Ég hef ekkert að segja.

svo að ég set bara inn myndir í staðinn. Ég á eftir að tæma myndavélina af fermingarmyndunum svo að þær koma síðar og í staðinn koma bara gmalar af www.flickr.com/photos/ylfa

Gjöriði svo vel, bland frá því í gamladaga :)

Byrja á einni dæmigerðri vestfirskri sólseturs-sumarmynd.

Sólsetur. Tekin frá Óshólavita.

 

Næstur er Kenn Carlsen, danskur gestur sem ég tók með mér í skoðunarferð að nóttu til.

Danskur gestur við vitann.

 

Sigurborg Valrúnardóttir er næsta myndefni. Hún er orðin dani og getur því vonandi leikið sér í sólinni í allt sumar. Þessi var tekin við gamla húsið okkar í Traðarlandi.

Sigurborg hin danska í Traðarlandinu í gamladaga

 

Allir sem hafa ekið Djúpið hafa séð þennan merkilega eyðibæ. Þetta er Angerðareyri, þar var höfn hér áður fyrr og þar landaði djúpbáturinn Fagranes til margra ára. Við komum alltaf við þarna á sumrin, tökum myndir, borðum nesti og bara njótum....

 

Birnir við Arngerðareyri

 

Gamla búrið inni í húsinu Arngerðareyri. Það hvílir angurværð yfir þessum tómu búrskápum og rúðulausa glugga.

Gamla búrið á Arngerðareyri

 

Magali, sem kom með Kenn Carlsen manni sínum sleppti sólsetursferðinni en hamaðist því meira á trampólíninu í staðinn.

Fljúgandi furðuhlutur!

 Að lokum; fiskimaðurinn í Ósvör.

Fiskimaðurinn

Eins og sjá má eru allar myndirnar sumarmyndir. Það stafar líklega af því að ....... ég sé farin að þrá sumar?? Gæti það verið? Í sumar set ég inn vetrarmyndir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Fráabærar myndir!

Nákvæmlega! Hvað er með þennan vetur? Hér sást síðast í auða jörð 6.október 2007! (vá hvað ég hljóma eins og veðurfar sé mitt helsta og eina áhugamál! Boríng) þannig að það má alveg hætta að jóla-snjóa!

Langar í sumar og sól. Langar líka vestur í sumar. Verður heitt á könnunni?

Krissa

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flottar myndir frænka 1

Bless í bili

steina sveitastelpa

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Gló Magnaða

Bíddu...??? ....   af hverju ert þú ekki með á sýningu áhugaljósmyndarana í húsi kennt við skoska borg??  Það vantar fleiri stelpur á hana......

Gló Magnaða, 28.3.2008 kl. 11:43

4 identicon

Svakalega flottar myndir.

Hulda H. (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:19

5 identicon

- ekki hef ég neitt að segja heldur

- kemur nokkurt sumar þarna í fjallkrikanum, fannbörðum? Nema gróðurhúsaáhrifin komi til bjargar ...

rödd úr djúpinu (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband