10:28

6 identicon

Og minnka bjórdrykkjuna ?

Guðrún (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 13:29

7 Smámynd: Gló Magnaða

Neeeiii.... auka bjórdrykkjuna

Gló Magnaða, 11.1.2008 kl. 14:17

8 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Ég er ekki með nein ráð, hef prófað þau öll og þau auka bara á mýktina. Jæja nú er komið nýtt ár með nýja drauma, hvað með bókmenntaklúbbinn okkar? ég verð nú að standa mig betur í að finna meðlimi, þarf reyndar að bregða mér úr bænum um stundasakir en kem full af orku aftur í lok mánaðarins.

hafðu það gott á meðan

Halla Signý Kristjánsdóttir, 12.1.2008 kl. 10:28

9 identicon

Melónur virka!!!

Ef þú átt safapressu og skellir hálfri í hana og drekkur þá kemstu í kjörþyngd eftir svona korter!!!

Og ef fólki finnst þú enn of feit.....þá þarf það bara að gera eitthvað í sinni sýn á lífið!!!

En í alvöru þá virkar vatsmelóna....hún er galdurinn....maður mígur bara bjúgnum út og ekkert vesen!!!

Prófaðu!

Helga B. Jones (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:10

10 Smámynd: Gló Magnaða

Uppskrift til  þess að léttast:

Brenna fleiri hitaeiningum en maður borðar.

Klikkar ekki 

Gló Magnaða, 14.1.2008 kl. 08:56

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Sara: eins og þú sérð í færslunni þá er ég einmitt búin að prófa edikið. Ég keypti mér í fyrra, stóra flösku af lífrænu eplaediki og drekk eitt gott glas á dag, blandað í vatni. Dáleiðslu??? Það er stórhættulegt.....?!!! :o)

Gló: er það aðferðin sem þú notar?

HelgaB: jájá, vatnsmelónur virka til að pissa vel og reglulega. Bjúgurinn minn haggast þó ekki. hann er kominn til að vera........ helvískur....

Gunna Sig: ég drekk náttúrulega ekki bjór. Mér er því óhægt um vik að minnka drykkjuna og þess vegna fer helvítis bjúgurinn ekki!!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.1.2008 kl. 12:58

12 Smámynd: Gló Magnaða

Neeei að vísu ekki .......  Sýnist þér það??

Ég borða fleiri hitaeningar en ég brenni þessa dagana

En hef líka prufað hitt og það virkar (35 kg off á 18 mán) ekkert mál!!

Gló Magnaða, 16.1.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband