1.5.2008 | 22:46
Nallinn, hann er steindauður í 15 stiga frostinu...
...sungu Helgi og Hljóðfæraleikararnir. Það er reyndar ekki 15 stiga frost hér í dag en engu að síður hressilegur gustur að norðan og frekar í svalara lagi.
Eg hef haft fyrir venju þau rúmlega fjögur ár sem ég hef haldið úti heimasíðu að setja Internationalinn inn í heild sinni, nú eða: "Sjá roðann í austri," á þessum baráttudegi verkalýðsins en núna ætla ég að leyfa ykkur að lesa annað fallegt ljóð sem að vissu leyti má tengja við stígandi roðann í austri.
Ljóð eftir Heimi Pálsson
Dagur er risinn, rjóður í austri,
raular mér kvæði þröstur á grein.
Blessuðu tónar, blessaði dagur,
blessaða veröld tindrandi hrein.
Sólin er risin hátt upp á himinn,
hlæjandi dagur þerrar mín tár.
Blessað sé ljósið, lífgjafinn mildi,
lofaður veri himininn blár.
Ég elska lífið, ljósið og daginn,
lofgjörð um heiminn fagnandi syng.
Blessað sé lífið, blessað sé ljósið,
blessaðir morgnar árið um kring.
Og í tilefni dagsins er hér mynd sem tekin var árið 2003 í Gatsjína í Rússlandi, af fundum okkar Leníns :)
Athugasemdir
Hvað!!! enginn búinn að kommenta í dag
Ég var að dást að þessari háu og grönnu konu hjá honum Lenín.
Gló Magnaða, 2.5.2008 kl. 16:21
Nei Gló, engin nema þú :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 2.5.2008 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.