Bensín og Olía á afslætti?

Eg fyllti bílhræið í gærkvöldi af disilolíu. Annars hugar lét ég renna á tankinn og þegar ég gekk frá "byssunni" leit ég á krónutöluna. 12.000 krónur!!! Já, og við erum að tala um nýkrónur!!

Eg óð inn í sjoppuna og spurði: Hvað er þetta með olíuverðið? Hækkar þetta bara endalaust?? -Þið vitið.. eins og maður gerir.

Kona nokkur sem stóð við afgreiðsluborðið snéri sér við og sagði: Jæja, heldurðu að það væri munur ef við fengjum olíuhreinsistöð? Þá væri þetta ekki svona!

Eins og hálfviti spurði ég konuna: nú? Fengjum við olíuna þá gefins?

Konan: nei, en við fengjum hana miklu ódýrari.

Jæja, -svaraði ég bara.

Og nú spyr ég ykkur, lesendur góðir: HVAÐ KOSTAR LITRINN AF OLIUNNI I NOREGI????

Þar eru einmitt olíuhreinsistöðvar í löngum bunum. Er eldsneytið svona ódýrt þar??

Er það einmitt vegna skorts á olíuhreinsistöðvum sem

 

 verðið er hátt á landinu? Hvað í ósköpunum stýrir þá matarverðinu spyr ég nú bara? Skortur á sláturhúsum? Frystihúsum? Sjómönnum? Bændum?

 

 

Mmmmm... Fallegt?????

 Eg segi nú bara eins og Helgi faðir minn Þorsteinsson Von Sauðlauksdalur: Eg býst fá krampa!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef heyrt að olían sé dýrari í Noregi en hér.

En í Saudi Arabíu kostar lítrinn af olíunni 25 aura íslenska, þar fá heimamenn að njóta nálægðarinnar.

Ekki veit ég til þess að álið sé eitthvað ódýrara, þrátt fyrir offramboð af því hér á landi.

vinkona (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:20

2 identicon

Góður pistill hjá þér  mundu það bara næst þegar, þú kaupir Ýsuflökin á 1100 kr í Samkaup, hvað þeir fóru langt til að sækja hana.

Halla Signý (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:15

3 identicon

Ah hvílik og önnur eins dásemd hefur ekki sést lengi á prenti. Ég hló mig til dauðs

Yrsa Hörn helgadóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Ragnar Ólason

Góð saga ylfa.  Var konan í bensínbúðinni ekkert að grínast. Maður selur auðvitað vöru á heimsmarkaðsverði. Færð ekkert afslátt þó maður búi við hliðina á. Eða það hélt ég allavega. Annars vorum við Sverrir Þorleifs að gefa út disk með frumsömdum lögum með okkar eigin söng. Köllum okkur Heimskyr og erum með blogsíðuna heimskyr.blog.is þar sem við erum smá saman að setja inn lög. Þakka þér svo fyrir að vera blogvinur Heimskyrs og breiða út boðskapinn.

Ragnar Ólason, 17.4.2008 kl. 13:48

5 Smámynd: Helga skjol

Hrikalega flottur pistill hjá þér og þrælskondinn í þokkabót

Helga skjol, 18.4.2008 kl. 06:49

6 identicon

Æ þú ert alltaf svo skemmtilega með munninn fyrir neðan nefið Ylfa mín :) og mikið hrikalega er umrædd kona haldin miklum ranghugmyndum. Ég trúi því varla að vestfirðingar séu í alvörunni að spá í að fá þessa fjandans olíuhreinsistöð til sín! Ég í einfaldleika mínum trúði því einfaldlega að skynsemin yrði ofan á í þessu máli og trúi því reyndar enn.

Og meirihlutinn fallinn! Hvernig endar þetta eiginlega?! Nú er bara um að gera að krossa fingur og vona það besta.

En hvað svo sem gerist í bæjarpólítíkinni þá er það allavega klárt mál að olíuhreinsistöðin (sem ég kýs að kalla umhverfisslysið) hefur allskostar ekkert um verð á olíu að gera. Ekki baun í bala eins og krakkarnir segja ;).

Bið að heilsa "heim" ;)

kv. Ilmur

Ilmur (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 11:52

7 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Dásamlegt.

Þessi mynd af olíuhreinsunarstöðarhrylling fyllir mann þvílíku óyndi. Ég held að fólk sé að tapa sér í þessari umræðu. Olíuhreinsunarstöð á Vestfirði (eða Íslandi yfirleitt) mér verður ómótt..

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband