Halli fann ekki buxurnar sínar, Berglind sem gengur undir nafninu vonda stjúpan þrátt fyrir að vera hin allra prýðilegasta stjúpmóðir tók af borðinu og lagaði til, .....

Fermingin gekk vel. Drengurinn minn litli er allt í einu orðinn stór strákur með ryðgaða rödd og hýjung á efrivör. Sem faðir hans reyndar rakaði að morgni fermingardags, ásamt því að strauja af okkur fötin. Og þegar ég segi faðir hans, á ég við föður hans. Ekki eiginmann minn... :) Það er gaman að vera partur af léttklikkaðri fjölskyldu sem þykir ekkert athugavert við það þó móðir fermingabarnsins sé hvorki búin að strauja fermingarfötin né þá heldur ákveða hverju hún sjálf ætlar að skarta klukkutíma fyrir athöfn! Og á meðan móðirin æddi um húsið í örvæntingafullri tilraun til að hafa yngstu meðlimi fjölskyldunnar til, klædd sokkabuxum og brjóstahaldara einum fata straujaði Páll Björgúlfsfaðir skyrtur og skokka og söng"Hlusta á Zeppelin.. og ég ferðast aftur í tímann..." nema hvað að textinn hljómaði meira: sniffa teppalím því ég gleymdi að svara í símann.... eða eitthvað ámóta. Halli fann ekki buxurnar sínar, Berglind sem gengur undir nafninu vonda stjúpan þrátt fyrir að vera hin allra prýðilegasta stjúpmóðir tók af borðinu og lagaði til, Baldur heimtaði að fara ber að ofan í kirkjuna og Birni fannst ekki sanngjarnt að elsti bróðir fengi heilt dress en hann BARA nýja skyrtu sjálfur og gerði allþónokkuð mál úr því....

En merkilegt nokk, þessi fjölskylda var mætt FYRST í Hólskirkju að morgni skírdags! Veðrið var ógeð en það býttaði engu. Dagurinn varð bara dásamlega góður. Drengurinn gekk með öllum fjórum foreldrunum til altaris ásamt litlu systkinunum sem fengu reyndar bara blessun en ekki brauð og þótti Baldri það algjörlega óþolandi og á það ennþá til að röfla yfir því að hafa ekki fengið nammi!

Og þar sem títtnefndur Baldur Hrafn er athyglissjúkur skaphundur sem hefur það þó með sér að vera þvílíkt krútt að það vegur upp á móti geðvonskunni og stjórnseminni, hefur aldrei liðið það að vera ekki aðalnúmerið á mannamótum, varð hann sér úti um eitt stykki lungnabólgu. Hann semsagt veiktist síðla fermingardags og fór svo daginn eftir til læknis sem helst vildi senda hann á spítalann. Við foreldrarnir erum nú orðin svo sjóuð í þessum langdregnu afleiðingum RS vírussins sem hann krækti sér í sem ungabarn að við skellum bara í hann penicillini og höfum hann heima.

Þar sem ég er að ljúka næturvakt þá set ég inn myndir seinna í dag, þeas. þegar ég vakna. Ó já, ég er með veikt barn heima.....uuuu ég sef semsagt eitthvað lítið.. ef eitthvað. Langar einhvern að koma og passa á meðan ég hvíli mig???? Anyone???

Bíð SPENNT eftir viðbrögðunum frá öllum þeim sem segja: Ji já, ég myndi fegin passa fyrir þig ef e´g væri ekki einmitt stödd í Úzbekistan þessa stundina... :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Til hamingju með gaurinn,hlakka til að sjá myndir af herlegheitunum.

Helga skjol, 25.3.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Gló Magnaða

Fyndið...  það þora greinilega fáir að kommenta vegna bónarinnar um barnapíu hehe....          Ég er ekki að bjóða mig fram.

Til lukku með fermingadrenginn.

Gló Magnaða, 25.3.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ef ég væri þarna elsku frænka.

þi voruð falleg og flott á fermingunni.

knús og Bless kæra frænka

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Var Páll að strauja?? Sé það ekki alveg fyrir mér...

Myndi glöð passa bolluna þína, er bara komin suður aftur! :)

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:05

5 identicon

Éxkal sko passa fyrir þig... ef þú passar fyrir mig á meðan. ;-)

Sigga Lára (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 14:28

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég nenni ekki að passa fyrir þig en takk fyrir stórskemmtilega fermingarsögu

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.3.2008 kl. 15:45

7 Smámynd: Laufey B Waage

Þið eruð náttla bara yndisleg. Til hamingju með stjúpömmudrenginn minn.

Laufey B Waage, 25.3.2008 kl. 16:00

8 identicon

Húrra húrra, drengurinn kominn í kristinna manna tölu, óafturkvæmt núna.

Svona getur allt gengið á afturfótunum, en gengið samt svo ótrúlega vel.

Vona að Bollan hressist hratt og örugglega, myndi alveg passa BARA EF ég væri ekki í... Úppsbe ..kistann og knúsaðu fyrir mig.

Kær kveðja til fermingardrengsins.

valrun (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:47

9 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Ég hefði örugglega passað ef ég hefði séð þetta blogg fyrr - og þó...

Hjördís Þráinsdóttir, 26.3.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband