Grobbiddígrobb

Ég er að ganga fram af sjálfri mér í dugnaði!

Í gær tók ég 800m sprett í lauginni og svo beint í leikfimi á eftir. Eitthvað var ég síðan slöpp á kvöldvaktinni og hélt mér til skelfingar að ég væri að fá flensuna. Var með verki allsstaðar og eitthvað ómöguleg. Áttaði mig svo á því í morgun að líklega myndi ég ekki synda mikið í dag... Ég er bókstaflega með verki! Handleggirnir eru eins og einhver hafi gert tilraun til að slíta þá af og ég er frekar lemstruð LoL

Svona er að láta eins og maður sé í formi! Til að bæta gráu ofan á svart snjóaði heil ósköp í morgun og leit ekki út fyrir að viðraði til gönguferðar. Ég var því farin að huga að ferð í ræktina þegar skyndilega rofaði til og himininn varð heiðblár! Sólin skein á nýfallna mjöllina og allt varð svo unaðsfagurt og dásamlegt að ég hentist í lopapeysuna, þrumaði ólinni á tíkina og öslaði út í snjóinn. Er nýkomin heim og búin að hita mér tesopa og finn hvernig harðsperrurnar eru að gera sig heimakomnar í fótnum eftir snjótroðsluna..... Held að ég neyðist til að fara í heitapottinn á eftir. Já... hreinlega NEYÐIST......

Dagatal marsmánaðar var að koma í tölvupósti frá Leikskólanum hans Baldurs og af því að hann verður fjögurra ára þann þriðja mars var mynd af honum sem ég stal og set hér inn fyrir Dagnýju gömlu frænku mína Wink

Baldur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Þú ert nú bara yndisleg!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Laufey B Waage

Já þú neyðist. - Ekki spurning

Laufey B Waage, 28.2.2008 kl. 18:31

3 identicon

Yndisleg þessi líkamsrækt ...Bara njóta....Og hugsa hvað þú sparar mikið af CO2 við að ganga ... allt fyrir olíuhreinsistöð...

Gussa (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er svo frábær að taka sig svona saman, ég er líka farinn að borða smoote í morgunmat (sól reindar líka) það er líka frábært.

ætla í göngu me' lappa tappa !

það er ekki svo langt þangað til.

knú í krús og Bless inn í daginn 

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 07:06

5 identicon

Þú birtist mér í draumi í nótt, man ekkert með hvaða hætti nema það var huggulegt, hlýtur að boða gott og takk fyrir innlitið! Í forbífarten get ég ekki annað en hrópað mörgum sinnum húrra fyrir fagottleikara Þursanna - frábær. Tónleikarnir voru flottir, langar að heyra meira í Þursum eins og þeir koma af skepnunni. Þvílíkur tröllakraftur og músikalitet.

Bestu kveðjur

Hulda

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:47

6 Smámynd: Gló Magnaða

Vildi að ég væri svona spræk.

Gló Magnaða, 29.2.2008 kl. 13:33

7 identicon

ha ha ha daufa að rekast á þig og 9oo hundruð ár síðan ég talaði við þig síðast las fyrri síðuna hjá þér vöknuðu þá upp gamlar minningar þegar þú varst að tala um sund ég bý á Egilsstöðum.Ég fór í sund um daginn og ég hef nú eins og oft áður verið of duglegur að læra í gamla daga hjá Jóni Halldórs sundkennara þegar ég var að skutla mér í laugina þá sá ég Jón fyrir mér í reimuðu sundskíluni sinni þá kom þessi kraftur í mig að ég skutlaði mér aðeins of langt og lenti hinum meigin í bakkann þetta var 25 metra laug oft kemur sannkallaður kraftur í mann þegar maður hugsar aftur í tímann

Kv Þórir nokkur sonur Guðmundar og Maríu

Þórir Guð (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 08:20

8 identicon

Slóðin

Þórir Guð (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 08:29

9 Smámynd: Katrín

Það er aldeilis orka í þér kona... er þetta tedrykkjan???  Er hægt að tengjast þessu ,,orkubúi" svona til að hlaða batteríin???

Katrín, 1.3.2008 kl. 11:55

10 identicon

Er það þá ORKU YLFA....

Gott hjá þér að hreyfa skrokkinn, ég fæ nú bara gæsahúð þegar þú talar um snjóskafla og troðninga.....langar þá mest undir sæng, alls ekki í göngutúr.

Sætastur er hann, afmælisdrengur mánaðarins.

valrun (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband